„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:41 Guðni Bergsson er formaður KSÍ en honum tókst ekki að sannfæra ársþingið um að finna leiðir að því sem allir vilja, sem er að fjölga leikjum. vísir/vilhelm Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi. Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira