47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 23:26 Aðgerðasinninn Benny Tai mætir á lögreglustöð í Hong Kong í dag. EPA-EFE/JEROME FAVRE Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. Þessir 47 sem voru ákærðir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum í síðasta mánuði þegar 55 aðgerðasinnar voru handteknir. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins var hinum ákærðu gert að gefa sig fram við lögreglu um helgina og verður þeim haldið í gæsluvarðhaldi þar sem þau eiga að mæta fyrir dóm á mánudag. Markmið hinna umdeildu laga er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu og hafa einhverjir sagt að vegið sé að sjálfstæði héraðsins með lögunum. Stjórnvöld í Peking hófu undirbúning laganna í kjölfar fjölmennra mótmæla sem hófust sumarið 2019. Mótmælin stóðu yfir í marga mánuði og kröfðust mótmælendur aukins lýðræðis í héraðinu. Mótmælin brutust mörg hver út í ofbeldi og tókust lögregla og mótmælendur reglulega á. Prófkjör tilraun til að steypa stjórnvöldum af stóli Aðgerðasinnarnir sem hafa verið ákærðir hafa allir krafist aukins lýðræðis og tóku þeir allir þátt í að skipuleggja óopinbert „prófkjör“ síðasta sumar. Var markmið prófkjörsins þess að velja frambjóðendur fyrir stjórnarandstöðuna fyrir þingkosningar Hong Kong 2020. Kosningunum var að lokum frestað vegna kórónuveirufaraldursins þar sem héraðsyfirvöld sáu ekki fyrir sér að geta framkvæmt þær með tilliti til sóttvarnareglna. Yfirvöld í Kína og Hong Kong segja að prófkjörið hafi verið tilraun til þess að steypa þáverandi stjórn af valdastóli. „Lögreglan ákærði síðdegis 47 aðila… þeir voru allir ákærðir fyrir einn glæp, samsæri um að grafa undan stjórnvöldum,“ sagði lögreglan í Hong Kong í yfirlýsingu í dag. „Lýðræðið er aldrei gjöf frá himnum“ Um er að ræða 39 karlmenn og átta konur, á aldrinum 23 til 64 ára. Þau munu öll mæta fyrir dóm á morgun. Fólkið sem um ræðir er allt vel þekktir aðgerðasinnar fyrir auknu lýðræði Meðal þeirra eru fyrrverandi hermennirnir Benny Tai og Leung Kwok-hung og ungmennin Gwyneth Ho, Sam Cheung og Lester Shum. „Lýðræðið er aldrei gjöf frá himnum. Fólk með sterkar hugsjónir verður að vinna fyrir því,“ sagði Jimmy Sham, 33 ára gamall aðgerðasinni, sem er einn þeirra sem stóð að skipulagningu mótmælanna árið 2019, þegar hann mætti upp á lögreglustöð í dag. Hluti þeirra aðgerðasinna sem var handtekinn 6. janúar síðastliðinn og hafa nú verið ákærðir fyrir brot á öryggislögum.Getty/Anthony Kwan „Ég vona að allir geti fundið hugarró og svo barist áfram með óbugandi viljastyrk,“ skrifaði Gwyneth Ho á samfélagsmiðlum sínum í dag. „Ég vona að enginn gefist upp á Hong Kong… Berjist áfram,“ sagði Sam Cheung þegar hann mætti upp á lögreglustöð. Gætu verið dæmd til lífstíðarfangelsisvistar Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi og ólíklegt er að þau losni úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu. Sakborningarnir segja útlitið slæmt. Um hundrað hafa þegar verið handteknir á grundvelli öryggislaganna, þar á meðal Jimmy Lai, sem hefur lengi talað gegn kínverskum yfirráðum, en honum var neitað að losna úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu og bíður hann þess nú að mál hans fari fyrir dóm. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar í Hong Kong hafa krafist þess að aðgerðasinnar sem hafa verið handteknir verði frelsaðir.Getty/Anthony Kwan Engin réttarhöld, sem varða brot á öryggislögunum, hafa hafist formlega af fullum krafti. Talið er að fyrsta málið sem verði dómfest verði mál Tong Ying-kit, sem er sakaður um að hafa keyrt mótorhjól á lögreglumenn síðastliðinn júní. Hann fór fyrst fyrir dóm í nóvember til þess að lýsa yfir sakleysi sínu. Talið er ólíklegt að mál hans verði afgreitt með kviðdómendum og það verði frekar dæmt af þremur dómurum. Amnesty International hefur lýst því yfir að handtakan á aðgerðasinnunum 55 í byrjun janúar sé sú aðgerð sem sýnir afgerandi hvernig öryggislögin hafa verið notuð til að berja á bak aftur alla mótstöðu við ríkjandi yfirvöld. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Vilja veita yfirmanni útlendingamála heimild til að banna fólki að fara Samtök málflutningsmanna í Hong Kong hafa gagnrýnt tillögu stjórnvalda um að veita yfirmanni útlendingamála vald til að koma í veg fyrir að einstaklingar yfirgefi borgina. Ákvörðunarvald hans myndi bæði eiga við um íbúa og ferðalanga. 13. febrúar 2021 14:31 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Joshua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári. 2. desember 2020 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Þessir 47 sem voru ákærðir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum í síðasta mánuði þegar 55 aðgerðasinnar voru handteknir. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins var hinum ákærðu gert að gefa sig fram við lögreglu um helgina og verður þeim haldið í gæsluvarðhaldi þar sem þau eiga að mæta fyrir dóm á mánudag. Markmið hinna umdeildu laga er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu og hafa einhverjir sagt að vegið sé að sjálfstæði héraðsins með lögunum. Stjórnvöld í Peking hófu undirbúning laganna í kjölfar fjölmennra mótmæla sem hófust sumarið 2019. Mótmælin stóðu yfir í marga mánuði og kröfðust mótmælendur aukins lýðræðis í héraðinu. Mótmælin brutust mörg hver út í ofbeldi og tókust lögregla og mótmælendur reglulega á. Prófkjör tilraun til að steypa stjórnvöldum af stóli Aðgerðasinnarnir sem hafa verið ákærðir hafa allir krafist aukins lýðræðis og tóku þeir allir þátt í að skipuleggja óopinbert „prófkjör“ síðasta sumar. Var markmið prófkjörsins þess að velja frambjóðendur fyrir stjórnarandstöðuna fyrir þingkosningar Hong Kong 2020. Kosningunum var að lokum frestað vegna kórónuveirufaraldursins þar sem héraðsyfirvöld sáu ekki fyrir sér að geta framkvæmt þær með tilliti til sóttvarnareglna. Yfirvöld í Kína og Hong Kong segja að prófkjörið hafi verið tilraun til þess að steypa þáverandi stjórn af valdastóli. „Lögreglan ákærði síðdegis 47 aðila… þeir voru allir ákærðir fyrir einn glæp, samsæri um að grafa undan stjórnvöldum,“ sagði lögreglan í Hong Kong í yfirlýsingu í dag. „Lýðræðið er aldrei gjöf frá himnum“ Um er að ræða 39 karlmenn og átta konur, á aldrinum 23 til 64 ára. Þau munu öll mæta fyrir dóm á morgun. Fólkið sem um ræðir er allt vel þekktir aðgerðasinnar fyrir auknu lýðræði Meðal þeirra eru fyrrverandi hermennirnir Benny Tai og Leung Kwok-hung og ungmennin Gwyneth Ho, Sam Cheung og Lester Shum. „Lýðræðið er aldrei gjöf frá himnum. Fólk með sterkar hugsjónir verður að vinna fyrir því,“ sagði Jimmy Sham, 33 ára gamall aðgerðasinni, sem er einn þeirra sem stóð að skipulagningu mótmælanna árið 2019, þegar hann mætti upp á lögreglustöð í dag. Hluti þeirra aðgerðasinna sem var handtekinn 6. janúar síðastliðinn og hafa nú verið ákærðir fyrir brot á öryggislögum.Getty/Anthony Kwan „Ég vona að allir geti fundið hugarró og svo barist áfram með óbugandi viljastyrk,“ skrifaði Gwyneth Ho á samfélagsmiðlum sínum í dag. „Ég vona að enginn gefist upp á Hong Kong… Berjist áfram,“ sagði Sam Cheung þegar hann mætti upp á lögreglustöð. Gætu verið dæmd til lífstíðarfangelsisvistar Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi og ólíklegt er að þau losni úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu. Sakborningarnir segja útlitið slæmt. Um hundrað hafa þegar verið handteknir á grundvelli öryggislaganna, þar á meðal Jimmy Lai, sem hefur lengi talað gegn kínverskum yfirráðum, en honum var neitað að losna úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu og bíður hann þess nú að mál hans fari fyrir dóm. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar í Hong Kong hafa krafist þess að aðgerðasinnar sem hafa verið handteknir verði frelsaðir.Getty/Anthony Kwan Engin réttarhöld, sem varða brot á öryggislögunum, hafa hafist formlega af fullum krafti. Talið er að fyrsta málið sem verði dómfest verði mál Tong Ying-kit, sem er sakaður um að hafa keyrt mótorhjól á lögreglumenn síðastliðinn júní. Hann fór fyrst fyrir dóm í nóvember til þess að lýsa yfir sakleysi sínu. Talið er ólíklegt að mál hans verði afgreitt með kviðdómendum og það verði frekar dæmt af þremur dómurum. Amnesty International hefur lýst því yfir að handtakan á aðgerðasinnunum 55 í byrjun janúar sé sú aðgerð sem sýnir afgerandi hvernig öryggislögin hafa verið notuð til að berja á bak aftur alla mótstöðu við ríkjandi yfirvöld.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Vilja veita yfirmanni útlendingamála heimild til að banna fólki að fara Samtök málflutningsmanna í Hong Kong hafa gagnrýnt tillögu stjórnvalda um að veita yfirmanni útlendingamála vald til að koma í veg fyrir að einstaklingar yfirgefi borgina. Ákvörðunarvald hans myndi bæði eiga við um íbúa og ferðalanga. 13. febrúar 2021 14:31 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Joshua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári. 2. desember 2020 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Vilja veita yfirmanni útlendingamála heimild til að banna fólki að fara Samtök málflutningsmanna í Hong Kong hafa gagnrýnt tillögu stjórnvalda um að veita yfirmanni útlendingamála vald til að koma í veg fyrir að einstaklingar yfirgefi borgina. Ákvörðunarvald hans myndi bæði eiga við um íbúa og ferðalanga. 13. febrúar 2021 14:31
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41
Joshua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári. 2. desember 2020 09:06