„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 13:31 Cloé Lacasse skoraði grimmt fyrir ÍBV á árunum 2015-19. Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi. Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018. EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018.
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira