Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. febrúar 2021 07:00 Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun