Lágmörkum skaðann Logi Einarsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar