Álitu sænskar leiklýsingar ólíklegar til vinsælda: Viaplay ýmist sögð ógn eða tímanna tákn Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 07:01 Peter Nørrelund hjá Viaplay segir að Íslendingar eigi að búa sig undir bestu íþróttaumfjöllun sem þjóðin hafi séð. Vísir/Hjalti „Við höfum ekki keypt sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins til að fela þá fyrir íslensku þjóðinni, það væri einfaldlega heimskulegt,“ segir forstöðumaður íþrótta hjá NENT Group. Hinn danski Peter Nørrelund segist ekki geta beðið eftir því að faraldurinn endi svo hann geti sótt frændþjóð sína heim og hafið ráðningar. Nýlega var greint frá því að sænska fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group (NENT Group), móðurfélag streymisveitunnar Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Peter gefur lítið fyrir áhyggjur af því að umfjöllun og aðgengi að leikjum liðsins muni minnka í kjölfarið og segir Viaplay vera með metnaðarfull markmið í þeim efnum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), segir að nýi samningurinn færi sambandinu meiri tekjur en sambærilegur samningur sem gerður var við RÚV og Sýn fyrir árin 2018 til 2022. Kaupverðið er trúnaðarmál en Guðni segir að tekjur KSÍ vegna þessa eina sýningarréttar hlaupi á hundruðum milljóna króna á ári hverju fram til ársins 2028. Hækkunin er umtalsverð og nauðsynleg fyrir okkar rekstur. UEFA ekki áður gert einkaréttarsamning við streymisveitu Er þetta í fyrsta sinn sem sýningarréttur á leikjum landsliðsins fer til erlendrar efnisveitu en Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári. Síðan þá hefur nokkurs titrings gætt á íslenskum fjölmiðlamarkaði en streymisveitan hefur tryggt sér nær alla stærstu íþróttasýningarréttina á hinum Norðurlöndunum og hyggst verða „leiðandi íþróttastöð“ á Íslandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Viaplay muni veita Símanum og Stöð 2 Sport harða samkeppni þegar sýningarrétturinn á enska boltanum verður boðinn út á seinni hluta þessa árs (Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar). Er tilkoma Viaplay á íslenskan markað ýmist sögð vera „heilmikil ógn“ við innlenda fjölmiðlun eða eðlileg þróun í takti við það sem er að gerast í Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum og náðu þær hámarki á HM í Rússlandi árið 2018. Vísir/Vilhelm Góður hluti leikja sýndur í opinni dagskrá Samningur Viaplay við Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) nær til leikja íslenska karlalandsliðsins og annarra landsliða í Þjóðadeildinni 2023, 2025 og 2027, undankeppni EM 2024 og 2028, vináttulandsleikja og undankeppni HM 2026. Alls er um að ræða 60 íslenska landsleiki en sýningarréttur Viaplay nær ekki til undan- og lokakeppni EM 2022 eða úrslitamóta EM 2024 og 2028 sem sýnd verða á RÚV. Almennt eru gerðar meiri kröfur um útbreiðslu útsendinga frá stórmótum en öðrum landsleikjum og er talið að sá þáttur hafi haft sitt að segja þegar RÚV tryggði sér nýlega sýningarréttinn á úrslitakeppnum EM. Þá segja aðilar sem þekkja til að sú staðreynd að UEFA hafi ekki efnt til annarrar umferðar í útboðinu á landsleikjaréttinum bendi til að tilboð Viaplay hafi verið talsvert hærra en tilboð RÚV og Sýnar. KSÍ fjármagnar starf sitt að miklu leyti með sölu sýningarrétta og hefur að sögn Guðna ekki fengið styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ eða annað fjármagn frá ríkinu á síðustu árum. UEFA sér um útboð sýningarrétta fyrir hönd KSÍ auk annarra knattspyrnusambanda og ábyrgist ákveðnar tekjur í staðinn. Guðni segir að „góður hluti“ landsleikja Íslands, þar með talið lykilleikir, verði sýndir á Viaplay áhorfendum að endurgjaldslausu en fjöldi þeirra liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þá sé það óbreytt krafa að umfjöllun og leiklýsing landsleikjanna verði á íslensku. Viaplay komið til að vera Peter hjá Viaplay segir kaupin á sýningarréttinum vera hluti af því verkefni að koma Viaplay inn á hvert einasta heimili á Íslandi. NENT Group tilkynnti í lok ágúst að yfir 8% íslenskra heimila væri með áskrift að Viaplay en auk íþróttaefnis býður streymisveitan upp á úrval þáttaraða og kvikmynda. „Við erum mjög ánægð með að hafa tryggt okkur sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins og vitum að því fylgir mikil ábyrgð. Við vitum að þetta er áskorun en vonumst til að geta fært Íslendingum bestu íþróttaumfjöllun sem þeir hafa séð,“ segir Peter og vísar til þess að NENT Group hafi 30 ára reynslu af íþróttaútsendingum. Þá staðfestir hann að hluti hinna 60 íslensku landsleikja verði sýndir í opinni dagskrá. Svipaðar áhyggjur heyrst víða Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að honum þyki það „umhugsunarvert að málin séu að þróast með þeim hætti að viðburðir sem fólk [hafi] mjög mikinn áhuga á og eru sameinandi fyrir þjóðina skuli ekki verða jafn aðgengilegir,“ en stór hluti landsleikjanna hefur fram að þessu verið sýndur á RÚV. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Reykjavíkurborg Peter segir að slíkar áhyggjur séu ekki nýjar af nálinni og að svipaðar raddir hafi heyrst víða í nágrannalöndunum. „Viðbrögðin þegar einkarekinn miðill kaupir sýningarrétt sem var hjá ríkismiðli eru oft á þá leið að þetta sé hræðileg þróun fyrir íþróttina og að áhorf muni dragast saman. En það sem við sjáum raunverulega er að oft á tíðum verður íþróttin jafnvel enn meira áberandi.“ „Áður en ég hóf störf hjá einkareknum miðlum þá starfaði ég fyrir danska ríkisútvarpið í átta ár. Mér finnst almannaþjónustumiðlar vera dásamlegir en það sem ég hef séð í einkageiranum er að við leggjum miklu meira í íþróttaumfjöllunina þar sem við höfum litlar skyldur á öðrum sviðum. Það er svo mikilvægt fyrir einkareknu miðlana að gera þetta vel og tryggja að allir viti að það sé landsleikur framundan,“ bætir Peter við. Ég skil þessi viðbrögð en þegar það kviknar á græna ljósinu og útsendingin hefst þá er ég viss um að allir verði ánægðir. Peter segir að Viaplay hyggist vera með umfangsmikla umfjöllun í tengslum við leikina, í umsjón Íslendinga. Næst á dagskrá sé að finna hér dagskrárstjóra íþrótta, leiklýsendur, sérfræðinga í myndver og aðstöðu til að taka upp efnið. „Við myndum aldrei framleiða slíkt efni án þess að reyna að aðlaga það að íslensku samfélagi. Ég meina, ímyndaðu þér ef við værum með sænska leiklýsingu á leik íslenska landsliðsins. Það væri sennilega ekki góð leið til að eignast vini á Íslandi.“ Sjá ekki fram á að sýna leikina með RÚV Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að RÚV sé opið fyrir samstarfi við Viaplay ef stjórnendum þar hugnast að sýna suma landsleikina í sjónvarpi. Peter segir það ólíklegt en að til greina komi að miðlarnir vinni saman að leikjaumfjöllun. Við höfum ekki tryggt okkur réttinn til þess að koma honum áfram til RÚV. Algengt er að meiri kröfur séu gerðar um dreifingu á úrslitaleikjum og útsendingum frá stórmótum en öðrum landsleikjum líkt og áður segir. Þar spila inn í kröfur auglýsenda sem greiða gjarnan stærri hluta af kostnaði stórmóta og gera um leið þá kröfu að auglýsingar þeirra nái augum sem flestra áhorfenda. Stefán telur að sá þáttur hafi án efa skipt máli þegar kom að úrslitakeppni EM karla. „Við getum auðvitað tryggt mjög góða dekkun og það hefur örugglega vegið inn í mat UEFA þegar ákvörðun var tekin um að það færi til okkar.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ.vísir/vilhelm Formaður KSÍ telur að samningurinn við Viaplay sé tímanna tákn. „Í Evrópulöndunum í kringum okkur er mikið af íþróttaefni komið á streymisveitur og við erum ekkert þar undanskilin. Það er auðvitað mikilvægt að þetta sé aðgengilegt og markaðurinn á að sjá til þess að verðið verði sanngjarnt og hóflegt. Ég treysti því að svo verði. Þar fyrir utan er alltaf ákveðið hlutfall af leikjum í opinni dagskrá og það verður eins með stórmót og lykilleiki. Ég hef ekki áhyggjur af því að þeir sem hafi áhuga geti notið þess að horfa á íslenska landsliðið áfram og það er það sem við viljum að sjálfsögðu.“ Spyr hvort Viaplay stundi undirverðlagningu Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, segir Viaplay vera „heilmikla ógn við innlenda fjölmiðlun.“ Síminn er með sýningarrétt á enska boltanum út tímabilið 2022/2023 og býður reglulega í sýningarrétti á öðru íþróttaefni. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ segir Magnús. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum. Síminn Þess ber að geta að áskriftarleiðin Viaplay Total sem inniheldur meðal annars allt íþróttaefni veitunnar kostar nú um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum þar sem Viaplay býður upp á meira úrval íþróttaefnis. Magnús segir að íslenski fjölmiðlamarkaðurinn hafi verið á mikilli hreyfingu á síðustu árum, ekki síst með tilkomu alþjóðlegra efnisveitna. Enn sem komið er þá er þróunin okkur í óhag hér af því að við lútum miklu meira regluverki og höfum ekki jafn djúpa vasa og þessir alþjóðlegu risar eins og Viaplay og það er áhyggjuefni. NENT Group starfrækir tvær streymisveitur auk fjölda sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva og framleiðslufyrirtækja. Samkvæmt nýlegu fjárhagsuppgjöri hafði Viaplay um þrjár milljónir áskrifenda í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 749 þúsund á árinu. Sala NENT Group nam alls tólf milljörðum sænskra króna árið 2020 eða sem nemur rúmum 186 milljörðum íslenskra króna. Stefnir fyrirtækið á að opna Viaplay í Bandaríkjunum og Pólandi á þessu ári og í átta öðrum ríkjum fyrir lok 2023. 60 landsleikir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á tímabilinu 2022 til 2028 verða eingöngu sýndir á Viaplay.AFP/Attila Kisbenedek Vill að sömu reglur gildi um erlendar og innlendar efnisveitur Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, tekur undir þá gagnrýni Magnúsar að erlendar streymisveitur á borð við Viaplay hafi ekki sömu skyldur hér á landi og innlendir miðlar. Til að mynda þurfi þeir síðarnefndu að talsetja eða texta allt erlent efni en Viaplay og aðrar efnisveitur eru ekki síður í samkeppni við Símann og Sýn um sýningarrétti á kvikmyndum og þáttaröðum. „Það er mikil samkeppni á íslenskum sjónvarpsmarkaði og hefur auðvitað aukist enn frekar með tilkomu erlendra efnisveitna,“ segir Þórhallur sem kallar eftir því að stjórnvöld komi til móts við innlenda aðila með því að gera sömu kröfur til allra miðla. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. Sýn Hann bætir við að Sýn hafi líkt og aðrir lagt aukna áherslu á framleiðslu innlends sjónvarpsefnis á síðustu árum til að reyna að skapa sér sérstöðu gagnvart erlendu efnisveitunum. Útvarpsstjóri óttast að einkareknir miðlar verði undir Útvarpsstjóri segir tilfærsluna á sýningarréttinum til Viaplay tengjast viðameiri þróun á fjölmiðlamarkaði þar sem erlendar streymisveitur hafi gert sig sífellt meira gildandi á síðustu árum. Óljóst sé hvernig málin muni þróast en mikilvægt sé gæta að rekstrargrundvelli íslenskra fjölmiðla. „Ég má ekki til þess hugsa að þjónusta á þessu sviði verði einungis veitt af almannaþjónustumiðli og svo erlendum streymisveitum. Ég held að það sé mikilvægt að hlúa að íslenskum fjölmiðlum og ekki bara Ríkisútvarpinu til að tryggja þeirra stöðu í samkeppni gagnvart þessum stóru aðilum,“ segir Stefán. Ætla að festa kaup á fleiri sýningarréttum Aðspurður um það hvort Viaplay ásælist sýningarréttinn að enska boltanum hér á landi segist Peter ekki geta tjáð sig um framtíðaráform félagsins. Hann nefnir þó í sömu andrá að Viaplay eigi nú þegar sýningarréttinn að þessari vinsælustu knattspyrnudeild heims í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Greint var frá því í febrúar á síðasta ári að NENT Group hafi tryggt sér sýningarréttinn að enska boltanum á hinum Norðurlöndunum fyrir árin 2022 til 2028. Var þetta í fyrsta skipti sem enska úrvalsdeildin seldi evrópskan sýningarrétt til sex ára í senn og er talið að kaupverðið hafi verið 20% hærra en andvirði fyrri samnings. Gert er ráð fyrir því að íslenski sýningarrétturinn verði boðinn út á seinni hluta þessa árs. Peter Nørrelund, forstöðumaður íþrótta hjá Viaplay, segir að til standi að auka efnisúrval á næstu misserum.NENT Group Auk tíðræddra landsleikja á NENT Group íslenska sýningarréttinn að Evrópudeildinni, UEFA Conference League og þýsku, dönsku, skosku, þýsku og hollensku úrvalsdeildunum, úrvalsdeild kvenna í Frakklandi, frönsku bikarkeppninni, Þjóðadeild CONCACAF, Suður-Ameríkukeppninni 2021 og undankeppni Afríku fyrir Heimsmeistaramótið 2022, sem og Formúlu 1, NHL, Heimsmeistaramótinu í íshokkíi, UFC, þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, MLB og NASCAR. Þá tryggði fyrirtækið sér réttinn að Meistaradeild Evrópu frá og með næsta hausti en deilir honum með Stöð 2 Sport. Spurður hvort fyrirtækið stefni á að hafa sama úrval íþróttaefnis hér og á hinum Norðurlöndunum segir Peter að Viaplay „ætli með tíð og tíma að festa kaup á fleiri íþróttasýningarréttum og meira skemmtiefni.“ Þau orð ríma við yfirlýsingu Anders Jensen, forstjóra og framkvæmdastjóra NENT Group, þegar hann tilkynnti um nýtt heimili íslenska landsliðsins. Þegar við byrjum að sýna frá íþróttum á Viaplay viljum við verða leiðandi íþróttastöð í viðkomandi landi. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Fjölmiðlar Tækni Fréttaskýringar Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Viaplay fer í loftið á Íslandi 1. apríl Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl næstkomandi. 26. mars 2020 08:31 Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. 6. febrúar 2020 10:45 Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nýlega var greint frá því að sænska fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group (NENT Group), móðurfélag streymisveitunnar Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Peter gefur lítið fyrir áhyggjur af því að umfjöllun og aðgengi að leikjum liðsins muni minnka í kjölfarið og segir Viaplay vera með metnaðarfull markmið í þeim efnum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), segir að nýi samningurinn færi sambandinu meiri tekjur en sambærilegur samningur sem gerður var við RÚV og Sýn fyrir árin 2018 til 2022. Kaupverðið er trúnaðarmál en Guðni segir að tekjur KSÍ vegna þessa eina sýningarréttar hlaupi á hundruðum milljóna króna á ári hverju fram til ársins 2028. Hækkunin er umtalsverð og nauðsynleg fyrir okkar rekstur. UEFA ekki áður gert einkaréttarsamning við streymisveitu Er þetta í fyrsta sinn sem sýningarréttur á leikjum landsliðsins fer til erlendrar efnisveitu en Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári. Síðan þá hefur nokkurs titrings gætt á íslenskum fjölmiðlamarkaði en streymisveitan hefur tryggt sér nær alla stærstu íþróttasýningarréttina á hinum Norðurlöndunum og hyggst verða „leiðandi íþróttastöð“ á Íslandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Viaplay muni veita Símanum og Stöð 2 Sport harða samkeppni þegar sýningarrétturinn á enska boltanum verður boðinn út á seinni hluta þessa árs (Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar). Er tilkoma Viaplay á íslenskan markað ýmist sögð vera „heilmikil ógn“ við innlenda fjölmiðlun eða eðlileg þróun í takti við það sem er að gerast í Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum og náðu þær hámarki á HM í Rússlandi árið 2018. Vísir/Vilhelm Góður hluti leikja sýndur í opinni dagskrá Samningur Viaplay við Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) nær til leikja íslenska karlalandsliðsins og annarra landsliða í Þjóðadeildinni 2023, 2025 og 2027, undankeppni EM 2024 og 2028, vináttulandsleikja og undankeppni HM 2026. Alls er um að ræða 60 íslenska landsleiki en sýningarréttur Viaplay nær ekki til undan- og lokakeppni EM 2022 eða úrslitamóta EM 2024 og 2028 sem sýnd verða á RÚV. Almennt eru gerðar meiri kröfur um útbreiðslu útsendinga frá stórmótum en öðrum landsleikjum og er talið að sá þáttur hafi haft sitt að segja þegar RÚV tryggði sér nýlega sýningarréttinn á úrslitakeppnum EM. Þá segja aðilar sem þekkja til að sú staðreynd að UEFA hafi ekki efnt til annarrar umferðar í útboðinu á landsleikjaréttinum bendi til að tilboð Viaplay hafi verið talsvert hærra en tilboð RÚV og Sýnar. KSÍ fjármagnar starf sitt að miklu leyti með sölu sýningarrétta og hefur að sögn Guðna ekki fengið styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ eða annað fjármagn frá ríkinu á síðustu árum. UEFA sér um útboð sýningarrétta fyrir hönd KSÍ auk annarra knattspyrnusambanda og ábyrgist ákveðnar tekjur í staðinn. Guðni segir að „góður hluti“ landsleikja Íslands, þar með talið lykilleikir, verði sýndir á Viaplay áhorfendum að endurgjaldslausu en fjöldi þeirra liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þá sé það óbreytt krafa að umfjöllun og leiklýsing landsleikjanna verði á íslensku. Viaplay komið til að vera Peter hjá Viaplay segir kaupin á sýningarréttinum vera hluti af því verkefni að koma Viaplay inn á hvert einasta heimili á Íslandi. NENT Group tilkynnti í lok ágúst að yfir 8% íslenskra heimila væri með áskrift að Viaplay en auk íþróttaefnis býður streymisveitan upp á úrval þáttaraða og kvikmynda. „Við erum mjög ánægð með að hafa tryggt okkur sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins og vitum að því fylgir mikil ábyrgð. Við vitum að þetta er áskorun en vonumst til að geta fært Íslendingum bestu íþróttaumfjöllun sem þeir hafa séð,“ segir Peter og vísar til þess að NENT Group hafi 30 ára reynslu af íþróttaútsendingum. Þá staðfestir hann að hluti hinna 60 íslensku landsleikja verði sýndir í opinni dagskrá. Svipaðar áhyggjur heyrst víða Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að honum þyki það „umhugsunarvert að málin séu að þróast með þeim hætti að viðburðir sem fólk [hafi] mjög mikinn áhuga á og eru sameinandi fyrir þjóðina skuli ekki verða jafn aðgengilegir,“ en stór hluti landsleikjanna hefur fram að þessu verið sýndur á RÚV. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Reykjavíkurborg Peter segir að slíkar áhyggjur séu ekki nýjar af nálinni og að svipaðar raddir hafi heyrst víða í nágrannalöndunum. „Viðbrögðin þegar einkarekinn miðill kaupir sýningarrétt sem var hjá ríkismiðli eru oft á þá leið að þetta sé hræðileg þróun fyrir íþróttina og að áhorf muni dragast saman. En það sem við sjáum raunverulega er að oft á tíðum verður íþróttin jafnvel enn meira áberandi.“ „Áður en ég hóf störf hjá einkareknum miðlum þá starfaði ég fyrir danska ríkisútvarpið í átta ár. Mér finnst almannaþjónustumiðlar vera dásamlegir en það sem ég hef séð í einkageiranum er að við leggjum miklu meira í íþróttaumfjöllunina þar sem við höfum litlar skyldur á öðrum sviðum. Það er svo mikilvægt fyrir einkareknu miðlana að gera þetta vel og tryggja að allir viti að það sé landsleikur framundan,“ bætir Peter við. Ég skil þessi viðbrögð en þegar það kviknar á græna ljósinu og útsendingin hefst þá er ég viss um að allir verði ánægðir. Peter segir að Viaplay hyggist vera með umfangsmikla umfjöllun í tengslum við leikina, í umsjón Íslendinga. Næst á dagskrá sé að finna hér dagskrárstjóra íþrótta, leiklýsendur, sérfræðinga í myndver og aðstöðu til að taka upp efnið. „Við myndum aldrei framleiða slíkt efni án þess að reyna að aðlaga það að íslensku samfélagi. Ég meina, ímyndaðu þér ef við værum með sænska leiklýsingu á leik íslenska landsliðsins. Það væri sennilega ekki góð leið til að eignast vini á Íslandi.“ Sjá ekki fram á að sýna leikina með RÚV Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að RÚV sé opið fyrir samstarfi við Viaplay ef stjórnendum þar hugnast að sýna suma landsleikina í sjónvarpi. Peter segir það ólíklegt en að til greina komi að miðlarnir vinni saman að leikjaumfjöllun. Við höfum ekki tryggt okkur réttinn til þess að koma honum áfram til RÚV. Algengt er að meiri kröfur séu gerðar um dreifingu á úrslitaleikjum og útsendingum frá stórmótum en öðrum landsleikjum líkt og áður segir. Þar spila inn í kröfur auglýsenda sem greiða gjarnan stærri hluta af kostnaði stórmóta og gera um leið þá kröfu að auglýsingar þeirra nái augum sem flestra áhorfenda. Stefán telur að sá þáttur hafi án efa skipt máli þegar kom að úrslitakeppni EM karla. „Við getum auðvitað tryggt mjög góða dekkun og það hefur örugglega vegið inn í mat UEFA þegar ákvörðun var tekin um að það færi til okkar.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ.vísir/vilhelm Formaður KSÍ telur að samningurinn við Viaplay sé tímanna tákn. „Í Evrópulöndunum í kringum okkur er mikið af íþróttaefni komið á streymisveitur og við erum ekkert þar undanskilin. Það er auðvitað mikilvægt að þetta sé aðgengilegt og markaðurinn á að sjá til þess að verðið verði sanngjarnt og hóflegt. Ég treysti því að svo verði. Þar fyrir utan er alltaf ákveðið hlutfall af leikjum í opinni dagskrá og það verður eins með stórmót og lykilleiki. Ég hef ekki áhyggjur af því að þeir sem hafi áhuga geti notið þess að horfa á íslenska landsliðið áfram og það er það sem við viljum að sjálfsögðu.“ Spyr hvort Viaplay stundi undirverðlagningu Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, segir Viaplay vera „heilmikla ógn við innlenda fjölmiðlun.“ Síminn er með sýningarrétt á enska boltanum út tímabilið 2022/2023 og býður reglulega í sýningarrétti á öðru íþróttaefni. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ segir Magnús. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum. Síminn Þess ber að geta að áskriftarleiðin Viaplay Total sem inniheldur meðal annars allt íþróttaefni veitunnar kostar nú um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum þar sem Viaplay býður upp á meira úrval íþróttaefnis. Magnús segir að íslenski fjölmiðlamarkaðurinn hafi verið á mikilli hreyfingu á síðustu árum, ekki síst með tilkomu alþjóðlegra efnisveitna. Enn sem komið er þá er þróunin okkur í óhag hér af því að við lútum miklu meira regluverki og höfum ekki jafn djúpa vasa og þessir alþjóðlegu risar eins og Viaplay og það er áhyggjuefni. NENT Group starfrækir tvær streymisveitur auk fjölda sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva og framleiðslufyrirtækja. Samkvæmt nýlegu fjárhagsuppgjöri hafði Viaplay um þrjár milljónir áskrifenda í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 749 þúsund á árinu. Sala NENT Group nam alls tólf milljörðum sænskra króna árið 2020 eða sem nemur rúmum 186 milljörðum íslenskra króna. Stefnir fyrirtækið á að opna Viaplay í Bandaríkjunum og Pólandi á þessu ári og í átta öðrum ríkjum fyrir lok 2023. 60 landsleikir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á tímabilinu 2022 til 2028 verða eingöngu sýndir á Viaplay.AFP/Attila Kisbenedek Vill að sömu reglur gildi um erlendar og innlendar efnisveitur Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, tekur undir þá gagnrýni Magnúsar að erlendar streymisveitur á borð við Viaplay hafi ekki sömu skyldur hér á landi og innlendir miðlar. Til að mynda þurfi þeir síðarnefndu að talsetja eða texta allt erlent efni en Viaplay og aðrar efnisveitur eru ekki síður í samkeppni við Símann og Sýn um sýningarrétti á kvikmyndum og þáttaröðum. „Það er mikil samkeppni á íslenskum sjónvarpsmarkaði og hefur auðvitað aukist enn frekar með tilkomu erlendra efnisveitna,“ segir Þórhallur sem kallar eftir því að stjórnvöld komi til móts við innlenda aðila með því að gera sömu kröfur til allra miðla. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. Sýn Hann bætir við að Sýn hafi líkt og aðrir lagt aukna áherslu á framleiðslu innlends sjónvarpsefnis á síðustu árum til að reyna að skapa sér sérstöðu gagnvart erlendu efnisveitunum. Útvarpsstjóri óttast að einkareknir miðlar verði undir Útvarpsstjóri segir tilfærsluna á sýningarréttinum til Viaplay tengjast viðameiri þróun á fjölmiðlamarkaði þar sem erlendar streymisveitur hafi gert sig sífellt meira gildandi á síðustu árum. Óljóst sé hvernig málin muni þróast en mikilvægt sé gæta að rekstrargrundvelli íslenskra fjölmiðla. „Ég má ekki til þess hugsa að þjónusta á þessu sviði verði einungis veitt af almannaþjónustumiðli og svo erlendum streymisveitum. Ég held að það sé mikilvægt að hlúa að íslenskum fjölmiðlum og ekki bara Ríkisútvarpinu til að tryggja þeirra stöðu í samkeppni gagnvart þessum stóru aðilum,“ segir Stefán. Ætla að festa kaup á fleiri sýningarréttum Aðspurður um það hvort Viaplay ásælist sýningarréttinn að enska boltanum hér á landi segist Peter ekki geta tjáð sig um framtíðaráform félagsins. Hann nefnir þó í sömu andrá að Viaplay eigi nú þegar sýningarréttinn að þessari vinsælustu knattspyrnudeild heims í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Greint var frá því í febrúar á síðasta ári að NENT Group hafi tryggt sér sýningarréttinn að enska boltanum á hinum Norðurlöndunum fyrir árin 2022 til 2028. Var þetta í fyrsta skipti sem enska úrvalsdeildin seldi evrópskan sýningarrétt til sex ára í senn og er talið að kaupverðið hafi verið 20% hærra en andvirði fyrri samnings. Gert er ráð fyrir því að íslenski sýningarrétturinn verði boðinn út á seinni hluta þessa árs. Peter Nørrelund, forstöðumaður íþrótta hjá Viaplay, segir að til standi að auka efnisúrval á næstu misserum.NENT Group Auk tíðræddra landsleikja á NENT Group íslenska sýningarréttinn að Evrópudeildinni, UEFA Conference League og þýsku, dönsku, skosku, þýsku og hollensku úrvalsdeildunum, úrvalsdeild kvenna í Frakklandi, frönsku bikarkeppninni, Þjóðadeild CONCACAF, Suður-Ameríkukeppninni 2021 og undankeppni Afríku fyrir Heimsmeistaramótið 2022, sem og Formúlu 1, NHL, Heimsmeistaramótinu í íshokkíi, UFC, þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, MLB og NASCAR. Þá tryggði fyrirtækið sér réttinn að Meistaradeild Evrópu frá og með næsta hausti en deilir honum með Stöð 2 Sport. Spurður hvort fyrirtækið stefni á að hafa sama úrval íþróttaefnis hér og á hinum Norðurlöndunum segir Peter að Viaplay „ætli með tíð og tíma að festa kaup á fleiri íþróttasýningarréttum og meira skemmtiefni.“ Þau orð ríma við yfirlýsingu Anders Jensen, forstjóra og framkvæmdastjóra NENT Group, þegar hann tilkynnti um nýtt heimili íslenska landsliðsins. Þegar við byrjum að sýna frá íþróttum á Viaplay viljum við verða leiðandi íþróttastöð í viðkomandi landi. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Fjölmiðlar Tækni Fréttaskýringar Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Viaplay fer í loftið á Íslandi 1. apríl Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl næstkomandi. 26. mars 2020 08:31 Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. 6. febrúar 2020 10:45 Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13
Viaplay fer í loftið á Íslandi 1. apríl Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl næstkomandi. 26. mars 2020 08:31
Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. 6. febrúar 2020 10:45
Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00