Þau vita, þau geta en ekkert gerist Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. janúar 2021 09:30 Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun