Grænir frasar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Neytendur Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun