Stefnan sem Ísland þarfnast Jason Steinþórsson skrifar 25. febrúar 2021 08:01 Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun