Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2021 08:01 Einar Kárason. Ljóst er að það verða átök um bók hans um Jón Ásgeir og reyndar eru væringar þegar hafnar en bókin kemur út í vikunni. Einars segist klár í slaginn. visir/vilhelm Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. Þó sagan flækist um víðan völl, og fjölmargir komi við sögu er rauður þráður í bókinni hatrömm átök við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra, seðlabankastjóra og ritstjóra Morgunblaðsins, sem lagði fæð á Jón Ásgeir með ófyrirsjáanlegum og afdrifaríkum afleiðingum. Ekki bara fyrir Jón Ásgeir. Inntak bókarinnar er grímulaus misnotkun á pólitísku valdi þar sem allt er undir. Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð en Einar Kárason er einn okkar allra besti rithöfundur, sögumaður af Guðs náð með stílvopnin hvasseggjuð. Ég hef séð hann afgreiða menn með einni setningu í skylmingum á netinu þannig að þeir lágu óvígir eftir. Þannig má segja, ef þetta er sett upp í myndrænan búning, að Jón Ásgeir hafi fengið öflugan vígamann í sitt lið. Í stríð sem ekki er búið. Viðbúið er að átök verði um bókina og það hefur þegar komið á daginn. Einar segist klár í þann slag. Bolur höfundarverks Einars er skáldskapur en hann hefur einnig, meðal annars, fengist við ritun ævisagna. Þannig ritaði hann sögu Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðarmanns, grallaralega, sögu tónlistarmannsins KK og svo Jóns Ólafssonar athafnamanns. Jón Ásgeir og Einar. Ævisögur eru með ýmsu móti og þar skiptir sjónarhornið og staða höfundar öllu máli. Þú getur skrifað þær í óþökk viðkomandi, svokallaðar unauthorized eða stillt þér upp með viðmælanda og allt þar á milli.vísir/vilhelm Með fullri virðingu fyrir þeim öllum, að Jóni Ólafs meðtöldum, eru þeir ekki á pari við Jón Ásgeir í því sem snýr að lykilstöðu í hörðum átökum og afdrifaríkum atburðum sem varða þjóðarhag – stórpólitískum vendingum. Þannig kemur að einhverju leyti á óvart að Einar skuli taka sér þetta verk fyrir hendur. Hann er að að blanda sér með óbeinum hætti í mikil átök sem ekki sér fyrir endann á og hefur reyndar þegar fengið að kenna á því eftir að efni bókarinnar tók að spyrjast út og brot úr bókinni láku. Magnaður efniviður Einar segir að það séu mun fleiri víddir í þessari sögu en hann hafði órað fyrir; að einhverju leyti harmsaga en líka stundum tragikómedía, farsi eða hreint skrípó. „Og kemur þá í hugann „bolludagsmálið“ eða fjölmiðlafrumvarpið eða það bitra fólk sem reri í ráðamönnum um að gera atlögu að Baugi,“ segir Einar í inngangi bókarinnar. Hann segist ágætlega kunnugur nokkrum íslenskum lögmönnum, meðal annars fáeinum af frægustu málafærslumönnum landsins sem háð hafa marga hildi í dómsölum. „Þótt það séu ólíkir menn og með mismunandi lífsskoðanir eða pólitísk sjónarmið, þá hafa þeir lagt á það áherslu í okkar samtölum og að fyrra bragði að allir menn eigi rétt á að bera fyrir sig málsvörn eða að haldið sé uppi vörnum fyrir þá. Það sé kjarninn í okkar hugmyndum um rétt einstaklinga. Þess vegna er ég fús til að vera með í að bera fram Málsvörn Jóns Ásgeirs.“ Á daginn kemur að þetta kallast í ýmsu á við höfundaverk hans; meistaraverk á borð Djöflaeyjuna, Heimskra manna ráð og þá ekki síður trílógíuna um Sturlungaöld. Ef að er gáð. „Ég byrjaði á þessu haustið 2018,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Það var nú svona ýmislegt sem kom til. Ég datt þá út af öllum starfslaunum og slíku og varð að breyta mínum vinnuplönum. Ég ætlaði að vera í skáldskap. En einn gamall vinur og samstarfsmaður þeirra feðga hafði samband við mig og viðraði þessa hugmynd. Mér fannst þetta fráleitt til að byrja með en svo ákvað ég að hitta Jón Ásgeir, sem ég hafði ekki gert áður og þá kviknaði mikill áhugi á þessu. Það væri nú gaman að setja sig inn í þetta svakalega drama; útrásina og hrunið. Svo eftir því sem ég kynnti mér þetta betur fann ég hversu magnað þetta var að fást við.“ Misnotkun á pólitísku valdi Einar segist hafa lesið allt sem hann kom höndum yfir um málið, í bókum og fjölmiðlum og byggi á því. Þá ræddi hann við á milli fjörutíu og fimmtíu manns, bæði hér heima og erlendis til að glöggva sig betur á atburðum. Þar ræðir hann einkum og sér í lagi við vini og samstarfsmenn Jóns Ásgeirs. Ekki fer hjá því að við lestur bókarinnar fari hrollur um þann sem les þegar farið er í saumana á því sem lítur út fyrir að vera geigvænleg misnotkun pólitísks valds á bæði bankasýslu, dómsvaldi og ákæruvaldi; lögreglu. „Jájá. Sko, eftir því sem maður kynnti sér þetta betur þá féllu öll púsl saman. Ógæfa Jóns Ásgeirs er náttúrlega sú að Davíð Oddsson á hátindi síns valdaferils í byrjun aldarinnar fær þennan mann á heilann. Og einhverjir menn í kringum hann. Ég get ekki annað séð en það hafi verið ákveðið að bregða fyrir hann fæti og um það eru til heimildir. Davíð hringir í bankastjóra ríkisbankana til að stoppa það að Jón Ásgeir fái lán. Annars muni þeir eiga hann á fæti. Þetta dugar ekki. Þá eykst pressan stöðugt. Þegar skoðaðar eru dagsetningar aðgerða lögreglu og saksóknara er útilokað að trúa því að þetta séu allt tilviljanir. Einar Kárason þekki ekki Baugsmenn áður en hann tók að sér verkið. Hann þekki málið bara svona eins og hver annar en þegar hann sökkti sér ofan í viðfangsefnið kom eitt og annað á daginn sem fengu hárin á rithöfundinum til að rísa.vísir/vilhelm Þær eru þegar kom verst út fyrir Jón og fyrirtækið. Svo þegar fram í sækir, og þetta gengur ekkert, fyllast svona valdamenn beiskju og reiði. Merkilegt nokk, þá mætast þeir einhvern veginn aftur þegar Davíð er orðinn seðlabankastjóri, og seinna eftir hrun notar hann Moggann til að djöflast á þessum manni.“ Einar nefnir nánast forviða sem dæmi að árið 2009, fyrsta mánuðinn sem Davíð situr í ritstjórastóli Morgunblaðsins, birtist þar um 60 og eitthvað mjög neikvæðar greinar um Jón Ásgeir í blaðinu. Það þurfi enginn að velkjast í vafa um hvað klukkan slær. Annar kapítuli í allri þessari sögu, sem varpar ljósi á grímulausa andúðina er hvernig Björn Bjarnason, sem ætíð hefur verið afar handgenginn Davíð, lét á bloggsíðu sinni þá í stöðu dómsmálaráðherra á þeim sama tíma Baugsmálin eru til meðferðar hjá dómstólum. Síðla árs 2005 gerði fréttamaður á Ríkisútvarpinu lauslega könnun á því hversu oft Björn talaði um Baug á heimasíðu sinni bjorn.is, og reyndust færslurnar þá þegar vera orðnar 63. Allar með afar neikvæðum formerkjum. „Og hann fór aldrei dult með það hversu mikla nauðsyn hann teldi bera til þess að Baugsmálum yrði haldið áfram og að dómar yrðu kveðnir upp, jafnvel þó að það hefði blasað við flestum öðrum að dómsmálið stæði á mjög veikum grunni. 10. október 2005, daginn sem Hæstiréttur vísaði frá 32 ákærum af 40, og þar af öllum þeim sem sagt hafði verið að væru veigamestar, skrifaði hann eftirfarandi brýningarorð á heimasíðuna: „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.“(!) (Björn Bjarnason, bls. 202)“ (Bls. 134) Ekki ætti að þurfa að tíunda það hversu afhjúpandi og hrollvekjandi þessi orð Björns eru verandi í stöðu dómsmálaráðherra. Þarna hirða menn lítt um þrískiptingu ríkisvald og reyna ekki einu sinni að leyna því. Minnir á Flugumýrarbrennu Þegar allt þetta, hin miklu átök sem undir eru í Málsvörn Jóns Ásgeirs, er mátað við höfundaverk Einars segir hann að honum þyki skemmtilegra að vera í stóru atburðunum. „Margir listfengir höfundar skrifa sínar bestu bækur helst ekki um neitt. Mikil snilldarverk. En menn eru í því sem þeim hentar, hvort sem um er að ræða Sturlungaöld eða atburðir á okkar tímum. Þetta eru atburðir sem ég sogast að.“ Það fennir fljótt í sporin en á löngu tímabili var þjóðfélagið allt undirlagt í átökum Davíðs og Jóns Ásgeirs. Hér má til að mynda sjá forsíðu DV frá árinu 2004 þar sem víglínurnar eru dregnar fram.Skjáskot/tímarit.is Og þá koma þegar upp í hugann verk eins og Ofsi (2008), Skáld (2012) og Skálmöld (2014), trílógía Einars um Sturlungaöldina. Einar dregur ekki dul á að hann sér samsvörun. „Aðdragandinn og allt sem gerðist í hruninu og þar í kring, þetta náttúrlega minnti mig á þegar maður var að velta fyrir sér því samfélagsáfalli sem varð þegar menn komu og brenndu Flugumýri. Algjört niðurbrot fyrir þjóðfélagið. Svo áttar maður sig á því að fólk er nákvæmlega eins á öllum tímum. Einhver furðuleg erfðafræðileg tilviljun að við fæddumst núna á síðustu öld en ekki fyrir tíu öldum. Við hefðum verið nákvæmlega sömu mennirnir en bara í öðrum aðstæðum.“ Hin undarlega aðkoma Evu Joly Þessi heiftúðugu átök milli Davíðs og Jóns Ásgeirs, sem rifjuð eru upp í bókinni, eru með hinum mestu ólíkindum? Þetta er hálfgerð skálmöld og á slíkum tímum skiptir engu hvað fyrir er. „Neinei, það eru hreinar línur. Og það er náttúrlega allskonar, furðulegur og sumpart nýr vitnisburður í sambandi við þau mál sem birtist í bókinni. Frá mektarmönnum sem ég talaði við og glænýjar upplýsingar.“ Hvað kom þér mest á óvart þegar þú fórst í gegnum allt heila galleríið? „Sko, ég hélt einhvern veginn að ég væri kominn með þetta hvað eftir annað. En þá kemur eitthvað nýtt mál sem ég fer þá að sökkva mig ofan í. Ég get nefnt alla afferuna með Evu Joly og „Sérstakan“, hvað þetta er eitthvað … „bizarre“. Einar Kárason. Oft þegar rithöfundurinn hélt að hann væri kominn með efniviðinn í hús rakst hann á önnur mál sem gátu þess vegna verið efni í heila bók, mál sem voru allrar athygli verð.vísir/vilhelm Bæði þegar ég fór að lesa mig til og hitta fólk sem sagði mér frá þessu. Það tengist ótrúlegum málum eins og samvinnu efnahagsbrotadeildar, sérstaks saksóknara við einkafyrirtæki eins og þrotabú bankanna. Og svo þessi kæra.“ Þá segist Einar hafa vitað af Aurum-málinu en ekki hafi hvarflað að sér að það væri neitt sérlega merkilegt í því. „Ætlaði bara að segja frá, eiginlega hlaupa yfir þetta en fer að kynna mér málið, ræða við endurskoðendur og lögmenn og þá kemur í ljós að þetta væri ekki bara farsi heldur tragískt í aðra röndina. Heilmikið mál. Meðdómari sagði eftir dómkvaðningu að saksóknari væri með allt niðrum sig í þessu máli. Ég hélt að þetta væri bara einhver pirringur en svo kemur í ljós það þetta var bara þannig.“ Jón Ásgeir ekki sá stórbokki og Einar hélt Nú er það einhvern veginn svo að skáld og rithöfundar hafa ekki á sér þá ímynd að vera miklir bókhaldsmenn. Þessu er slegið hér fram án ábyrgðar en ljóst er við lestur bókarinnar að Einar hefur þurft að þæfa sig í gegnum reiðinnar býsn af allskyns reikningum. Og það virðist ekki hafa vafist neitt tilfinnanlega fyrir honum? „Neinei eða, ég einhvern veginn … maður hefur náttúrlega verið í þannig vinnu sem þýðir að maður er með óreglulegar tekjur, nú í fjörutíu ár. Ég hef alltaf verið ánægður með að geta reiknað út að ég eigi fyrir reikningum um næstu mánaðarmót. Ég sökkvi mér ekki ofan í þennan stórfínans, bara útlínurnar. Jón Ásgeir Jóhannesson er eitt helsta andlit útrásarinnar sem svo tengdist hruninu 2008 órofa böndum. Sem slíkur leggja margir fæð á Jón Ásgeir. Einar óttast það ekki að sú andúð færist yfir á sig, segist hafa lent í öðru eins og er klár í þann slag.vísir/vilhelm En ég hef gaman að þessu. Margt sem rennur upp fyrir manni þegar maður fer að sökkva sér ofan í þetta. Ég vann það auðvitað töluvert með Jóni og ekki er hægt að ímynda sér ólíkari menn. Jafn ólíklegt er að ég fari að braska með verðbréf og fyrirtæki og hann að skrifa bækur. En það er líka gaman að því. Hann kom mér mikið á óvart. Ég hefði ímyndað mér að hann væri meiri stórbokki en því fer fjarri. Hann er feiminn og orðvar drengur með einhverja svona aspergertendensa. Maður fær það á tilfinninguna. Því fylgir að menn verða sérhæfðir og jafnframt feykilega snjallir á því sviði sem þeir sérhæfa sig.“ Eitt af mörgu sem verður til að mann rekur í rogastans við að lesa bókina er það hversu dómkerfið okkar virðist brogað. Dómkerfið hefur fengið mörg þung högg á seinni tímum með þeim afleiðingum að það nýtur ekki þess trausts sem mikilvægt er í réttarríki. En þér hlýtur engu að síður að hafa brugðið við að kynnast innvolsinu í gegnum þessa vinnu? „Skiptir mig kannski minna máli þar sem hef ekki haft neitt af því að segja sjálfur. En sumir lögmenn hafa sagt mér að þetta hafi verið feikilegt áfall fyrir þá. Menn sem voru stoltir af kerfinu og héldu að þeir væru að vinna í fullkomnu réttarríki en komust svo að öðru. Einn frægasti lögfræðingur landsins sagði, eftir að hafa atast í þessum málum, að kannski hefði bara verið best að Hæstiréttur hefði verið áfram úti í Kaupmannahöfn. Þar sem mál eru rekin út frá reglum en ekki samkvæmt því í hvaða klíkum menn eru eða við hverja þeir eru að kljást.“ Hvað myndi Sturla Þórðarson gera? En ef við víkjum aðeins að sjónarhorninu. Þú segir í aðfararorðum þinn hlut vera part málsvarnar. En það eru til allskonar ævisögur. Við Íslendingar höfum ef til vill fyrst og síðast þá hugmynd að þar fari grobbnir rosknir karlar yfir ferilinn, logið til um eitt og annað fegrað. Og svo allt yfir í „unauthorized“ bækur um einhverja þekkta, en slíkar ævisögur þekkjast reyndar betur úti í hinum stóra heimi en hér. Og allt þar á milli. Hvar ber að staðsetja Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar? „Ævisagan er náttúrlega þekktasta formið: Egilssaga og Grettissaga. Þetta eru ævisögur. Það er einhvern veginn það sem maður horfir til og miðar við. Þó svo að sagan sé sögð út frá sjónarhorni Jóns Ásgeirs þá segir Einar það engu að síður svo að hann sé sögumaðurinn og hann hafi haft allt um það að segja hvað fór í bókina.vísir/vilhelm Sjálfsævisögur eru svo annað form, geta verið feykilega skemmtilegar bækur. Og svo höfum við haft allskyns billegar útgáfur í seinni tíð, hinar svokölluðu viðtalsbækur þar sem manni finnst farið alltof auðveld leið.“ En þú ert í liðinu? „Jájá. Eða, ég kom að þessu algjörlega án þess að þekkja til. Bara sem hver annar borgari í þjóðfélaginu og algerleg ótengdur þessu. Ég þekkti ekkert þessa menn. Og sagði að ég myndi vinna þetta algerlega eftir mínu höfði og ekkert myndi standa í þessu nema það sem ég myndi ákveða það. Þetta er verkefni sem ég sökkti mér ofan í, lið fyrir lið og skrifaði svo kafla út frá því. Ég sá strax að það sem væri áhugavert væri þessi mikla baráttusaga, þetta drama, en einkamál allskonar og æskuár … þetta átti ekki að vera hefðbundin ævisaga á þann hátt að það yrðu elt uppi öll smáatriði nema þau tengdust þessari miklu baráttusögu.“ Einar þurfti einnig að taka afstöðu til frásagnaraðferðarinnar. Þetta er ekki línuleg frásögn, ekki fræðileg frásagnaraðferð eins og sagnfræðingar líta til. „Ég er ekki sagnfræðingur heldur sögumaður. Þegar ég er í vafa um hvernig ég eigi að snúa mér í þessu, þá gerist ég svo djarfur að hugsa: Hvernig ætli nú Sturla Þórðarson myndi snúa sér í þessu? Hinn stóri klassíski íslenski sagnaritari.“ Hinn alræmdi og óvinsæli Jón Ásgeir En varðandi sjálft umfjöllunarefnið, Jón Ásgeir. Nú er hann hataður af mörgum? „Já, hann hefur verið mjög svo borinn út á hræsibrekkur. Og þessi andúð í hans garð á sér meðal annars rætur í öllum þessum ásökunum. Ef við teljum saman alla ákæruliðina sem hann hefur fengið yfir sig eru þeir einhvers staðar nálægt hundrað. Alltaf þegar þeir eru kynntir, en á þessu gekk í 16 ár, var sagt: Við þessu liggur sex ára fangelsi. Þegar svo er hlýtur almenningur sem ekki er að setja sig inn í málin að fá á tilfinninguna að þetta sé stórvarasamur maður og einhvers konar glæpamaður.“ En svo þegar til kom stóðst enginn þessara ákæruliða skoðun, að sögn Einars. „Í þessu rosalega Baugsmáli, með öllum ákærum, stendur eftir eitt bókhaldsbrot. Í bókhaldi milljarðafyrirtækisins er reikningur færður tekjumegin sem fékkst svo aldrei greiddur. Þetta var það eina sem hann fékk dóm fyrir. Það er dómurinn. Þetta er brandari. Sá sem ákærði hann var sá sem átti að borga þetta en gerði það aldrei. Þess vegna var hann líka dæmdur. Því hann sagði að þetta hefði verið innistæðulaus reikningur. En málið fer náttúrlega í gang sem ákæra um þjófnað og allskonar alvarlega glæpi. Eina sem finnst er einn rangt færður reikningur,“ segir Einar og er þar að tala um Jón Gerald Sullenberg sem reyndist mikill örlagavaldur við að hrinda þessum málum úr vör. „Maðurinn sem ásakaði Baugsmenn um fjársvik og þjófnað, frá Baugi, var eins og fyrr var nefnt Jón Gerald Sullenberger. Hann var af íslensku móðerni en átti amerískan föður; hafði búið á Íslandi en þegar þarna var komið sögu bjó hann í Bandaríkjunum. Og þaðan kom hann nú til Íslands, að eigin sögn til að finna lögfræðing sem væri treystandi til að fara með mál á hendur svo voldugum mönnum sem Jóni Ásgeiri og kó. Hann naut liðsinnis kunningjakonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur líkamsræktarfrömuðar, sem fór með hann til fundar við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, og hann vísaði Jóni Gerald á þann kunna lögfræðing Jón Steinar Gunnlaugsson með þeim rökstuðningi að „tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg“; öllum er ljóst að þar er átt við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þetta kom fram þegar afrit af tölvupóstum sem fóru á milli Jónínu og Styrmis komust á einhvern hátt í umferð, og þar má einnig lesa að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans, hefði sömuleiðis verið hafður með í ráðum við þessar bollaleggingar.“ (Bls. 70) Treystir sér vel í þann slaginn ef til kemur En, út frá því sjónarhorni sem þú velur þér, að vinna bókina í samvinnu við Jón Ásgeir, ert þú öðrum þræði orðinn málsvari hans. Þó að þú segist halda sjálfstæði þínu sem höfundur bókarinnar. Óttastu ekki að þú fáir andúðina á honum beint í smettið á þér þegar þú hefur tekið þér slíka stöðu? „Það er alveg viðbúið. Það eru hreinar línur. Ég þykist vita að maður eigi eftir að fá yfir sig miklar gusur og menn farnir að vara mig við því strax. En ég treysti mér alveg í svoleiðis.“ Þetta eru voldugir óvinir að eiga, það liggur fyrir? „Jájá, það eru hreinar línur. En hitt er annað mál að maður stendur vel að vígi að því leyti að ég þykist vita að allt sé satt og rétt sem ég skrifa. Mér hefur ekki dottið neitt annað í hug. Menn munu lúslesa þetta og finna einhverja feila. Einar Kárason telur líklegt að menn muni lúslesa bókina og rekist þeir á eina villu þá vilji þeir afgreiða bókina á altari þess. Einar er viðbúinn slíku en telur að menn þurfi að gæta að stóru myndinni, sagan sem sögð er í bókinni sé hrollvekjandi.vísir/vilhelm Það var langur ritdómur í Mogganum um bókina sem seðlabankastjórinn norski gaf út. Þar er farið rangt með eitt nafn útlendings sem hingað hafði komið og út frá því var dæmt að þetta væri algjör hrákasmíð frá upphafi til enda. Eitthvað svipað munu menn reyna.“ Einar segir frá því að það sé alltaf mikil spenna því samfara þegar höfundar fá bók úr prentun. Rekist menn á prentvillu sem oft er. „Ég rakst strax á villu; stendur 2009 en átti að standa 2010. Það mun skiljast í samhengi en svona lagað verður notað. Maður mun fá yfir sig allskonar, maður veit hvað maður mun fá yfir sig. En maður getur þá svarað fyrir sig, maður hefur nú lent í því áður. Maður verður að vera tilbúinn í þann leik ef það er skorað á mann.“ Ofsóknir sem sitja á sálinni Einar hitti flestar persónur og leikendur sem stóðu í þessu stríði, þá sem voru þeim megin víglínunnar. Það er sjónarhornið. Og hann segir að sér hafi verið brugðið þegar hann áttaði sig á því hversu mjög málið hafði tekið á. „Hákarla úr bisnesslífinu. Og maður finnur hvað þetta hefur farið illa með þá marga. Menn sem munu aldrei ná sér almennilega af þessu. Og ótrúlegt hvað Jón Ásgeir stendur þó uppréttur. Margir fleiri en ég sem hafa furðað sig á því. En það leynir sér ekkert að þau sem upplifðu þessar ofsóknir: Slíkt situr eftir á sálinni.“ Menn eru sárir eftir öll þessi stríð, sem varla sést fyrir endann á. Eftir sem áður stendur kerfið. Sjálfstæðisflokkurinn er enn við völd og er nú að undirbúa það að selja hluta Íslandsbanka. Allir þeir pólitíkusar sem maður hefði haldið að ættu að bera ábyrgð á hruninu strjúka kviðinn. Er ekki einkennilegt að ekkert breytist í kjölfar atburða af þessu tagi sem mega þó heita afhjúpandi að svo mörgu leyti? „Ég er að reyna að gera úttekt á þessu í bókinni. Og mér finnst spennandi að vita hvort ekki muni eitthvað uppljúkast fyrir fólki sem ekki hefur sett sig inn í þetta. En ég vil ekki vera með stórar yfirlýsingar um þetta. Umfram það sem stendur í bókinni.“ Höfundatal Bókmenntir Verslun Hrunið Íslenskir bankar Fjölmiðlar Dómstólar Dómsmál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Þó sagan flækist um víðan völl, og fjölmargir komi við sögu er rauður þráður í bókinni hatrömm átök við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra, seðlabankastjóra og ritstjóra Morgunblaðsins, sem lagði fæð á Jón Ásgeir með ófyrirsjáanlegum og afdrifaríkum afleiðingum. Ekki bara fyrir Jón Ásgeir. Inntak bókarinnar er grímulaus misnotkun á pólitísku valdi þar sem allt er undir. Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð en Einar Kárason er einn okkar allra besti rithöfundur, sögumaður af Guðs náð með stílvopnin hvasseggjuð. Ég hef séð hann afgreiða menn með einni setningu í skylmingum á netinu þannig að þeir lágu óvígir eftir. Þannig má segja, ef þetta er sett upp í myndrænan búning, að Jón Ásgeir hafi fengið öflugan vígamann í sitt lið. Í stríð sem ekki er búið. Viðbúið er að átök verði um bókina og það hefur þegar komið á daginn. Einar segist klár í þann slag. Bolur höfundarverks Einars er skáldskapur en hann hefur einnig, meðal annars, fengist við ritun ævisagna. Þannig ritaði hann sögu Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðarmanns, grallaralega, sögu tónlistarmannsins KK og svo Jóns Ólafssonar athafnamanns. Jón Ásgeir og Einar. Ævisögur eru með ýmsu móti og þar skiptir sjónarhornið og staða höfundar öllu máli. Þú getur skrifað þær í óþökk viðkomandi, svokallaðar unauthorized eða stillt þér upp með viðmælanda og allt þar á milli.vísir/vilhelm Með fullri virðingu fyrir þeim öllum, að Jóni Ólafs meðtöldum, eru þeir ekki á pari við Jón Ásgeir í því sem snýr að lykilstöðu í hörðum átökum og afdrifaríkum atburðum sem varða þjóðarhag – stórpólitískum vendingum. Þannig kemur að einhverju leyti á óvart að Einar skuli taka sér þetta verk fyrir hendur. Hann er að að blanda sér með óbeinum hætti í mikil átök sem ekki sér fyrir endann á og hefur reyndar þegar fengið að kenna á því eftir að efni bókarinnar tók að spyrjast út og brot úr bókinni láku. Magnaður efniviður Einar segir að það séu mun fleiri víddir í þessari sögu en hann hafði órað fyrir; að einhverju leyti harmsaga en líka stundum tragikómedía, farsi eða hreint skrípó. „Og kemur þá í hugann „bolludagsmálið“ eða fjölmiðlafrumvarpið eða það bitra fólk sem reri í ráðamönnum um að gera atlögu að Baugi,“ segir Einar í inngangi bókarinnar. Hann segist ágætlega kunnugur nokkrum íslenskum lögmönnum, meðal annars fáeinum af frægustu málafærslumönnum landsins sem háð hafa marga hildi í dómsölum. „Þótt það séu ólíkir menn og með mismunandi lífsskoðanir eða pólitísk sjónarmið, þá hafa þeir lagt á það áherslu í okkar samtölum og að fyrra bragði að allir menn eigi rétt á að bera fyrir sig málsvörn eða að haldið sé uppi vörnum fyrir þá. Það sé kjarninn í okkar hugmyndum um rétt einstaklinga. Þess vegna er ég fús til að vera með í að bera fram Málsvörn Jóns Ásgeirs.“ Á daginn kemur að þetta kallast í ýmsu á við höfundaverk hans; meistaraverk á borð Djöflaeyjuna, Heimskra manna ráð og þá ekki síður trílógíuna um Sturlungaöld. Ef að er gáð. „Ég byrjaði á þessu haustið 2018,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Það var nú svona ýmislegt sem kom til. Ég datt þá út af öllum starfslaunum og slíku og varð að breyta mínum vinnuplönum. Ég ætlaði að vera í skáldskap. En einn gamall vinur og samstarfsmaður þeirra feðga hafði samband við mig og viðraði þessa hugmynd. Mér fannst þetta fráleitt til að byrja með en svo ákvað ég að hitta Jón Ásgeir, sem ég hafði ekki gert áður og þá kviknaði mikill áhugi á þessu. Það væri nú gaman að setja sig inn í þetta svakalega drama; útrásina og hrunið. Svo eftir því sem ég kynnti mér þetta betur fann ég hversu magnað þetta var að fást við.“ Misnotkun á pólitísku valdi Einar segist hafa lesið allt sem hann kom höndum yfir um málið, í bókum og fjölmiðlum og byggi á því. Þá ræddi hann við á milli fjörutíu og fimmtíu manns, bæði hér heima og erlendis til að glöggva sig betur á atburðum. Þar ræðir hann einkum og sér í lagi við vini og samstarfsmenn Jóns Ásgeirs. Ekki fer hjá því að við lestur bókarinnar fari hrollur um þann sem les þegar farið er í saumana á því sem lítur út fyrir að vera geigvænleg misnotkun pólitísks valds á bæði bankasýslu, dómsvaldi og ákæruvaldi; lögreglu. „Jájá. Sko, eftir því sem maður kynnti sér þetta betur þá féllu öll púsl saman. Ógæfa Jóns Ásgeirs er náttúrlega sú að Davíð Oddsson á hátindi síns valdaferils í byrjun aldarinnar fær þennan mann á heilann. Og einhverjir menn í kringum hann. Ég get ekki annað séð en það hafi verið ákveðið að bregða fyrir hann fæti og um það eru til heimildir. Davíð hringir í bankastjóra ríkisbankana til að stoppa það að Jón Ásgeir fái lán. Annars muni þeir eiga hann á fæti. Þetta dugar ekki. Þá eykst pressan stöðugt. Þegar skoðaðar eru dagsetningar aðgerða lögreglu og saksóknara er útilokað að trúa því að þetta séu allt tilviljanir. Einar Kárason þekki ekki Baugsmenn áður en hann tók að sér verkið. Hann þekki málið bara svona eins og hver annar en þegar hann sökkti sér ofan í viðfangsefnið kom eitt og annað á daginn sem fengu hárin á rithöfundinum til að rísa.vísir/vilhelm Þær eru þegar kom verst út fyrir Jón og fyrirtækið. Svo þegar fram í sækir, og þetta gengur ekkert, fyllast svona valdamenn beiskju og reiði. Merkilegt nokk, þá mætast þeir einhvern veginn aftur þegar Davíð er orðinn seðlabankastjóri, og seinna eftir hrun notar hann Moggann til að djöflast á þessum manni.“ Einar nefnir nánast forviða sem dæmi að árið 2009, fyrsta mánuðinn sem Davíð situr í ritstjórastóli Morgunblaðsins, birtist þar um 60 og eitthvað mjög neikvæðar greinar um Jón Ásgeir í blaðinu. Það þurfi enginn að velkjast í vafa um hvað klukkan slær. Annar kapítuli í allri þessari sögu, sem varpar ljósi á grímulausa andúðina er hvernig Björn Bjarnason, sem ætíð hefur verið afar handgenginn Davíð, lét á bloggsíðu sinni þá í stöðu dómsmálaráðherra á þeim sama tíma Baugsmálin eru til meðferðar hjá dómstólum. Síðla árs 2005 gerði fréttamaður á Ríkisútvarpinu lauslega könnun á því hversu oft Björn talaði um Baug á heimasíðu sinni bjorn.is, og reyndust færslurnar þá þegar vera orðnar 63. Allar með afar neikvæðum formerkjum. „Og hann fór aldrei dult með það hversu mikla nauðsyn hann teldi bera til þess að Baugsmálum yrði haldið áfram og að dómar yrðu kveðnir upp, jafnvel þó að það hefði blasað við flestum öðrum að dómsmálið stæði á mjög veikum grunni. 10. október 2005, daginn sem Hæstiréttur vísaði frá 32 ákærum af 40, og þar af öllum þeim sem sagt hafði verið að væru veigamestar, skrifaði hann eftirfarandi brýningarorð á heimasíðuna: „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.“(!) (Björn Bjarnason, bls. 202)“ (Bls. 134) Ekki ætti að þurfa að tíunda það hversu afhjúpandi og hrollvekjandi þessi orð Björns eru verandi í stöðu dómsmálaráðherra. Þarna hirða menn lítt um þrískiptingu ríkisvald og reyna ekki einu sinni að leyna því. Minnir á Flugumýrarbrennu Þegar allt þetta, hin miklu átök sem undir eru í Málsvörn Jóns Ásgeirs, er mátað við höfundaverk Einars segir hann að honum þyki skemmtilegra að vera í stóru atburðunum. „Margir listfengir höfundar skrifa sínar bestu bækur helst ekki um neitt. Mikil snilldarverk. En menn eru í því sem þeim hentar, hvort sem um er að ræða Sturlungaöld eða atburðir á okkar tímum. Þetta eru atburðir sem ég sogast að.“ Það fennir fljótt í sporin en á löngu tímabili var þjóðfélagið allt undirlagt í átökum Davíðs og Jóns Ásgeirs. Hér má til að mynda sjá forsíðu DV frá árinu 2004 þar sem víglínurnar eru dregnar fram.Skjáskot/tímarit.is Og þá koma þegar upp í hugann verk eins og Ofsi (2008), Skáld (2012) og Skálmöld (2014), trílógía Einars um Sturlungaöldina. Einar dregur ekki dul á að hann sér samsvörun. „Aðdragandinn og allt sem gerðist í hruninu og þar í kring, þetta náttúrlega minnti mig á þegar maður var að velta fyrir sér því samfélagsáfalli sem varð þegar menn komu og brenndu Flugumýri. Algjört niðurbrot fyrir þjóðfélagið. Svo áttar maður sig á því að fólk er nákvæmlega eins á öllum tímum. Einhver furðuleg erfðafræðileg tilviljun að við fæddumst núna á síðustu öld en ekki fyrir tíu öldum. Við hefðum verið nákvæmlega sömu mennirnir en bara í öðrum aðstæðum.“ Hin undarlega aðkoma Evu Joly Þessi heiftúðugu átök milli Davíðs og Jóns Ásgeirs, sem rifjuð eru upp í bókinni, eru með hinum mestu ólíkindum? Þetta er hálfgerð skálmöld og á slíkum tímum skiptir engu hvað fyrir er. „Neinei, það eru hreinar línur. Og það er náttúrlega allskonar, furðulegur og sumpart nýr vitnisburður í sambandi við þau mál sem birtist í bókinni. Frá mektarmönnum sem ég talaði við og glænýjar upplýsingar.“ Hvað kom þér mest á óvart þegar þú fórst í gegnum allt heila galleríið? „Sko, ég hélt einhvern veginn að ég væri kominn með þetta hvað eftir annað. En þá kemur eitthvað nýtt mál sem ég fer þá að sökkva mig ofan í. Ég get nefnt alla afferuna með Evu Joly og „Sérstakan“, hvað þetta er eitthvað … „bizarre“. Einar Kárason. Oft þegar rithöfundurinn hélt að hann væri kominn með efniviðinn í hús rakst hann á önnur mál sem gátu þess vegna verið efni í heila bók, mál sem voru allrar athygli verð.vísir/vilhelm Bæði þegar ég fór að lesa mig til og hitta fólk sem sagði mér frá þessu. Það tengist ótrúlegum málum eins og samvinnu efnahagsbrotadeildar, sérstaks saksóknara við einkafyrirtæki eins og þrotabú bankanna. Og svo þessi kæra.“ Þá segist Einar hafa vitað af Aurum-málinu en ekki hafi hvarflað að sér að það væri neitt sérlega merkilegt í því. „Ætlaði bara að segja frá, eiginlega hlaupa yfir þetta en fer að kynna mér málið, ræða við endurskoðendur og lögmenn og þá kemur í ljós að þetta væri ekki bara farsi heldur tragískt í aðra röndina. Heilmikið mál. Meðdómari sagði eftir dómkvaðningu að saksóknari væri með allt niðrum sig í þessu máli. Ég hélt að þetta væri bara einhver pirringur en svo kemur í ljós það þetta var bara þannig.“ Jón Ásgeir ekki sá stórbokki og Einar hélt Nú er það einhvern veginn svo að skáld og rithöfundar hafa ekki á sér þá ímynd að vera miklir bókhaldsmenn. Þessu er slegið hér fram án ábyrgðar en ljóst er við lestur bókarinnar að Einar hefur þurft að þæfa sig í gegnum reiðinnar býsn af allskyns reikningum. Og það virðist ekki hafa vafist neitt tilfinnanlega fyrir honum? „Neinei eða, ég einhvern veginn … maður hefur náttúrlega verið í þannig vinnu sem þýðir að maður er með óreglulegar tekjur, nú í fjörutíu ár. Ég hef alltaf verið ánægður með að geta reiknað út að ég eigi fyrir reikningum um næstu mánaðarmót. Ég sökkvi mér ekki ofan í þennan stórfínans, bara útlínurnar. Jón Ásgeir Jóhannesson er eitt helsta andlit útrásarinnar sem svo tengdist hruninu 2008 órofa böndum. Sem slíkur leggja margir fæð á Jón Ásgeir. Einar óttast það ekki að sú andúð færist yfir á sig, segist hafa lent í öðru eins og er klár í þann slag.vísir/vilhelm En ég hef gaman að þessu. Margt sem rennur upp fyrir manni þegar maður fer að sökkva sér ofan í þetta. Ég vann það auðvitað töluvert með Jóni og ekki er hægt að ímynda sér ólíkari menn. Jafn ólíklegt er að ég fari að braska með verðbréf og fyrirtæki og hann að skrifa bækur. En það er líka gaman að því. Hann kom mér mikið á óvart. Ég hefði ímyndað mér að hann væri meiri stórbokki en því fer fjarri. Hann er feiminn og orðvar drengur með einhverja svona aspergertendensa. Maður fær það á tilfinninguna. Því fylgir að menn verða sérhæfðir og jafnframt feykilega snjallir á því sviði sem þeir sérhæfa sig.“ Eitt af mörgu sem verður til að mann rekur í rogastans við að lesa bókina er það hversu dómkerfið okkar virðist brogað. Dómkerfið hefur fengið mörg þung högg á seinni tímum með þeim afleiðingum að það nýtur ekki þess trausts sem mikilvægt er í réttarríki. En þér hlýtur engu að síður að hafa brugðið við að kynnast innvolsinu í gegnum þessa vinnu? „Skiptir mig kannski minna máli þar sem hef ekki haft neitt af því að segja sjálfur. En sumir lögmenn hafa sagt mér að þetta hafi verið feikilegt áfall fyrir þá. Menn sem voru stoltir af kerfinu og héldu að þeir væru að vinna í fullkomnu réttarríki en komust svo að öðru. Einn frægasti lögfræðingur landsins sagði, eftir að hafa atast í þessum málum, að kannski hefði bara verið best að Hæstiréttur hefði verið áfram úti í Kaupmannahöfn. Þar sem mál eru rekin út frá reglum en ekki samkvæmt því í hvaða klíkum menn eru eða við hverja þeir eru að kljást.“ Hvað myndi Sturla Þórðarson gera? En ef við víkjum aðeins að sjónarhorninu. Þú segir í aðfararorðum þinn hlut vera part málsvarnar. En það eru til allskonar ævisögur. Við Íslendingar höfum ef til vill fyrst og síðast þá hugmynd að þar fari grobbnir rosknir karlar yfir ferilinn, logið til um eitt og annað fegrað. Og svo allt yfir í „unauthorized“ bækur um einhverja þekkta, en slíkar ævisögur þekkjast reyndar betur úti í hinum stóra heimi en hér. Og allt þar á milli. Hvar ber að staðsetja Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar? „Ævisagan er náttúrlega þekktasta formið: Egilssaga og Grettissaga. Þetta eru ævisögur. Það er einhvern veginn það sem maður horfir til og miðar við. Þó svo að sagan sé sögð út frá sjónarhorni Jóns Ásgeirs þá segir Einar það engu að síður svo að hann sé sögumaðurinn og hann hafi haft allt um það að segja hvað fór í bókina.vísir/vilhelm Sjálfsævisögur eru svo annað form, geta verið feykilega skemmtilegar bækur. Og svo höfum við haft allskyns billegar útgáfur í seinni tíð, hinar svokölluðu viðtalsbækur þar sem manni finnst farið alltof auðveld leið.“ En þú ert í liðinu? „Jájá. Eða, ég kom að þessu algjörlega án þess að þekkja til. Bara sem hver annar borgari í þjóðfélaginu og algerleg ótengdur þessu. Ég þekkti ekkert þessa menn. Og sagði að ég myndi vinna þetta algerlega eftir mínu höfði og ekkert myndi standa í þessu nema það sem ég myndi ákveða það. Þetta er verkefni sem ég sökkti mér ofan í, lið fyrir lið og skrifaði svo kafla út frá því. Ég sá strax að það sem væri áhugavert væri þessi mikla baráttusaga, þetta drama, en einkamál allskonar og æskuár … þetta átti ekki að vera hefðbundin ævisaga á þann hátt að það yrðu elt uppi öll smáatriði nema þau tengdust þessari miklu baráttusögu.“ Einar þurfti einnig að taka afstöðu til frásagnaraðferðarinnar. Þetta er ekki línuleg frásögn, ekki fræðileg frásagnaraðferð eins og sagnfræðingar líta til. „Ég er ekki sagnfræðingur heldur sögumaður. Þegar ég er í vafa um hvernig ég eigi að snúa mér í þessu, þá gerist ég svo djarfur að hugsa: Hvernig ætli nú Sturla Þórðarson myndi snúa sér í þessu? Hinn stóri klassíski íslenski sagnaritari.“ Hinn alræmdi og óvinsæli Jón Ásgeir En varðandi sjálft umfjöllunarefnið, Jón Ásgeir. Nú er hann hataður af mörgum? „Já, hann hefur verið mjög svo borinn út á hræsibrekkur. Og þessi andúð í hans garð á sér meðal annars rætur í öllum þessum ásökunum. Ef við teljum saman alla ákæruliðina sem hann hefur fengið yfir sig eru þeir einhvers staðar nálægt hundrað. Alltaf þegar þeir eru kynntir, en á þessu gekk í 16 ár, var sagt: Við þessu liggur sex ára fangelsi. Þegar svo er hlýtur almenningur sem ekki er að setja sig inn í málin að fá á tilfinninguna að þetta sé stórvarasamur maður og einhvers konar glæpamaður.“ En svo þegar til kom stóðst enginn þessara ákæruliða skoðun, að sögn Einars. „Í þessu rosalega Baugsmáli, með öllum ákærum, stendur eftir eitt bókhaldsbrot. Í bókhaldi milljarðafyrirtækisins er reikningur færður tekjumegin sem fékkst svo aldrei greiddur. Þetta var það eina sem hann fékk dóm fyrir. Það er dómurinn. Þetta er brandari. Sá sem ákærði hann var sá sem átti að borga þetta en gerði það aldrei. Þess vegna var hann líka dæmdur. Því hann sagði að þetta hefði verið innistæðulaus reikningur. En málið fer náttúrlega í gang sem ákæra um þjófnað og allskonar alvarlega glæpi. Eina sem finnst er einn rangt færður reikningur,“ segir Einar og er þar að tala um Jón Gerald Sullenberg sem reyndist mikill örlagavaldur við að hrinda þessum málum úr vör. „Maðurinn sem ásakaði Baugsmenn um fjársvik og þjófnað, frá Baugi, var eins og fyrr var nefnt Jón Gerald Sullenberger. Hann var af íslensku móðerni en átti amerískan föður; hafði búið á Íslandi en þegar þarna var komið sögu bjó hann í Bandaríkjunum. Og þaðan kom hann nú til Íslands, að eigin sögn til að finna lögfræðing sem væri treystandi til að fara með mál á hendur svo voldugum mönnum sem Jóni Ásgeiri og kó. Hann naut liðsinnis kunningjakonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur líkamsræktarfrömuðar, sem fór með hann til fundar við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, og hann vísaði Jóni Gerald á þann kunna lögfræðing Jón Steinar Gunnlaugsson með þeim rökstuðningi að „tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg“; öllum er ljóst að þar er átt við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þetta kom fram þegar afrit af tölvupóstum sem fóru á milli Jónínu og Styrmis komust á einhvern hátt í umferð, og þar má einnig lesa að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans, hefði sömuleiðis verið hafður með í ráðum við þessar bollaleggingar.“ (Bls. 70) Treystir sér vel í þann slaginn ef til kemur En, út frá því sjónarhorni sem þú velur þér, að vinna bókina í samvinnu við Jón Ásgeir, ert þú öðrum þræði orðinn málsvari hans. Þó að þú segist halda sjálfstæði þínu sem höfundur bókarinnar. Óttastu ekki að þú fáir andúðina á honum beint í smettið á þér þegar þú hefur tekið þér slíka stöðu? „Það er alveg viðbúið. Það eru hreinar línur. Ég þykist vita að maður eigi eftir að fá yfir sig miklar gusur og menn farnir að vara mig við því strax. En ég treysti mér alveg í svoleiðis.“ Þetta eru voldugir óvinir að eiga, það liggur fyrir? „Jájá, það eru hreinar línur. En hitt er annað mál að maður stendur vel að vígi að því leyti að ég þykist vita að allt sé satt og rétt sem ég skrifa. Mér hefur ekki dottið neitt annað í hug. Menn munu lúslesa þetta og finna einhverja feila. Einar Kárason telur líklegt að menn muni lúslesa bókina og rekist þeir á eina villu þá vilji þeir afgreiða bókina á altari þess. Einar er viðbúinn slíku en telur að menn þurfi að gæta að stóru myndinni, sagan sem sögð er í bókinni sé hrollvekjandi.vísir/vilhelm Það var langur ritdómur í Mogganum um bókina sem seðlabankastjórinn norski gaf út. Þar er farið rangt með eitt nafn útlendings sem hingað hafði komið og út frá því var dæmt að þetta væri algjör hrákasmíð frá upphafi til enda. Eitthvað svipað munu menn reyna.“ Einar segir frá því að það sé alltaf mikil spenna því samfara þegar höfundar fá bók úr prentun. Rekist menn á prentvillu sem oft er. „Ég rakst strax á villu; stendur 2009 en átti að standa 2010. Það mun skiljast í samhengi en svona lagað verður notað. Maður mun fá yfir sig allskonar, maður veit hvað maður mun fá yfir sig. En maður getur þá svarað fyrir sig, maður hefur nú lent í því áður. Maður verður að vera tilbúinn í þann leik ef það er skorað á mann.“ Ofsóknir sem sitja á sálinni Einar hitti flestar persónur og leikendur sem stóðu í þessu stríði, þá sem voru þeim megin víglínunnar. Það er sjónarhornið. Og hann segir að sér hafi verið brugðið þegar hann áttaði sig á því hversu mjög málið hafði tekið á. „Hákarla úr bisnesslífinu. Og maður finnur hvað þetta hefur farið illa með þá marga. Menn sem munu aldrei ná sér almennilega af þessu. Og ótrúlegt hvað Jón Ásgeir stendur þó uppréttur. Margir fleiri en ég sem hafa furðað sig á því. En það leynir sér ekkert að þau sem upplifðu þessar ofsóknir: Slíkt situr eftir á sálinni.“ Menn eru sárir eftir öll þessi stríð, sem varla sést fyrir endann á. Eftir sem áður stendur kerfið. Sjálfstæðisflokkurinn er enn við völd og er nú að undirbúa það að selja hluta Íslandsbanka. Allir þeir pólitíkusar sem maður hefði haldið að ættu að bera ábyrgð á hruninu strjúka kviðinn. Er ekki einkennilegt að ekkert breytist í kjölfar atburða af þessu tagi sem mega þó heita afhjúpandi að svo mörgu leyti? „Ég er að reyna að gera úttekt á þessu í bókinni. Og mér finnst spennandi að vita hvort ekki muni eitthvað uppljúkast fyrir fólki sem ekki hefur sett sig inn í þetta. En ég vil ekki vera með stórar yfirlýsingar um þetta. Umfram það sem stendur í bókinni.“
„Maðurinn sem ásakaði Baugsmenn um fjársvik og þjófnað, frá Baugi, var eins og fyrr var nefnt Jón Gerald Sullenberger. Hann var af íslensku móðerni en átti amerískan föður; hafði búið á Íslandi en þegar þarna var komið sögu bjó hann í Bandaríkjunum. Og þaðan kom hann nú til Íslands, að eigin sögn til að finna lögfræðing sem væri treystandi til að fara með mál á hendur svo voldugum mönnum sem Jóni Ásgeiri og kó. Hann naut liðsinnis kunningjakonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur líkamsræktarfrömuðar, sem fór með hann til fundar við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, og hann vísaði Jóni Gerald á þann kunna lögfræðing Jón Steinar Gunnlaugsson með þeim rökstuðningi að „tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg“; öllum er ljóst að þar er átt við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þetta kom fram þegar afrit af tölvupóstum sem fóru á milli Jónínu og Styrmis komust á einhvern hátt í umferð, og þar má einnig lesa að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og náinn samstarfsmaður forsætisráðherrans, hefði sömuleiðis verið hafður með í ráðum við þessar bollaleggingar.“ (Bls. 70)
Höfundatal Bókmenntir Verslun Hrunið Íslenskir bankar Fjölmiðlar Dómstólar Dómsmál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira