Einhleypan: „Knúsbönn hafa reynt mikið á mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:01 Hláturmildi, hjartahlýi hrakfallabálkurinn yrði titill ævisögu hennar. Hún heillast að húmor og heiðarleika og finnst fátt leiðinlegra en að taka bensín. Anna Margrét Káradóttir er Einhleypa vikunnar. Vísir/Vilhelm „Ég er svo mikil félagsvera og svo knúsfús kona að öll þessi samkomubönn og knúsbönn hafa reynt mikið á mig. Mér finnst ég stundum vera við hliðina á sjálfri mér,“ segir tónlistar- og leikkonan Anna Margrét Káradóttir í viðtali við Makamál. Þessa dagana er Anna Magga, eins og hún er oftast kölluð, að vinna í sinni eigin tónlist ásamt því að starfa sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð. „Það er það sem Covid færði mér, færri gigg og meiri sköpun. Fyrsta frumsamda lagið mitt kemur út um miðjan febrúar undir listamannsnafninu Anna Magga. Ég er um það bil að springa úr spenningi og get ekki beðið eftir að hleypa þessu í loftið. Svo er allskonar spennandi á döfinni sem ekki er hægt að tala um strax.“ Elífðarunglingurinn Anna Magga. Hér fyrir neðan svarar Anna Magga spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Anna Margrét Káradóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Anna Magga. Aldur í árum? 37 ára. Aldur í anda? Eilífðar unglingur hér. Menntun? Menntuð leikkona með BA gráðu frá Rose Bruford í London. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég leitaði til vina og þetta heillaði mig : Hláturmildi, hjartahlýi hrakfallabálkurinn. Guilty pleasure kvikmynd? Forgetting Sarah Marshall. Get horft aftur og aftur. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Algjörlega tjúlluð í Hugh Grant. Og er enn. Hann eldist vel kallinn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alls ekki. Syngur þú í sturtu? Heldur betur. Kemur fyrir að ég held tónleika í sturtunni. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já og nei. Ég tek skorpur. Inni einn daginn, úti hinn daginn. Mér leiðast þessi forrit og frammistaðan mín þarna inni er í takt við það. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hress, áreiðanleg, traust. Önnu Möggu leiðast stefnumótaforritin en þó viðurkennir hún að flakka inn og út af þeim. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég er hálf klökk eftir að hafa spurst fyrir, enda er ég umvafin dásamlegu fólki en þetta kom meðal annars fram: Heiðarleg, traust, fyndin, góðhjörtuð, gleðigjafi, no bullshit týpa, jákvæð, tillitssöm, lífsglöð og spontant. Mér er það algjörlega ómögulegt að velja bara þrennt af þessu. Mér finnst þetta allt svo fallegt og það er alveg ótrúlega gott í hjartað að fá svona frá fólkinu sínu. Mæli með! Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, húmor, jákvæðni og frumkvæði. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki. Bezzerwizzerar. Svo fer það dálítið í taugarnar á mér þegar fólk sýnir ekkert frumkvæði. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Mjög líklega eitthvað sjávardýr, þar sem ég er vatnssjúk og líður best í vatni. Segjum bara selur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? David Bowie, Röggu Gísla og Vigdísi Finnbogadóttur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir eru kannski ekkert svo leyndir þar sem ég flagga þeim reglulega en ég get til dæmis talað með helíum rödd. Um miðjan febrúar er væntanlegt fyrsta frumsamda lag Önnu Möggu og segist hún mjög spennt að koma því frá sér. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara í leikhús, á tónleika, borða góðan mat í góðum félagsskap, fara út í náttúruna og fara í sund. Ertu A eða B týpa? Ég er meira í B deildinni en stundum læði ég öðrum fæti inn í A deildina, bara svona til að skoða mig um. Hvernig viltu eggin þín? Spæld. Hvernig viltu kaffið þitt? Coffee free since 1983. En te þigg ég. Eitthvað gott berjate eða ferskt íste. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka bensín, nei það er fátt leiðinlegra. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kiki fyrir trylltan dans og Dillon til að njóta alls sem Andrea Jóns setur á fóninn. Annars er gott heimapartý langbest. Ertu með einhvern bucket lista? Já og mér gengur bara mjög vel með hann! Draumastefnumótið? Ég á mér nú ekki beint draumastefnumót. Ísrúntur eða göngutúr er bara fínt til að byrja með. Ísrúntur eða göngutúr eru fín byrjun á stefnumóti að mati Önnu Möggu. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já bara mjög margir. Ég söng lengi vel, Kannski sé ég draumaprinsinn berja mig á ballinu. Hrikalegt! Svo söng ég Freak me með Silk mjög vitlaust, let me lift you up and down till you say stop. Þetta meikar auðvitað engan sens hjá mér. Draumaprinsinn að berja einhvern og hinn að lyfta manneskjunni upp og niður. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Nágranna. Ég þarf að fá minn skammt af Ramsey Street. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa The Artist´s way. Hvað er Ást? Gagnkvæm virðing, umhyggja, væntumþykja, skilningur og fiðrildi í maga. Hress, áreiðanleg og traust eru orð sem Anna notar til að lýsa sér. Fyrir áhugasama þá er Anna Magga með tvo Instagram prófíla sem hægt er að nálgast hér. Einn persónulegan prófíl sem er lokaður og hinn fyrir listina. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypir undir pressu að finna ástina Í síðustu viku var spurningu Makamála beint til einhleyps fólks. Spurt var hvort fólk fyndi fyrir einhverri pressu að eignast maka. 30. janúar 2021 20:00 Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað skvört-fullnægingu? Í síðustu viku tóku Makamál viðtal við Siggu Dögg kynfræðing þar sem hún útskýrði hvað það er sem kallast á íslensku saflát (e. Female ejaculation). Skilgreining á safláti er þegar vökvi kemur úr píku kvenna við kynferðislega örvun, samanborið við sáðlát karla. Á ensku er þetta kallað squirting eða að skvörta eins og það hefur verið kallað á íslensku. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þessa dagana er Anna Magga, eins og hún er oftast kölluð, að vinna í sinni eigin tónlist ásamt því að starfa sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð. „Það er það sem Covid færði mér, færri gigg og meiri sköpun. Fyrsta frumsamda lagið mitt kemur út um miðjan febrúar undir listamannsnafninu Anna Magga. Ég er um það bil að springa úr spenningi og get ekki beðið eftir að hleypa þessu í loftið. Svo er allskonar spennandi á döfinni sem ekki er hægt að tala um strax.“ Elífðarunglingurinn Anna Magga. Hér fyrir neðan svarar Anna Magga spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Anna Margrét Káradóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Anna Magga. Aldur í árum? 37 ára. Aldur í anda? Eilífðar unglingur hér. Menntun? Menntuð leikkona með BA gráðu frá Rose Bruford í London. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég leitaði til vina og þetta heillaði mig : Hláturmildi, hjartahlýi hrakfallabálkurinn. Guilty pleasure kvikmynd? Forgetting Sarah Marshall. Get horft aftur og aftur. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Algjörlega tjúlluð í Hugh Grant. Og er enn. Hann eldist vel kallinn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alls ekki. Syngur þú í sturtu? Heldur betur. Kemur fyrir að ég held tónleika í sturtunni. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Já og nei. Ég tek skorpur. Inni einn daginn, úti hinn daginn. Mér leiðast þessi forrit og frammistaðan mín þarna inni er í takt við það. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hress, áreiðanleg, traust. Önnu Möggu leiðast stefnumótaforritin en þó viðurkennir hún að flakka inn og út af þeim. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég er hálf klökk eftir að hafa spurst fyrir, enda er ég umvafin dásamlegu fólki en þetta kom meðal annars fram: Heiðarleg, traust, fyndin, góðhjörtuð, gleðigjafi, no bullshit týpa, jákvæð, tillitssöm, lífsglöð og spontant. Mér er það algjörlega ómögulegt að velja bara þrennt af þessu. Mér finnst þetta allt svo fallegt og það er alveg ótrúlega gott í hjartað að fá svona frá fólkinu sínu. Mæli með! Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, húmor, jákvæðni og frumkvæði. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki. Bezzerwizzerar. Svo fer það dálítið í taugarnar á mér þegar fólk sýnir ekkert frumkvæði. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Mjög líklega eitthvað sjávardýr, þar sem ég er vatnssjúk og líður best í vatni. Segjum bara selur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? David Bowie, Röggu Gísla og Vigdísi Finnbogadóttur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir eru kannski ekkert svo leyndir þar sem ég flagga þeim reglulega en ég get til dæmis talað með helíum rödd. Um miðjan febrúar er væntanlegt fyrsta frumsamda lag Önnu Möggu og segist hún mjög spennt að koma því frá sér. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara í leikhús, á tónleika, borða góðan mat í góðum félagsskap, fara út í náttúruna og fara í sund. Ertu A eða B týpa? Ég er meira í B deildinni en stundum læði ég öðrum fæti inn í A deildina, bara svona til að skoða mig um. Hvernig viltu eggin þín? Spæld. Hvernig viltu kaffið þitt? Coffee free since 1983. En te þigg ég. Eitthvað gott berjate eða ferskt íste. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka bensín, nei það er fátt leiðinlegra. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kiki fyrir trylltan dans og Dillon til að njóta alls sem Andrea Jóns setur á fóninn. Annars er gott heimapartý langbest. Ertu með einhvern bucket lista? Já og mér gengur bara mjög vel með hann! Draumastefnumótið? Ég á mér nú ekki beint draumastefnumót. Ísrúntur eða göngutúr er bara fínt til að byrja með. Ísrúntur eða göngutúr eru fín byrjun á stefnumóti að mati Önnu Möggu. Mynd - Ingibjörg Torfadóttir Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já bara mjög margir. Ég söng lengi vel, Kannski sé ég draumaprinsinn berja mig á ballinu. Hrikalegt! Svo söng ég Freak me með Silk mjög vitlaust, let me lift you up and down till you say stop. Þetta meikar auðvitað engan sens hjá mér. Draumaprinsinn að berja einhvern og hinn að lyfta manneskjunni upp og niður. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Nágranna. Ég þarf að fá minn skammt af Ramsey Street. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa The Artist´s way. Hvað er Ást? Gagnkvæm virðing, umhyggja, væntumþykja, skilningur og fiðrildi í maga. Hress, áreiðanleg og traust eru orð sem Anna notar til að lýsa sér. Fyrir áhugasama þá er Anna Magga með tvo Instagram prófíla sem hægt er að nálgast hér. Einn persónulegan prófíl sem er lokaður og hinn fyrir listina.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypir undir pressu að finna ástina Í síðustu viku var spurningu Makamála beint til einhleyps fólks. Spurt var hvort fólk fyndi fyrir einhverri pressu að eignast maka. 30. janúar 2021 20:00 Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað skvört-fullnægingu? Í síðustu viku tóku Makamál viðtal við Siggu Dögg kynfræðing þar sem hún útskýrði hvað það er sem kallast á íslensku saflát (e. Female ejaculation). Skilgreining á safláti er þegar vökvi kemur úr píku kvenna við kynferðislega örvun, samanborið við sáðlát karla. Á ensku er þetta kallað squirting eða að skvörta eins og það hefur verið kallað á íslensku. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypir undir pressu að finna ástina Í síðustu viku var spurningu Makamála beint til einhleyps fólks. Spurt var hvort fólk fyndi fyrir einhverri pressu að eignast maka. 30. janúar 2021 20:00
Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56
Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað skvört-fullnægingu? Í síðustu viku tóku Makamál viðtal við Siggu Dögg kynfræðing þar sem hún útskýrði hvað það er sem kallast á íslensku saflát (e. Female ejaculation). Skilgreining á safláti er þegar vökvi kemur úr píku kvenna við kynferðislega örvun, samanborið við sáðlát karla. Á ensku er þetta kallað squirting eða að skvörta eins og það hefur verið kallað á íslensku. 29. janúar 2021 08:00