IKEA skiptir versluninni í sex hólf vegna samkomubannsins Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 11:08 Starfsfólk IKEA mun tryggja að ekki séu fleiri en hundrað manns í hverju hólfi á hverjum tíma. Vísir/Vilhelm Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira