Bregðist ferðasumarið þyrfti Icelandair sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 18:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir markmið félagsins að þurfa ekki að grípa til þess að nota lánalínu með ríkisábyrgð. Vísir/Sigurjón Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum snemma í sumar. Stór hluti af 51 milljarðs króna tapi félagsins á síðasta ári sé vegna afskrifa á flugvélum. Taki ferðalög ekki við sér í sumar þurfi félagið sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í haust. „Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18