Sú efnilegasta var aðeins 17 ára þegar hún skoraði gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 07:00 Lauren James á framtíðina fyrir sér. Barry Coombs/PA Images via Getty Images Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira