Martin: Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia Basket en þetta er hans fyrsta tímabil á Spáni. Getty/Borja B. Hojas Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er í veglegu viðtali á heimasíðu Euroleague deildarinnar en þar fer hann meðal annars yfir áhrif frænda hans Jóns Arnórs Stefánssonar. Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Spænski körfuboltinn Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira