Erum við ekki öll í þessu saman? Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. janúar 2021 10:36 Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun