Fellir úr gildi bann við transfólki í Bandaríkjaher Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 18:10 Joe Biden vinnur nú hörðum höndum að því að gefa út forsetatilskipanir. Getty/Alex Wong Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum. Bannið tók gildi í apríl árið 2019, en á þeim tíma gegndu 8.980 trans einstaklingar herþjónustu. Aðeins þeir sem voru nú þegar í herþjónustu fengu að halda áfram, en lokað var fyrir nýskráningar trans fólks í herinn. Bannið var gagnrýnt af Lloyd Austin, nýjum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrr í vikunni. Að hans mati ættu allir þeir sem uppfylltu hæfisskilyrði að mega skrá sig í herinn. Trump tilkynnti bannið upphaflega í röð tísta sem hann birti á Twitter-reikningi sínum. Sagði hann herinn hvorki samþykkja né leyfa trans fólki að vera í hernum þar sem það hefði í för með sér „stórkostlegan lækniskostnað og truflanir“. Biden hafði margoft lýst því yfir að hann hygðist fella bannið úr gildi og fyrr í vikunni greindi starfsmannastjóri hans frá því að fyrsta vikan færi í að leiðrétta hlut minnihlutahópa og annarra sem höfðu átt undir högg að sækja undanfarin ár. Hinsegin Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Málefni transfólks Tengdar fréttir Fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu fyrrverandi herforingjans Lloyd J. Austin til embættis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 22. janúar 2021 16:31 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Bannið tók gildi í apríl árið 2019, en á þeim tíma gegndu 8.980 trans einstaklingar herþjónustu. Aðeins þeir sem voru nú þegar í herþjónustu fengu að halda áfram, en lokað var fyrir nýskráningar trans fólks í herinn. Bannið var gagnrýnt af Lloyd Austin, nýjum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrr í vikunni. Að hans mati ættu allir þeir sem uppfylltu hæfisskilyrði að mega skrá sig í herinn. Trump tilkynnti bannið upphaflega í röð tísta sem hann birti á Twitter-reikningi sínum. Sagði hann herinn hvorki samþykkja né leyfa trans fólki að vera í hernum þar sem það hefði í för með sér „stórkostlegan lækniskostnað og truflanir“. Biden hafði margoft lýst því yfir að hann hygðist fella bannið úr gildi og fyrr í vikunni greindi starfsmannastjóri hans frá því að fyrsta vikan færi í að leiðrétta hlut minnihlutahópa og annarra sem höfðu átt undir högg að sækja undanfarin ár.
Hinsegin Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Málefni transfólks Tengdar fréttir Fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu fyrrverandi herforingjans Lloyd J. Austin til embættis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 22. janúar 2021 16:31 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu fyrrverandi herforingjans Lloyd J. Austin til embættis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 22. janúar 2021 16:31
Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47