Yfir fjörutíu milljónir í undirbúning sem reyndist óþarfur Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 08:32 Ísland vann 2-1 sigur gegn Rúmeníu þegar liðin mættust loks, í október í fyrra. vísir/vilhelm Það kostaði Knattspyrnusamband Íslands rúmar 42 milljónir króna að gera það mögulegt að Ísland og Rúmenía gætu mæst í umspilsleik á Íslandi í mars í fyrra. KSÍ fær ekki krónu upp í þann kostnað frá UEFA þrátt fyrir að milljónirnar hafi farið í súginn þegar UEFA ákvað að fresta leiknum. „Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna. KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna.
KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira