Rafíþróttir

Sportið í dag: Rafíþróttir koma með nýja vídd inn í íþróttaheiminn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Atli og Kristján Einar keppa í FIFA.
Kjartan Atli og Kristján Einar keppa í FIFA. Stöð 2 Sport/Skjáskot

Rafíþróttir, eða E-sports, njóta mikilla vinsælda þessa dagana og þá sérstaklega þar sem íþróttum í raunheiminum hefur nær öllum verið frestað ótímabundið vegna COVID-19.

Kristján Einar Kristjánsson er í forsvari fyrir rafíþróttir á Íslandi og var hann í viðtali hjá Kjartani Atla Kjartanssyni í Sportið í dag, í gær,  sem er nýr íþróttaþáttur í umsjón Kjartans og Henry Birgis Gunnarssonar.

Viðtalið við Kristján Einar má sjá í spilaranum hér að neðan en þar fer hann yfir víðan völl. Hann vildi þó lítið ræða leik þeirra Kjartans í hinum sívinsæla fótboltatölvuleik FIFA en Kjartan vann leikinn 2-0.

Kristján Einar sérhæfir sig persónulega í akstursleikjum og ættu unnendur Formúlu 1 hér á landi að kannast við kauða en hann hefur lýst Formúlu 1 á Stöð 2 Sport undanfarin sex ár.

„Þetta er að verða með stærstu afþreyingu í heimi og við erum að sjá milljónir fylgjast með í þessum stærstu leikjum,“ segir Kristján Einar um vinsældir raf íþrótta á heimsvísu.

„Það voru 170 þúsund manns á staðnum á heimsmeistaramótinu í Counter-Strike í fyrra,“ segir Kristján einnig en Counter-Strike er fyrstu persónu skotleikur sem margir Íslendingar þekkja mæta vel. Íþróttaleikir eru hins vegar sífellt að verða vinsælir, sérstaklega þar sem skortur er á íþróttum í raunheimum.

Klippa: E sport innslagið

Tengdar fréttir

Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram

„Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað.






×