Færri gjaldþrot en óttast var Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:40 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina. „Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“ Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24