Ekki þetta frelsi Starri Reynisson skrifar 1. mars 2021 10:00 Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun