Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 16:01 Þessa mynd tók Elia Saikaly af John Snorra við rætur K2 áður en haldið var af stað á tindinn. Saikaly segir John Snorra hafa verið afar hrifinn af myndinni og séð hana fyrir sér hanga á vegg á Keflavíkurflugvelli. Elia Saikaly Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51