Bein útsending: Fylkir og Þór takast á í Counter Strike Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:45 Í Vodafone deildinni er keppt í rafíþróttum. Vodanfone deildin hefst í kvöld þegar keppt verður bæði í Counter Strike: Global Offensive og League of Legends. Fylkir og Þór Akureyri etja kappi í CSGO og þrjú lið keppa í LoL. Hér að neðan má fylgjast með viðureign Fylkis og Þórs, sem er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og stendur yfir til ellefu. Klippa: Vodafone deildin - Fylkir vs. Þór Akureyri Viðureign KR og FH í LoL má sjá hér á Twitch. Viðureignir Fylkis og Turboapes United annars vegar og Samnio eSports og Tindastóls verða hinsvegar sýndar á morgun. Mikið um að vera fram á sumar Sýnt verður frá öllum viðureignum á miðvikudögum á meðan spilað er í Vodafone deildinni og hefjast útsendingarnar klukkan 19:30. Útsendingunni stýra Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson betur þekktir sem Monty! Og Izedi í rafíþróttaheiminum, en þeir hafa mannað lýsendaborðið síðasta árið. Hægt verður að fylgjast með útsendingum á Twitch rás RÍSÍ eins og áður en einnig mun vera hægt að horfa í gegnum Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 esport, nýstofnaðri rás sem mun sýna frá bæði innlendum og erlendum rafíþróttum. Samantektarþáttur þar sem farið er yfir hasarinn úr öllum leikjum vikunnar fer síðan í loftið beint eftir síðasta leik á miðvikudegi og er sýndur aftur á fimmtudegi fyrir þá sem misstu af honum í beinni. Í gær fór í loftið upphitunarþáttur sem hægt er að horfa á hér. Hér má sjá frekari upplýsingar um hvernig keppnisfyrirkomulagið verður fram á sumar. Vodafone-deildin Tengdar fréttir Bein útsending: Upphitunarþáttur Vodafone-deildarinnar Upphitunarþáttur á Stöð 2 eSport fyrir Vodafone-deildina sem hefst á morgun. 24. mars 2020 21:16 „Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Keppt verður í þremur tölvuleikjum þegar útsendingar frá rafíþróttum hefjast á Stöð 2 eSport í dag. 20. mars 2020 07:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti
Vodanfone deildin hefst í kvöld þegar keppt verður bæði í Counter Strike: Global Offensive og League of Legends. Fylkir og Þór Akureyri etja kappi í CSGO og þrjú lið keppa í LoL. Hér að neðan má fylgjast með viðureign Fylkis og Þórs, sem er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og stendur yfir til ellefu. Klippa: Vodafone deildin - Fylkir vs. Þór Akureyri Viðureign KR og FH í LoL má sjá hér á Twitch. Viðureignir Fylkis og Turboapes United annars vegar og Samnio eSports og Tindastóls verða hinsvegar sýndar á morgun. Mikið um að vera fram á sumar Sýnt verður frá öllum viðureignum á miðvikudögum á meðan spilað er í Vodafone deildinni og hefjast útsendingarnar klukkan 19:30. Útsendingunni stýra Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson betur þekktir sem Monty! Og Izedi í rafíþróttaheiminum, en þeir hafa mannað lýsendaborðið síðasta árið. Hægt verður að fylgjast með útsendingum á Twitch rás RÍSÍ eins og áður en einnig mun vera hægt að horfa í gegnum Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 esport, nýstofnaðri rás sem mun sýna frá bæði innlendum og erlendum rafíþróttum. Samantektarþáttur þar sem farið er yfir hasarinn úr öllum leikjum vikunnar fer síðan í loftið beint eftir síðasta leik á miðvikudegi og er sýndur aftur á fimmtudegi fyrir þá sem misstu af honum í beinni. Í gær fór í loftið upphitunarþáttur sem hægt er að horfa á hér. Hér má sjá frekari upplýsingar um hvernig keppnisfyrirkomulagið verður fram á sumar.
Vodafone-deildin Tengdar fréttir Bein útsending: Upphitunarþáttur Vodafone-deildarinnar Upphitunarþáttur á Stöð 2 eSport fyrir Vodafone-deildina sem hefst á morgun. 24. mars 2020 21:16 „Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Keppt verður í þremur tölvuleikjum þegar útsendingar frá rafíþróttum hefjast á Stöð 2 eSport í dag. 20. mars 2020 07:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti
Bein útsending: Upphitunarþáttur Vodafone-deildarinnar Upphitunarþáttur á Stöð 2 eSport fyrir Vodafone-deildina sem hefst á morgun. 24. mars 2020 21:16
„Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Keppt verður í þremur tölvuleikjum þegar útsendingar frá rafíþróttum hefjast á Stöð 2 eSport í dag. 20. mars 2020 07:00