Heimska eða illska Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 28. janúar 2021 08:30 Stundum er ekki nema um tvennt að ræða; svart eða hvítt, gamalt eða nýtt, heimsku eða illsku. Það er ekki talið til marks um gáfur að endurtaka augljós mistök og vera svo hissa á að afleiðingar þeirra endurtaki sig. Með þá staðreynd í huga, hvernig ber manni þá að túlka það að stjórnvöld séu að endurtaka „mistökin“ frá bankahruninu 2008 hvað varðar heimilin í landinu? Er það af heimsku eða illsku? Eða er þeim bara alveg sama um heimilin, fjölskyldurnar í landinu? Við vitum öll að ráðamenn þjóðarinnar eru ekki illa gefið fólk. Við getum verið ósammála þeim um leiðir, en þau eru ekki illa gefin. Það er heldur ekki mitt að dæma um það hvernig fólk er innréttað og miðað við kynni mín af sumum þeim sem stjórna landinu, þá er þetta hið mætasta fólk. En hvað er það þá sem veldur því að í öllum þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur þó ráðist í vegna Covid á undanförnum mánuðum, hefur ekki neitt, EKKI EINN HLUTUR, verið gerður til að verja heimili landsins fyrir afleiðingum tekjutaps og atvinnuleysis? Hagsmunasamtök heimilanna, sjálfboðaliða samtök með tvo starfsmenn í hlutastarfi, sáu fyrir í hvað stefndi snemma á síðasta ári og sendu strax í mars fyrstu áskorun sína til ríkisstjórnar Íslands að endurtaka ekki skelfileg mistök bankahrunsins, sem hafa valdið því að a.m.k. 15.000 fjölskyldur hafa misst heimili sín. Í áskorun HH stóð „ Það dylst engum að ef fram heldur sem horfir mun efnahagslíf þjóðarinnar og jafnvel heimsins alls verða fyrir miklu áfalli, þannig að viðspyrnu er þörf og nauðsynlegt að undirbúa hana eins vel og hægt er.“ Þegar þarna var komið sögu hafði ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnt fyrstu aðgerðir sínar vegna faraldursins án þess að minnast einu orði á heimilin. Síðan þá höfum við hjá Hagsmunasamtökunum sent frá okkur meira en 20 áskoranir og greinar um þetta efni. Við höfum því miður talað fyrir daufum eyrum. Ríkisstjórn Íslands hefur greinilega ákveðið að láta heimilin reka að feigðarósi á meðan hún lítur í hina áttina og passar hina útvöldu. Og hverjir eru hinir útvöldu? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, því það er erfitt að benda á og henda reiður á því hvernig angar hinna útvöldu teygja sig um samfélagið og það er efni í langa bók. En við vitum samt öll hverjir þetta eru þó við sjáum þau ekki alltaf, því nálægð þeirra er allt um vefjandi og byrðarnar sem lagðar hafa verið á fjölskyldurnar sem taldar eru ásættanlegur fórnarkostnaður, eru þungar. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að hjálpa fyrirtækjum og þar hafa sum óneitanlega verið frekari til fjársins en önnur. Jú, það kemur fjölskyldum og heimilum vel að hafa vinnu og að því leiti má teygja þessar aðgerðir og segja að þær séu fyrir heimilin. En hvað með fjölskyldurnar sem ekki fá vinnu? Hvað með fjölskyldur og heimili sem ráða ekki við skuldbindingar sínar vegna ástands sem þær eiga enga sök á? Það eru yfir 26.000 manns á atvinnuleysisskrá. Á Íslandi þarf tvær fyrirvinnur ef vel á að vera og flestar fjölskyldur miða skuldbindingar sínar við það. Það er varlegt að gera ráð fyrir að 1/3 þessara fjölskyldna lendi í einhverskonar greiðsluvanda sem jafnvel leiði til heimilismissis. Það eru nærri því 9000 heimili, sem ríkisstjórnin hefur hreinlega „gefið fingurinn“ og sagt að éta það sem úti frýs. AFTUR er ríkisstjórn Íslands að fórna heimilum landsins fyrir fjármálafyrirtækin, fyrir þá sem aldrei fá nóg og allt vilja gleypa. Það voru nefnilega ekki gerð nein „mistök“ á árunum eftir hrun. Heimilunum var fórnað af eins mikilli óbilgirni og einbeittum brotavilja og hugsast getur af fólkinu sem þá hafði lofað „Skjaldborg um heimilin“. Fórnin tókst vel og bankarnir hafa lifað eins og blóm í eggi alveg þar til „of-veiði“ á heimilum landsins fór að segja til sín og stjarnfræðilegur hagnaður þeirra að minnka aðeins á síðustu tveimur árum. Covid er eins og happdrættisvinningur fyrir bankanna sem þegar hafa lagt net sín og bíða eftir að heimilin brotni á flúðunum. Og aftur er það í boði stjórnvalda! Þetta er ekki heimska og sennilega ekki illska heldur, þó ég skilji ekki hvernig fólk sem fórnar heimilum sefur á næturnar. Nei þetta er hagsmunagæsla í sinni verstu mynd – þetta eru svik við fólkið í landinu. Mikil er skömm ykkar! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Stundum er ekki nema um tvennt að ræða; svart eða hvítt, gamalt eða nýtt, heimsku eða illsku. Það er ekki talið til marks um gáfur að endurtaka augljós mistök og vera svo hissa á að afleiðingar þeirra endurtaki sig. Með þá staðreynd í huga, hvernig ber manni þá að túlka það að stjórnvöld séu að endurtaka „mistökin“ frá bankahruninu 2008 hvað varðar heimilin í landinu? Er það af heimsku eða illsku? Eða er þeim bara alveg sama um heimilin, fjölskyldurnar í landinu? Við vitum öll að ráðamenn þjóðarinnar eru ekki illa gefið fólk. Við getum verið ósammála þeim um leiðir, en þau eru ekki illa gefin. Það er heldur ekki mitt að dæma um það hvernig fólk er innréttað og miðað við kynni mín af sumum þeim sem stjórna landinu, þá er þetta hið mætasta fólk. En hvað er það þá sem veldur því að í öllum þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur þó ráðist í vegna Covid á undanförnum mánuðum, hefur ekki neitt, EKKI EINN HLUTUR, verið gerður til að verja heimili landsins fyrir afleiðingum tekjutaps og atvinnuleysis? Hagsmunasamtök heimilanna, sjálfboðaliða samtök með tvo starfsmenn í hlutastarfi, sáu fyrir í hvað stefndi snemma á síðasta ári og sendu strax í mars fyrstu áskorun sína til ríkisstjórnar Íslands að endurtaka ekki skelfileg mistök bankahrunsins, sem hafa valdið því að a.m.k. 15.000 fjölskyldur hafa misst heimili sín. Í áskorun HH stóð „ Það dylst engum að ef fram heldur sem horfir mun efnahagslíf þjóðarinnar og jafnvel heimsins alls verða fyrir miklu áfalli, þannig að viðspyrnu er þörf og nauðsynlegt að undirbúa hana eins vel og hægt er.“ Þegar þarna var komið sögu hafði ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnt fyrstu aðgerðir sínar vegna faraldursins án þess að minnast einu orði á heimilin. Síðan þá höfum við hjá Hagsmunasamtökunum sent frá okkur meira en 20 áskoranir og greinar um þetta efni. Við höfum því miður talað fyrir daufum eyrum. Ríkisstjórn Íslands hefur greinilega ákveðið að láta heimilin reka að feigðarósi á meðan hún lítur í hina áttina og passar hina útvöldu. Og hverjir eru hinir útvöldu? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, því það er erfitt að benda á og henda reiður á því hvernig angar hinna útvöldu teygja sig um samfélagið og það er efni í langa bók. En við vitum samt öll hverjir þetta eru þó við sjáum þau ekki alltaf, því nálægð þeirra er allt um vefjandi og byrðarnar sem lagðar hafa verið á fjölskyldurnar sem taldar eru ásættanlegur fórnarkostnaður, eru þungar. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að hjálpa fyrirtækjum og þar hafa sum óneitanlega verið frekari til fjársins en önnur. Jú, það kemur fjölskyldum og heimilum vel að hafa vinnu og að því leiti má teygja þessar aðgerðir og segja að þær séu fyrir heimilin. En hvað með fjölskyldurnar sem ekki fá vinnu? Hvað með fjölskyldur og heimili sem ráða ekki við skuldbindingar sínar vegna ástands sem þær eiga enga sök á? Það eru yfir 26.000 manns á atvinnuleysisskrá. Á Íslandi þarf tvær fyrirvinnur ef vel á að vera og flestar fjölskyldur miða skuldbindingar sínar við það. Það er varlegt að gera ráð fyrir að 1/3 þessara fjölskyldna lendi í einhverskonar greiðsluvanda sem jafnvel leiði til heimilismissis. Það eru nærri því 9000 heimili, sem ríkisstjórnin hefur hreinlega „gefið fingurinn“ og sagt að éta það sem úti frýs. AFTUR er ríkisstjórn Íslands að fórna heimilum landsins fyrir fjármálafyrirtækin, fyrir þá sem aldrei fá nóg og allt vilja gleypa. Það voru nefnilega ekki gerð nein „mistök“ á árunum eftir hrun. Heimilunum var fórnað af eins mikilli óbilgirni og einbeittum brotavilja og hugsast getur af fólkinu sem þá hafði lofað „Skjaldborg um heimilin“. Fórnin tókst vel og bankarnir hafa lifað eins og blóm í eggi alveg þar til „of-veiði“ á heimilum landsins fór að segja til sín og stjarnfræðilegur hagnaður þeirra að minnka aðeins á síðustu tveimur árum. Covid er eins og happdrættisvinningur fyrir bankanna sem þegar hafa lagt net sín og bíða eftir að heimilin brotni á flúðunum. Og aftur er það í boði stjórnvalda! Þetta er ekki heimska og sennilega ekki illska heldur, þó ég skilji ekki hvernig fólk sem fórnar heimilum sefur á næturnar. Nei þetta er hagsmunagæsla í sinni verstu mynd – þetta eru svik við fólkið í landinu. Mikil er skömm ykkar! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun