Stéttarfélagið þitt á að vinna fyrir þig Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 10. mars 2021 23:32 Kosningar eru hafnar í stjórnar- og formannskjöri VR. Mig langar í því sambandi að þakka félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi kosningabarátta út af öllum þeim góðu símtölum sem ég hef átt við félagsmenn. Framboð mitt stendur fyrir skýra sýn á VR. VR er stórt og öflugt félag vegna þess að það spannar mikla breidd í launum og menntun félagsmanna. Þessum árangri hefur VR náð vegna þess að áhersla hefur verið lögð á góða og breiða þjónustu við félagsmenn. VR getur gert svo miklu betur Ég sé mörg áhugaverð sóknarfæri til að gera betur í þjónustu við félagsmenn. Ég tel að við eigum vannýtt sóknarfæri í kjarabaráttunni, hjá millitekjufólki, ekki hvað síst lægri millitekjuhópum félagsins, sem hafa mátt þola hlutfallslega mestu kaupmáttarskerðinguna í samanburði við þróun lægstu launa. Þá tel ég brýnt að rétta við markaðslaunakerfi VR, sem hefur verið helsta sérstaða félagsins og lykillinn að jákvæðri launaþróun innan VR. Ég hef einnig verið að ræða mikið við félagsmenn um varasjóðinn okkar. Hann er augljóslega ekki að nýtast stórum hluta félagsmanna nógu vel. Hér er því að mínu mati augljóst sóknarfæri til að gera betur, s.s. með endurgreiðslum vegna kostnaðar við gleraugu og sálfræðiþjónustu, svo að dæmi séu tekin. Við þurfum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, sterkari sjúkrasjóði – sem kominn er úr 9 mánuðum í 7 mánaða rétt, orlofsmálum og sumarbústöðum. Sóknarfærin til að gera betur eru mörg og brýn. Framtíðin er núna Við þurfum að einhenda okkur af fullum þunga í þróunarstarf vegna 4. iðnbyltingarinnar, en staðreyndin er sú að verulegar breytingar eru framundan á vinnumarkaðnum okkar í samsetningu og framboði starfa, ekki hvað síst störfum VR félaga. Þá munu aðgerðir vegna loftslagsbreytinga mjög líklega ýkja þessi áhrif, þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum í breiðu samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kjaramálin í loftslagsmálum eru einnig vaxandi áhyggjuefni, en nauðsynlegum aðgerðum fylgir kostnaður sem má ekki falla eingöngu á launafólk. Umskiptin sem eru framundan verða að fara fram með réttlátum hætti og af virðingu við launafólk. Áhyggjuefnin eru mörg fleiri og ljóst er að við verðum að standa fast á okkar næstu misserin, á meðan við erum að ná okkur upp úr COVID kreppunni. Þess vegna þurfum við stórt og öflugt VR. Þess vegna þurfum við stéttarfélag sem vinnur fyrir þig. Mundu að kjósa! Mig langar mig að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í VR kosningunum 8. til 12. mars. Tveir skýrir valkostir eru í boði til formanns. Það er því um að gera að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Ég væri afar þakklát fyrir stuðning félagsmanna. Áfram VR! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kosningar eru hafnar í stjórnar- og formannskjöri VR. Mig langar í því sambandi að þakka félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi kosningabarátta út af öllum þeim góðu símtölum sem ég hef átt við félagsmenn. Framboð mitt stendur fyrir skýra sýn á VR. VR er stórt og öflugt félag vegna þess að það spannar mikla breidd í launum og menntun félagsmanna. Þessum árangri hefur VR náð vegna þess að áhersla hefur verið lögð á góða og breiða þjónustu við félagsmenn. VR getur gert svo miklu betur Ég sé mörg áhugaverð sóknarfæri til að gera betur í þjónustu við félagsmenn. Ég tel að við eigum vannýtt sóknarfæri í kjarabaráttunni, hjá millitekjufólki, ekki hvað síst lægri millitekjuhópum félagsins, sem hafa mátt þola hlutfallslega mestu kaupmáttarskerðinguna í samanburði við þróun lægstu launa. Þá tel ég brýnt að rétta við markaðslaunakerfi VR, sem hefur verið helsta sérstaða félagsins og lykillinn að jákvæðri launaþróun innan VR. Ég hef einnig verið að ræða mikið við félagsmenn um varasjóðinn okkar. Hann er augljóslega ekki að nýtast stórum hluta félagsmanna nógu vel. Hér er því að mínu mati augljóst sóknarfæri til að gera betur, s.s. með endurgreiðslum vegna kostnaðar við gleraugu og sálfræðiþjónustu, svo að dæmi séu tekin. Við þurfum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, sterkari sjúkrasjóði – sem kominn er úr 9 mánuðum í 7 mánaða rétt, orlofsmálum og sumarbústöðum. Sóknarfærin til að gera betur eru mörg og brýn. Framtíðin er núna Við þurfum að einhenda okkur af fullum þunga í þróunarstarf vegna 4. iðnbyltingarinnar, en staðreyndin er sú að verulegar breytingar eru framundan á vinnumarkaðnum okkar í samsetningu og framboði starfa, ekki hvað síst störfum VR félaga. Þá munu aðgerðir vegna loftslagsbreytinga mjög líklega ýkja þessi áhrif, þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum í breiðu samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kjaramálin í loftslagsmálum eru einnig vaxandi áhyggjuefni, en nauðsynlegum aðgerðum fylgir kostnaður sem má ekki falla eingöngu á launafólk. Umskiptin sem eru framundan verða að fara fram með réttlátum hætti og af virðingu við launafólk. Áhyggjuefnin eru mörg fleiri og ljóst er að við verðum að standa fast á okkar næstu misserin, á meðan við erum að ná okkur upp úr COVID kreppunni. Þess vegna þurfum við stórt og öflugt VR. Þess vegna þurfum við stéttarfélag sem vinnur fyrir þig. Mundu að kjósa! Mig langar mig að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í VR kosningunum 8. til 12. mars. Tveir skýrir valkostir eru í boði til formanns. Það er því um að gera að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Ég væri afar þakklát fyrir stuðning félagsmanna. Áfram VR! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar