Tólf þúsund missa vinnuna þegar netverslun tekur yfir Debenhams Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 10:55 Debenhams óskaði eftir gjaldþrotameðferð í apríl síðastliðnum, í annað skipti á einu ári. Getty/Leon Neal Allt að tólf þúsund starfsmenn munu missa vinnuna þegar öllum verslunum breska vöruhússins Debenhams verður lokað á næstu misserum. Netverslunin Boohoo hefur fest kaup á vörumerki og vefsíðu vöruhússins úr þrotabúi þess en hyggst ekki halda áfram rekstri 118 Debenhams verslana víðs vegar um Bretland. Kaupverð eignanna er sagt nema 55 milljónum punda, eða rúmum 9,7 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru tilkynnt eftir að ítrekar tilraunir til að bjarga rekstri Debenhams urðu að engu. Vöruhúsið hefur glímt við mikinn rekstrarvanda síðustu ár og átt erfitt með að fóta sig í breyttu rekstrarumhverfi. Sóttvarnartakmarkanir hafa sömuleiðis leikið breska kaupmenn grátt síðastliðið ár og er stutt síðan að Debenhams tilkynnti að sex verslanir yrðu ekki opnar á ný eftir að útgöngubann fellur úr gildi. Þeirra á meðal var flaggskip keðjunnar á Oxford-stræti í London, er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Önnur þrettán þúsund störf í húfi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsvarsmenn Boohoo festa kaup á eignum sögufrægra breskra verslunarkeðja sem hefur fatast flugið. Selur netverslunin meðal annars vörur undir merkjum Karen Millen, Oasis og Coast en í öllum tilfellum sýndu stjórnendur Boohoo því lítinn áhuga að standa straum að rekstri verslana þeirra. Einnig hafa borist fregnir af því að netverslunin Asos sé í viðræðum um kaup á eignum fatakeðjanna Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT en eigandi þeirra Arcadia Group óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrra. Stjórnendur Asos hafa gefið út að ef samkomulag náist verði verslunum lokað. Um þrettán þúsund manns starfa í 444 verslunum Arcadia Group. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Bretland Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kaupverð eignanna er sagt nema 55 milljónum punda, eða rúmum 9,7 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru tilkynnt eftir að ítrekar tilraunir til að bjarga rekstri Debenhams urðu að engu. Vöruhúsið hefur glímt við mikinn rekstrarvanda síðustu ár og átt erfitt með að fóta sig í breyttu rekstrarumhverfi. Sóttvarnartakmarkanir hafa sömuleiðis leikið breska kaupmenn grátt síðastliðið ár og er stutt síðan að Debenhams tilkynnti að sex verslanir yrðu ekki opnar á ný eftir að útgöngubann fellur úr gildi. Þeirra á meðal var flaggskip keðjunnar á Oxford-stræti í London, er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Önnur þrettán þúsund störf í húfi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsvarsmenn Boohoo festa kaup á eignum sögufrægra breskra verslunarkeðja sem hefur fatast flugið. Selur netverslunin meðal annars vörur undir merkjum Karen Millen, Oasis og Coast en í öllum tilfellum sýndu stjórnendur Boohoo því lítinn áhuga að standa straum að rekstri verslana þeirra. Einnig hafa borist fregnir af því að netverslunin Asos sé í viðræðum um kaup á eignum fatakeðjanna Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT en eigandi þeirra Arcadia Group óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrra. Stjórnendur Asos hafa gefið út að ef samkomulag náist verði verslunum lokað. Um þrettán þúsund manns starfa í 444 verslunum Arcadia Group. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Bretland Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira