Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:15 Lori Balton hefur það að atvinnu að finna tökustaðir fyrir stórmyndir. Hún hefur margoft komið til Íslands og hefur sannfært kvikmyndagerðarmenn að taka upp verkin sín hér á landi. Getty/ Robin L Marshall Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira