Hápunktar ársins 2020 í íslenskum íþróttum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 10:01 Þrátt fyrir allt var íþróttaárið 2020 viðburðarríkt. Eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins hafði kórónuveirufaraldurinn mikil áhrif á íslenskar íþróttir á árinu 2020. Ekki náðist að klára Íslandsmótið í stóru boltagreinunum þremur: fótbolta, handbolta og körfubolta. Íslandsmeistarar voru þó krýndir í fótbolta en ekki í handbolta og körfubolta. Kvennalið Fram í handbolta og karlalið Stjörnunnar í körfubolta misstu því af tækifærinu á að vinna þrefalt. Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks fengu sömuleiðis ekki tækifæri á því að vinna tvöfalt í fótboltanum því bikarkeppnin var blásin af. Valsmenn áttu einnig möguleika á að slá stigametið í efstu deild en ekkert varð af því. Þrátt fyrir það risastóra strik sem kórónuveirufaraldurinn setti í reikninginn var íslenska íþróttaárið 2020 þó nokkuð viðburðarríkt, ekki síst hjá Íslendingum erlendis. Við eignuðumst Evrópumeistara í fótbolta kvenna í fyrsta sinn, Martin Hermannsson vann tvöfalt í Þýskalandi og tvö fótboltalandslið tryggðu sér sæti á stórmóti. Hér fyrir neðan má lesa um tíu hápunkta ársins 2020 í íslenskum íþróttum. Sigurinn á Dönum Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf árið á því að vinna glæsilegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM. Guðmundur Guðmundsson hafði þar betur gegn liðinu sem hann þjálfaði áður og gerði að Ólympíumeisturum. „Guðmundur var kallaður Gullmundur í Danmörku eftir ÓL en var samt stanslaust talaður niður af fjölmiðlum. Samstarfsmenn komu ekki alltaf fram af virðingu og okkar maður var súr með viðskilnað sinn þar. Skiljanlega. Hann vill ekki segja það opinberlega en það er alveg klárt að þessi leikur í kvöld var persónulegur. Mjög persónulegur. Það sást á sprettinum í lok leiks og ég get varla ímyndað mér hversu sætt þetta var fyrir þennan stórkostlega þjálfara sem enn og aftur sannaði að hann er galdramaður,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í umfjöllun sinni um leikinn í Malmö. Aron Pálmarsson átti fullkominn leik gegn Dönum, skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar. Alexander Petersson var einnig frábær í fyrsta leik sínum með landsliðinu á stórmóti í fjögur ár. Þeir fengu báðir fullt hús í einkunnagjöf Vísis sem og Guðmundur. Ísland rúllaði yfir Rússland í næsta leik sínum á EM en tapaði svo fyrir Ungverjalandi. Íslendingar fóru því stigalausir í milliriðla. Þar unnu strákarnir okkar einn leik, gegn Portúgal, en töpuðu þremur og enduðu í 11. sæti. Evrópumótið 2020 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að þetta var 22. og síðasta stórmót Guðjóns Vals Sigurðssonar með íslenska landsliðinu. Hann lagði skóna á hilluna um vorið eftir langan og glæsilegan feril. Fyrsti bikarinn í Borgarnes Laugardagurinn 15. febrúar 2020 var stór í sögu Skallagríms en þá varð kvennalið félagsins bikarmeistari í körfubolta eftir sigur á KR, 66-49. Þetta var fyrsti stóri titilinn í sögu Skallagríms. Sigur Skallagríms í úrslitaleiknum var nokkuð öruggur þrátt fyrir að aðeins fimm leikmenn liðsins hafi komist á blað. Keira Robinson dró vagninn fyrir Borgnesinga, skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst og var valin maður leiksins. Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Systir hennar, Sigrún Sjöfn, er fyrirliði liðsins. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,“ sagði Guðrún við Vísi eftir leikinn. „Að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið.“ Ekki eru nema fimm ár síðan meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Skallagrími var endurvakinn. Liðið fór upp í Domino's deildina í fyrstu tilraun og hefur verið í hópi fremstu liða landsins síðan þá. Skallagrímur var í 3. sæti Domino's deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Bjarki Már markakóngur Bjarki Már Elísson fetaði í fótspor þeirra Sigurðar Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Bjarki skoraði 216 mörk í 27 deildarleikjum fyrir Lemgo áður en keppni í Þýskalandi var hætt vegna kórónuveirufaraldursins, eða átta mörk að meðaltali í leik. Landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán mörkum meira en Hans Lindberg, fyrrverandi samherji sinn hjá Füchse Berlin. Þetta var þriðji markakóngstitill Bjarka á ferlinum. Hann varð markakóngur efstu deildar á Íslandi með HK 2012-13 og markahæstur í þýsku B-deildinni 2014-15, þá leikmaður Eisenach. Bjarki hefur haldið uppteknum hætti með Lemgo á þessu tímabili og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Auk þess að raða inn mörkum fyrir Lemgo stóð Bjarki að venju fyrir sínu með íslenska landsliðinu. Hann var markahæstur Íslendinga á EM 2020 ásamt Aroni Pálmarssyni og Alexander Petersson með 23 mörk. Tvöfaldur sigur Martins Eftir að hafa tapað þremur úrslitaleikjum á fyrsta tímabili sínu hjá Alba Berlin snerist dæmið við hjá Martin Hermannssyni á öðru tímabilinu hjá þýska liðinu. Martin og félagar unnu öruggan sigur á Baskets Oldenburg, 89-67, í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Martin var stigahæstur á vellinum með tuttugu stig og var valinn maður leiksins. „Tilfinningin var hrikalega góð. Það er alltof langt síðan ég vann eitthvað. Það var 2014 þegar ég varð Íslandsmeistari með KR,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir bikarúrslitaleikinn. Í úrslitum um þýska meistaratitilinn mætti Alba Berlin Riesen Ludwigsburg. Martin og félagar unnu báða leikina, 163-139 samanlagt. Martin skoraði fjórtán stig í báðum leikjunum og var stigahæstur í liði Alba Berlin. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn við Vísi daginn eftir að Alba Berlin tryggði sér titilinn. Eftir tímabilið samdi Martin svo við Valencia á Spáni. Hann var eftirsóttur og á tíma benti flest til þess að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia vann á endaði kapphlaupið um Martin og hann hefur leikið í sterkustu deild Evrópu í vetur. Bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Rúmlega þriggja áratuga Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í kringlukasti féll á árinu þegar Guðni Valur Guðnason kastaði 69,35 metra á Haustkastmóti ÍR. Gamla metið hans Vésteins var 67,64 metrar. Kast Guðna Vals hefði skilað honum inn á Ólympíuleikana í Tókýó ef lágmarkatímabilið hefði verið opið. Guðni Valur keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og stefnir á að komast á leikana í Tókýó á næsta ári. Íslandsmetskast Guðna Vals skilaði honum 1232 stig samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Enginn Íslendingur hefur átt stigahærra afrek. Kast Guðna Vals var einnig fimmta lengsta kast ársins 2020 í heiminum í kringlukasti. Þriðji sigurinn í röð og mótsmet Íslandsmótið í golfi var eitt fárra íþróttamóta sem gat farið fram með nokkuð eðlilegum hætti. Að þessu sinni var leikið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Í kvennaflokki stóð Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið upp forskot Ragnhildar Kristinsdóttur á lokadegi mótsins. Úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Guðrún Brá hafði betur. Hún lék á einu höggi yfir pari. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill Guðrúnar Brár í röð en hún er sú fyrsta í 24 ár sem nær þeim áfanga. Auk þess að keppa hér heima lék Guðrún Brá á Evrópumótaröðinni. Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Hann lék frábært golf og setti nýtt mótsmet. Borgnesingurinn lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á lokahringnum. Bjarki glímdi við mikinn keppniskvíða eins og hann ræddi í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann náði tökum á honum með aðstoð íþróttasálfræðings. „Kvíðinn minn kom þannig út að mér fannst ég alltaf vera að gera þetta fyrir aðra. Ég var alltaf svo óánægður með sjálfan mig að ég væri alltaf að bregðast öðrum í kringum mig. Vinnan fór mikið í það að losa allar tilfinningar gagnvart leiknum,“ sagði Bjarki. „Það var þetta að vera ekki með alltof miklar tilfinningar gagnvart útkomunni.“ Árið hennar Söru Sara Björk Gunnarsdóttir átti eitt besta ár sem íslensks íþróttamanns í sögunni. Hápunktur þess var þegar landsliðsfyrirliðinn varð Evrópumeistari með Lyon og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. „Þetta hefur verið stefnan frá því að ég fór út í atvinnumennsku í Svíþjóð en var samt svo ótrúlega fjarlægt á þeim tímapunkti. Ég hugsaði bara að það yrði svo svakalegt að ná að vinna þennan titil. Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi og gera allt til að komast á þann stað, eða að minnsta kosti nálægt honum,“ sagði Sara við Vísi eftir leikinn. Auk þess að verða Evrópumeistari með Lyon vann Sara frönsku bikarkeppnina með liðinu og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi með Wolfsburg. Þá hjálpaði hún íslenska landsliðinu að komast á EM 2022. Sara lék alla leiki Íslands í undankeppninni og skoraði tvö mörk, bæði í 1-3 sigri á Slóvakíu. Sara bætti einnig leikjamet íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í október þegar hún lék sinn 134. landsleik. Alls eru landsleikirnir orðnir 136 og mörkin 22. Sara var tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar og þá var hún í 24. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur heims. Fetuðu í fótspor gullkynslóðarinnar Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér sæti á EM á næsta ári í lok ársins. Þetta er í annað sinn sem Ísland kemst á lokamót EM en gullkynslóðin svokallaða sem hefur borið uppi A-landsliðið undanfarin ár komst á EM 2011. Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði íslensku strákunum sigur á Svíþjóð, 1-0, í fyrsta leik ársins. Íslendingar fylgdu því svo eftir með 2-0 sigri á Lúxemborg. Staðan þrengdist hins vegar eftir sárgrætilegt tap fyrir Ítalíu í Víkinni, 1-2, 12. nóvember. Íslendingar fengu á sig mark í uppbótartíma í leiknum. Í næsta leik, gegn Írlandi, snerist dæmið við og Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Íslandi sigur með marki í uppbótartíma. Íslandi var dæmdur 3-0 sigur á Armeníu í lokaumferð undankeppninnar. Eftir nokkra reikistefnu var það svo ljóst 20. nóvember að Ísland væri komið á EM sem eitt þeirra fimm liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Ísland verður í riðli með Danmörku, Frakklandi og Rússlandi á EM. Riðlakeppnin fer fram 24.-31. mars og úrslitakeppnin 31. maí-6. júní. Ljóst er að Arnar Þór Viðarsson, sem kom Íslandi á EM, verður ekki með strákunum á lokamótinu þar sem hann var ráðinn þjálfari A-landsliðsins skömmu fyrir jól. Komust á fjórða Evrópumótið í röð Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð á árinu. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum á Pinatar Cup í mars og undankeppni EM tók svo við um haustið. Ísland byrjaði á því að valta yfir Lettland, 9-0, og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronsliðið á síðasta heimsmeistaramótinu. Elín Metta Jensen skoraði jöfnunarmarkið gegn Svíum en hún var markahæst íslenska liðsins í undankeppninni með sex mörk. Hinar ungu Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir minntu rækilega á sig með góðri frammistöðu í leikjunum tveimur. Þrír síðustu leikir Íslands í undankeppni EM voru á útivelli. Íslendingar byrjuðu á því að tapa fyrir Svíum, 2-0, en komu til baka og unnu 1-3 sigur á Slóvakíu þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði úr tveimur vítaspyrnum. Á Fullveldisdaginn vann Ísland svo 0-1 sigur á Ungverjalandi þökk sé Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem skoraði einnig gegn Slóvakíu. Seinna um kvöldið kom svo í ljós að Ísland var komið á EM sem eitt þeirra liða sem var með besta árangurinn í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Fögnuðurinn eftir leikinn dró hins vegar dilk á eftir sér. Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari eftir að hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn undir áhrifum áfengis. KSÍ leitar nú að eftirmanni hans sem mun stýra Íslandi á EM í Englandi 2022. Draumatímabil Ingibjargar Fyrsta tímabil Ingibjargar Sigurðardóttur hjá Vålerenga gekk eins og í lygasögu. Hún varð tvöfaldur meistari með liðinu og var auk þess valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég vissi að ég væri að fara í gott lið og ég vissi að það myndi örugglega ganga vel en kannski ekki svona rosalega. Það kom mér á óvart hvernig menningin er í liðinu og félaginu. Svo hefur bara allt gengið eins og í sögu,“ sagði Ingibjörg þegar hún fór yfir tímabilið í samtali við Vísi. Auk þess að leika lykilhlutverk í vörn Vålerenga skoraði Grindvíkingurinn fimm mörk í norsku úrvalsdeildinni. „Ég veit það ekki alveg. Ég er náttúrulega með Sherida Spitse í liði, goðsögn í Hollandi sem hefur unnið EM. Hún er með frábærar spyrnur og mjög góðar hornspyrnur, maður getur eiginlega ekki klúðrað þegar það koma svona góðir boltar fyrir markið. Svo hefur þetta einhvern veginn fallið fyrir mig. Auðvitað er smá heppni að þetta hafi gengið svona ótrúlega vel, mikil vinna á bakvið það líka samt sem áður,“ sagði Ingibjörg hógværðin uppmáluð er hún var spurð út í markheppni sína á tímabilinu. Ofan á árangurinn með Vålerenga var Ingibjörg í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Ekki náðist að klára Íslandsmótið í stóru boltagreinunum þremur: fótbolta, handbolta og körfubolta. Íslandsmeistarar voru þó krýndir í fótbolta en ekki í handbolta og körfubolta. Kvennalið Fram í handbolta og karlalið Stjörnunnar í körfubolta misstu því af tækifærinu á að vinna þrefalt. Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks fengu sömuleiðis ekki tækifæri á því að vinna tvöfalt í fótboltanum því bikarkeppnin var blásin af. Valsmenn áttu einnig möguleika á að slá stigametið í efstu deild en ekkert varð af því. Þrátt fyrir það risastóra strik sem kórónuveirufaraldurinn setti í reikninginn var íslenska íþróttaárið 2020 þó nokkuð viðburðarríkt, ekki síst hjá Íslendingum erlendis. Við eignuðumst Evrópumeistara í fótbolta kvenna í fyrsta sinn, Martin Hermannsson vann tvöfalt í Þýskalandi og tvö fótboltalandslið tryggðu sér sæti á stórmóti. Hér fyrir neðan má lesa um tíu hápunkta ársins 2020 í íslenskum íþróttum. Sigurinn á Dönum Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf árið á því að vinna glæsilegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM. Guðmundur Guðmundsson hafði þar betur gegn liðinu sem hann þjálfaði áður og gerði að Ólympíumeisturum. „Guðmundur var kallaður Gullmundur í Danmörku eftir ÓL en var samt stanslaust talaður niður af fjölmiðlum. Samstarfsmenn komu ekki alltaf fram af virðingu og okkar maður var súr með viðskilnað sinn þar. Skiljanlega. Hann vill ekki segja það opinberlega en það er alveg klárt að þessi leikur í kvöld var persónulegur. Mjög persónulegur. Það sást á sprettinum í lok leiks og ég get varla ímyndað mér hversu sætt þetta var fyrir þennan stórkostlega þjálfara sem enn og aftur sannaði að hann er galdramaður,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í umfjöllun sinni um leikinn í Malmö. Aron Pálmarsson átti fullkominn leik gegn Dönum, skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar. Alexander Petersson var einnig frábær í fyrsta leik sínum með landsliðinu á stórmóti í fjögur ár. Þeir fengu báðir fullt hús í einkunnagjöf Vísis sem og Guðmundur. Ísland rúllaði yfir Rússland í næsta leik sínum á EM en tapaði svo fyrir Ungverjalandi. Íslendingar fóru því stigalausir í milliriðla. Þar unnu strákarnir okkar einn leik, gegn Portúgal, en töpuðu þremur og enduðu í 11. sæti. Evrópumótið 2020 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að þetta var 22. og síðasta stórmót Guðjóns Vals Sigurðssonar með íslenska landsliðinu. Hann lagði skóna á hilluna um vorið eftir langan og glæsilegan feril. Fyrsti bikarinn í Borgarnes Laugardagurinn 15. febrúar 2020 var stór í sögu Skallagríms en þá varð kvennalið félagsins bikarmeistari í körfubolta eftir sigur á KR, 66-49. Þetta var fyrsti stóri titilinn í sögu Skallagríms. Sigur Skallagríms í úrslitaleiknum var nokkuð öruggur þrátt fyrir að aðeins fimm leikmenn liðsins hafi komist á blað. Keira Robinson dró vagninn fyrir Borgnesinga, skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst og var valin maður leiksins. Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Systir hennar, Sigrún Sjöfn, er fyrirliði liðsins. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,“ sagði Guðrún við Vísi eftir leikinn. „Að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið.“ Ekki eru nema fimm ár síðan meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Skallagrími var endurvakinn. Liðið fór upp í Domino's deildina í fyrstu tilraun og hefur verið í hópi fremstu liða landsins síðan þá. Skallagrímur var í 3. sæti Domino's deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Bjarki Már markakóngur Bjarki Már Elísson fetaði í fótspor þeirra Sigurðar Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Bjarki skoraði 216 mörk í 27 deildarleikjum fyrir Lemgo áður en keppni í Þýskalandi var hætt vegna kórónuveirufaraldursins, eða átta mörk að meðaltali í leik. Landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán mörkum meira en Hans Lindberg, fyrrverandi samherji sinn hjá Füchse Berlin. Þetta var þriðji markakóngstitill Bjarka á ferlinum. Hann varð markakóngur efstu deildar á Íslandi með HK 2012-13 og markahæstur í þýsku B-deildinni 2014-15, þá leikmaður Eisenach. Bjarki hefur haldið uppteknum hætti með Lemgo á þessu tímabili og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Auk þess að raða inn mörkum fyrir Lemgo stóð Bjarki að venju fyrir sínu með íslenska landsliðinu. Hann var markahæstur Íslendinga á EM 2020 ásamt Aroni Pálmarssyni og Alexander Petersson með 23 mörk. Tvöfaldur sigur Martins Eftir að hafa tapað þremur úrslitaleikjum á fyrsta tímabili sínu hjá Alba Berlin snerist dæmið við hjá Martin Hermannssyni á öðru tímabilinu hjá þýska liðinu. Martin og félagar unnu öruggan sigur á Baskets Oldenburg, 89-67, í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Martin var stigahæstur á vellinum með tuttugu stig og var valinn maður leiksins. „Tilfinningin var hrikalega góð. Það er alltof langt síðan ég vann eitthvað. Það var 2014 þegar ég varð Íslandsmeistari með KR,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir bikarúrslitaleikinn. Í úrslitum um þýska meistaratitilinn mætti Alba Berlin Riesen Ludwigsburg. Martin og félagar unnu báða leikina, 163-139 samanlagt. Martin skoraði fjórtán stig í báðum leikjunum og var stigahæstur í liði Alba Berlin. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn við Vísi daginn eftir að Alba Berlin tryggði sér titilinn. Eftir tímabilið samdi Martin svo við Valencia á Spáni. Hann var eftirsóttur og á tíma benti flest til þess að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia vann á endaði kapphlaupið um Martin og hann hefur leikið í sterkustu deild Evrópu í vetur. Bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Rúmlega þriggja áratuga Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í kringlukasti féll á árinu þegar Guðni Valur Guðnason kastaði 69,35 metra á Haustkastmóti ÍR. Gamla metið hans Vésteins var 67,64 metrar. Kast Guðna Vals hefði skilað honum inn á Ólympíuleikana í Tókýó ef lágmarkatímabilið hefði verið opið. Guðni Valur keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og stefnir á að komast á leikana í Tókýó á næsta ári. Íslandsmetskast Guðna Vals skilaði honum 1232 stig samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Enginn Íslendingur hefur átt stigahærra afrek. Kast Guðna Vals var einnig fimmta lengsta kast ársins 2020 í heiminum í kringlukasti. Þriðji sigurinn í röð og mótsmet Íslandsmótið í golfi var eitt fárra íþróttamóta sem gat farið fram með nokkuð eðlilegum hætti. Að þessu sinni var leikið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Í kvennaflokki stóð Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið upp forskot Ragnhildar Kristinsdóttur á lokadegi mótsins. Úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Guðrún Brá hafði betur. Hún lék á einu höggi yfir pari. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill Guðrúnar Brár í röð en hún er sú fyrsta í 24 ár sem nær þeim áfanga. Auk þess að keppa hér heima lék Guðrún Brá á Evrópumótaröðinni. Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Hann lék frábært golf og setti nýtt mótsmet. Borgnesingurinn lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á lokahringnum. Bjarki glímdi við mikinn keppniskvíða eins og hann ræddi í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann náði tökum á honum með aðstoð íþróttasálfræðings. „Kvíðinn minn kom þannig út að mér fannst ég alltaf vera að gera þetta fyrir aðra. Ég var alltaf svo óánægður með sjálfan mig að ég væri alltaf að bregðast öðrum í kringum mig. Vinnan fór mikið í það að losa allar tilfinningar gagnvart leiknum,“ sagði Bjarki. „Það var þetta að vera ekki með alltof miklar tilfinningar gagnvart útkomunni.“ Árið hennar Söru Sara Björk Gunnarsdóttir átti eitt besta ár sem íslensks íþróttamanns í sögunni. Hápunktur þess var þegar landsliðsfyrirliðinn varð Evrópumeistari með Lyon og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. „Þetta hefur verið stefnan frá því að ég fór út í atvinnumennsku í Svíþjóð en var samt svo ótrúlega fjarlægt á þeim tímapunkti. Ég hugsaði bara að það yrði svo svakalegt að ná að vinna þennan titil. Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi og gera allt til að komast á þann stað, eða að minnsta kosti nálægt honum,“ sagði Sara við Vísi eftir leikinn. Auk þess að verða Evrópumeistari með Lyon vann Sara frönsku bikarkeppnina með liðinu og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi með Wolfsburg. Þá hjálpaði hún íslenska landsliðinu að komast á EM 2022. Sara lék alla leiki Íslands í undankeppninni og skoraði tvö mörk, bæði í 1-3 sigri á Slóvakíu. Sara bætti einnig leikjamet íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í október þegar hún lék sinn 134. landsleik. Alls eru landsleikirnir orðnir 136 og mörkin 22. Sara var tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar og þá var hún í 24. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur heims. Fetuðu í fótspor gullkynslóðarinnar Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér sæti á EM á næsta ári í lok ársins. Þetta er í annað sinn sem Ísland kemst á lokamót EM en gullkynslóðin svokallaða sem hefur borið uppi A-landsliðið undanfarin ár komst á EM 2011. Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði íslensku strákunum sigur á Svíþjóð, 1-0, í fyrsta leik ársins. Íslendingar fylgdu því svo eftir með 2-0 sigri á Lúxemborg. Staðan þrengdist hins vegar eftir sárgrætilegt tap fyrir Ítalíu í Víkinni, 1-2, 12. nóvember. Íslendingar fengu á sig mark í uppbótartíma í leiknum. Í næsta leik, gegn Írlandi, snerist dæmið við og Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Íslandi sigur með marki í uppbótartíma. Íslandi var dæmdur 3-0 sigur á Armeníu í lokaumferð undankeppninnar. Eftir nokkra reikistefnu var það svo ljóst 20. nóvember að Ísland væri komið á EM sem eitt þeirra fimm liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Ísland verður í riðli með Danmörku, Frakklandi og Rússlandi á EM. Riðlakeppnin fer fram 24.-31. mars og úrslitakeppnin 31. maí-6. júní. Ljóst er að Arnar Þór Viðarsson, sem kom Íslandi á EM, verður ekki með strákunum á lokamótinu þar sem hann var ráðinn þjálfari A-landsliðsins skömmu fyrir jól. Komust á fjórða Evrópumótið í röð Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð á árinu. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum á Pinatar Cup í mars og undankeppni EM tók svo við um haustið. Ísland byrjaði á því að valta yfir Lettland, 9-0, og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronsliðið á síðasta heimsmeistaramótinu. Elín Metta Jensen skoraði jöfnunarmarkið gegn Svíum en hún var markahæst íslenska liðsins í undankeppninni með sex mörk. Hinar ungu Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir minntu rækilega á sig með góðri frammistöðu í leikjunum tveimur. Þrír síðustu leikir Íslands í undankeppni EM voru á útivelli. Íslendingar byrjuðu á því að tapa fyrir Svíum, 2-0, en komu til baka og unnu 1-3 sigur á Slóvakíu þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði úr tveimur vítaspyrnum. Á Fullveldisdaginn vann Ísland svo 0-1 sigur á Ungverjalandi þökk sé Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem skoraði einnig gegn Slóvakíu. Seinna um kvöldið kom svo í ljós að Ísland var komið á EM sem eitt þeirra liða sem var með besta árangurinn í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Fögnuðurinn eftir leikinn dró hins vegar dilk á eftir sér. Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari eftir að hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn undir áhrifum áfengis. KSÍ leitar nú að eftirmanni hans sem mun stýra Íslandi á EM í Englandi 2022. Draumatímabil Ingibjargar Fyrsta tímabil Ingibjargar Sigurðardóttur hjá Vålerenga gekk eins og í lygasögu. Hún varð tvöfaldur meistari með liðinu og var auk þess valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég vissi að ég væri að fara í gott lið og ég vissi að það myndi örugglega ganga vel en kannski ekki svona rosalega. Það kom mér á óvart hvernig menningin er í liðinu og félaginu. Svo hefur bara allt gengið eins og í sögu,“ sagði Ingibjörg þegar hún fór yfir tímabilið í samtali við Vísi. Auk þess að leika lykilhlutverk í vörn Vålerenga skoraði Grindvíkingurinn fimm mörk í norsku úrvalsdeildinni. „Ég veit það ekki alveg. Ég er náttúrulega með Sherida Spitse í liði, goðsögn í Hollandi sem hefur unnið EM. Hún er með frábærar spyrnur og mjög góðar hornspyrnur, maður getur eiginlega ekki klúðrað þegar það koma svona góðir boltar fyrir markið. Svo hefur þetta einhvern veginn fallið fyrir mig. Auðvitað er smá heppni að þetta hafi gengið svona ótrúlega vel, mikil vinna á bakvið það líka samt sem áður,“ sagði Ingibjörg hógværðin uppmáluð er hún var spurð út í markheppni sína á tímabilinu. Ofan á árangurinn með Vålerenga var Ingibjörg í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira