Fólk er ekki annars hugar þótt það kroti á blað á meðan það hlustar Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. apríl 2020 11:00 Krot af vefsíðunni 99design Það kannast margir við að fara oft ósjálfrátt að krota eitthvað á blað þegar það er að hlusta á eitthvað eða einhvern. Þetta er algeng sjón á fundum og eins eru margir gjarnir á að krota á blað þegar þeir tala við fólk í síma. Að halda að þessi ávani sé vísbending um að viðkomandi sé eitthvað annars hugar er á miklum misskilningi byggt því rannsóknir sýna einmitt hið gagnstæða: Að krota á blað er sagt gott fyrir minnið. Niðurstöður rannsóknar Í grein sem birt var á Harvard Health fyrir nokkrum árum segir prófessor að það að krota á blað á meðan hlustað er, hafi ekki aðeins verið sýnt fram á í rannsóknum að væri gott fyrir minnið heldur hefði þessi ávani mælst vel fyrir hjá læknanemum við háskólann. Nemendur sem væru gjarnir á að krota á blað þegar þeir hlustuðu, væru að ná betri árangri. Að hans sögn er reyndar ekki vitað hvers vegna þessi ávani er svona algengur en smátt og smátt erum við að læra meira um það hvað gerist í heilanum á meðan við krotum. Krot er til dæmis sagt hafa jákvæð áhrif á minni, það heldur okkur vakandi og við erum líklegri til að halda fókus þegar að við hlustum. Þá er krotið ákveðin hvíldarstaða á meðan hlustað er því það reynir á hjá okkur að þurfa alltaf að vera vakandi og meðvituð um allt sem er í kringum okkur. Með krotinu erum við í hvíld en samt að hlusta. Krot er „hugsunar-tækni“ sagði Sunni Brown höfundur bókarinnar „The Doodle Revolution“ í viðtali við Wall Street Journal hér um árið. Að hennar mati notum við það að krota á blað sem leið til að vinna úr upplýsingum eða leysa úr vandamálum. Í þeirri grein er rannsókn frá árinu 2009 lýst nánar, en það er sú rannsókn sem oftast er vísað í þegar staðhæft er að krot á blað auki á minni fólks. Rannsóknin fór þannig fram að mörg nöfn voru lesin upp en þeir sem hlustuðu voru ýmist einstaklingar sem krotuðu á blað á meðan, eða gerðu það ekki. Einstaklingarnir vissu ekki að þeir yrðu eftir á spurðir út í nöfnin úr upptalningunni. Niðurstöðurnar sýndu að fólkið sem krotaði á meðan það var að hlusta, mundi 29% fleiri nöfn úr upptalningu en hinir. Hvað segir krotið um þig? Það getur verið gott að krota á blað þegar hlustað er á fundum.Vísir/Getty Þá hafa enn aðrir reynt að túlka krot hvers og eins og frægt er orðatiltæki Max Pulver sem sagði að ómeðvitað krot væri í raun endurspegla sjálfsmynd hvers og eins (e. „Writing conciously is the same thing as unconscoiusly drawing a self portrait“). Á vefsíðunni 99design má finna ýmsar kenningar um það hvað krot segir um hvern og einn og hér eru nokkrar þeirra. Að teikna fólk: Viðkomandi teiknari er sjálfsöruggur og gengur vel að ná markmiðum sínum. Að teikna andlit: Falleg andlit endurspegla jákvæðni og almenna bjartsýni en ljót andlit neikvæðni og tortryggni. Meira er hægt að túlka út frá augum og munni teikningar. Að teikna blóm: Í dag þykir þetta umhverfisvæn sýn en almennt er lýsingin með blómum sú að viðkomandi teiknari sé hlýr persónuleiki, viðkvæmir en næmir á umhverfi sitt. Jákvæðasta birtingarmyndin þykja blóm sem eru hringlaga teiknuð. Ferhyrningar, form og kassar: Viðkomandi manneskja er dugleg, fljót að greina aðstæður og góður stjórnandi. Leysir mál með rökhugsun. Örvar: Ef örvarnar snúa upp þýða þær að viðkomandi hefur mikinn metnað, er bjartsýnn og jákvæður. Örvar sem snúa niður þýða hið gagnstæða, þ.e. viðkomandi hefur áhyggjur, er svartsýnn og vonlaus. Miklu skiptir þó að skoða hvort eitthvað annað er teiknað með örvunum líka og túlka myndir útfrá því. Örvar dregnar með hjörtum endurspeglar löngun í ást og kærleika. Bogadregnar línur: Viðkomandi veit hvert hann/hún þarf að fara en veit ekki hvernig á að komast þangað. Zikk zakk línur: Algengara munstur hjá karlmönnum. Beinar línur og beitt horn endurspegla óþolinmæði og jafnvel ákveðna árásargirni. Stjörnur: Ein stór stjarna bendir til þess að viðkomandi hefur eitt stórt markmið umfram önnur en margar stjörnur að viðkomandi er með skýran fókus og er mjög traustur. Ósamhverfar stjörnur sem eru allt út um allt þýðir að viðkomandi er duglegur og hugmyndaríkur. Fiðrildi: Löngunin til að vera frjáls og öðrum óháður. Að teikna kóngulóarvef: Táknar að viðkomandi upplifir sig fastan í einhverjum aðstæðum eða vill losna við einhvern. Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Fimm leiðir til að auðvelda okkur að taka gagnrýni Við getum nýtt gagnrýni í okkar eigin þágu og getum þjálfað okkur í að verða betri að taka gagnrýni. Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga. 21. febrúar 2020 09:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Það kannast margir við að fara oft ósjálfrátt að krota eitthvað á blað þegar það er að hlusta á eitthvað eða einhvern. Þetta er algeng sjón á fundum og eins eru margir gjarnir á að krota á blað þegar þeir tala við fólk í síma. Að halda að þessi ávani sé vísbending um að viðkomandi sé eitthvað annars hugar er á miklum misskilningi byggt því rannsóknir sýna einmitt hið gagnstæða: Að krota á blað er sagt gott fyrir minnið. Niðurstöður rannsóknar Í grein sem birt var á Harvard Health fyrir nokkrum árum segir prófessor að það að krota á blað á meðan hlustað er, hafi ekki aðeins verið sýnt fram á í rannsóknum að væri gott fyrir minnið heldur hefði þessi ávani mælst vel fyrir hjá læknanemum við háskólann. Nemendur sem væru gjarnir á að krota á blað þegar þeir hlustuðu, væru að ná betri árangri. Að hans sögn er reyndar ekki vitað hvers vegna þessi ávani er svona algengur en smátt og smátt erum við að læra meira um það hvað gerist í heilanum á meðan við krotum. Krot er til dæmis sagt hafa jákvæð áhrif á minni, það heldur okkur vakandi og við erum líklegri til að halda fókus þegar að við hlustum. Þá er krotið ákveðin hvíldarstaða á meðan hlustað er því það reynir á hjá okkur að þurfa alltaf að vera vakandi og meðvituð um allt sem er í kringum okkur. Með krotinu erum við í hvíld en samt að hlusta. Krot er „hugsunar-tækni“ sagði Sunni Brown höfundur bókarinnar „The Doodle Revolution“ í viðtali við Wall Street Journal hér um árið. Að hennar mati notum við það að krota á blað sem leið til að vinna úr upplýsingum eða leysa úr vandamálum. Í þeirri grein er rannsókn frá árinu 2009 lýst nánar, en það er sú rannsókn sem oftast er vísað í þegar staðhæft er að krot á blað auki á minni fólks. Rannsóknin fór þannig fram að mörg nöfn voru lesin upp en þeir sem hlustuðu voru ýmist einstaklingar sem krotuðu á blað á meðan, eða gerðu það ekki. Einstaklingarnir vissu ekki að þeir yrðu eftir á spurðir út í nöfnin úr upptalningunni. Niðurstöðurnar sýndu að fólkið sem krotaði á meðan það var að hlusta, mundi 29% fleiri nöfn úr upptalningu en hinir. Hvað segir krotið um þig? Það getur verið gott að krota á blað þegar hlustað er á fundum.Vísir/Getty Þá hafa enn aðrir reynt að túlka krot hvers og eins og frægt er orðatiltæki Max Pulver sem sagði að ómeðvitað krot væri í raun endurspegla sjálfsmynd hvers og eins (e. „Writing conciously is the same thing as unconscoiusly drawing a self portrait“). Á vefsíðunni 99design má finna ýmsar kenningar um það hvað krot segir um hvern og einn og hér eru nokkrar þeirra. Að teikna fólk: Viðkomandi teiknari er sjálfsöruggur og gengur vel að ná markmiðum sínum. Að teikna andlit: Falleg andlit endurspegla jákvæðni og almenna bjartsýni en ljót andlit neikvæðni og tortryggni. Meira er hægt að túlka út frá augum og munni teikningar. Að teikna blóm: Í dag þykir þetta umhverfisvæn sýn en almennt er lýsingin með blómum sú að viðkomandi teiknari sé hlýr persónuleiki, viðkvæmir en næmir á umhverfi sitt. Jákvæðasta birtingarmyndin þykja blóm sem eru hringlaga teiknuð. Ferhyrningar, form og kassar: Viðkomandi manneskja er dugleg, fljót að greina aðstæður og góður stjórnandi. Leysir mál með rökhugsun. Örvar: Ef örvarnar snúa upp þýða þær að viðkomandi hefur mikinn metnað, er bjartsýnn og jákvæður. Örvar sem snúa niður þýða hið gagnstæða, þ.e. viðkomandi hefur áhyggjur, er svartsýnn og vonlaus. Miklu skiptir þó að skoða hvort eitthvað annað er teiknað með örvunum líka og túlka myndir útfrá því. Örvar dregnar með hjörtum endurspeglar löngun í ást og kærleika. Bogadregnar línur: Viðkomandi veit hvert hann/hún þarf að fara en veit ekki hvernig á að komast þangað. Zikk zakk línur: Algengara munstur hjá karlmönnum. Beinar línur og beitt horn endurspegla óþolinmæði og jafnvel ákveðna árásargirni. Stjörnur: Ein stór stjarna bendir til þess að viðkomandi hefur eitt stórt markmið umfram önnur en margar stjörnur að viðkomandi er með skýran fókus og er mjög traustur. Ósamhverfar stjörnur sem eru allt út um allt þýðir að viðkomandi er duglegur og hugmyndaríkur. Fiðrildi: Löngunin til að vera frjáls og öðrum óháður. Að teikna kóngulóarvef: Táknar að viðkomandi upplifir sig fastan í einhverjum aðstæðum eða vill losna við einhvern.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Fimm leiðir til að auðvelda okkur að taka gagnrýni Við getum nýtt gagnrýni í okkar eigin þágu og getum þjálfað okkur í að verða betri að taka gagnrýni. Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga. 21. febrúar 2020 09:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00
Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00
Fimm leiðir til að auðvelda okkur að taka gagnrýni Við getum nýtt gagnrýni í okkar eigin þágu og getum þjálfað okkur í að verða betri að taka gagnrýni. Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga. 21. febrúar 2020 09:00
Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00