Ræddu hörundsára stuðningsmenn Liverpool og „glímu“ þeirra við Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 12:01 Jürgen Klopp heilsar Jose Mourinho fyrir leikinn í gær en til hliðar er stuðningsmaður Liverpool. AP/samsett/Peter Powell Það er nánast hægt að ganga að því vísu að stuðningsmenn Liverpool ganga næstum því af göflunum í aðdraganda leikja liðsins á móti liðum knattspyrnustjórans Jose Mourinho. Liverpool er aftur komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Tottenham í toppslagnum í gær. Strákarnir í Sportinu í dag töluðu um Liverpool og hegðun Jose Mourinho fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason eru reglulega með hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag á Vísi og ræða þar allt sem kemur að íþróttum. Fyrir leik Liverpool og Tottenham í gær þá ræddu þeir aðeins hörundsára stuðningsmenn Liverpool og knattspyrnustjórann Jose Mourinho. „Ég held að það sé enginn þjálfari í heiminum sem nær að fara undir húðina á stuðningsmönnum andstæðinga sinna heldur en Jose Mourinho gerir við stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Rikki G. „Hann nær að taka út einhvern djöful í hverjum einasta stuðningsmanni. Þetta er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ bætti Rikki G en það má sjá allan þáttinn í gær hér fyrir neðan. „Maður hefur séð fylgismenn í samfélaginu vera að fara á taugum á Twitter. Hann er að gera þetta við ykkur í tíunda sinn og þið ætlið ekki að fatta trollið. Hann er að pakka ykkur saman,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Liverpool stuðningsmanna. „Það skiptir ekki máli með hvaða liði hann er. Hann nær þessu alltaf. Það skiptir ekki máli hvar hann er í deildinni eða hvort að hann sé einhver samkeppni fyrir Liverpool. Honum tekst alltaf að gera stuðningsmennina geðveika,“ sagði Rikki G. Jose Mourinho fór mikinn í aðdraganda leiksins í gær og ekki síst með því að gera lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins. „Ég hugsa að Jürgen Klopp sé ekkert að láta þetta á sig fá og hann er alveg pollrólegur yfir þessum ummælum. Það var bara allt vitlaust hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ég fór á Twitter í gær og hver einn og einasti fór að grafa upp eitthvað gamalt um Mourinho,“ sagði Rikki G. „Ég held að Mourinho sé fyrstur að viðurkenna það að hann sé hræsnari. Hann segir bara það sem þarf að segja á hverjum tíma,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Henry Birgir spáði leiknum 1-0 fyrir Tottenham, Rikki G. bjóst við jafntefli en Kjartan Atli var sá eini sem hafði rétt fyrir sér með því að spá Liverpool sigri. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan eða allar þættina með því að smella hér fyrir neðan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 17. desember 2020 09:01 Stuðningsmenn Liverpool fengu fleiri góðar fréttir í gær Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. 17. desember 2020 07:00 Mourinho sagði úrslitin ósanngjörn og skaut á hegðun Klopp Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að liðið hefði átt að taka stigin þrjú með frá Anfield í kvöld er Tottenham og Liverpool mættust. 16. desember 2020 22:34 Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool og Tottenham, eigast við á Anfield. 16. desember 2020 21:53 Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Liverpool er aftur komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Tottenham í toppslagnum í gær. Strákarnir í Sportinu í dag töluðu um Liverpool og hegðun Jose Mourinho fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason eru reglulega með hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag á Vísi og ræða þar allt sem kemur að íþróttum. Fyrir leik Liverpool og Tottenham í gær þá ræddu þeir aðeins hörundsára stuðningsmenn Liverpool og knattspyrnustjórann Jose Mourinho. „Ég held að það sé enginn þjálfari í heiminum sem nær að fara undir húðina á stuðningsmönnum andstæðinga sinna heldur en Jose Mourinho gerir við stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Rikki G. „Hann nær að taka út einhvern djöful í hverjum einasta stuðningsmanni. Þetta er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ bætti Rikki G en það má sjá allan þáttinn í gær hér fyrir neðan. „Maður hefur séð fylgismenn í samfélaginu vera að fara á taugum á Twitter. Hann er að gera þetta við ykkur í tíunda sinn og þið ætlið ekki að fatta trollið. Hann er að pakka ykkur saman,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Liverpool stuðningsmanna. „Það skiptir ekki máli með hvaða liði hann er. Hann nær þessu alltaf. Það skiptir ekki máli hvar hann er í deildinni eða hvort að hann sé einhver samkeppni fyrir Liverpool. Honum tekst alltaf að gera stuðningsmennina geðveika,“ sagði Rikki G. Jose Mourinho fór mikinn í aðdraganda leiksins í gær og ekki síst með því að gera lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins. „Ég hugsa að Jürgen Klopp sé ekkert að láta þetta á sig fá og hann er alveg pollrólegur yfir þessum ummælum. Það var bara allt vitlaust hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ég fór á Twitter í gær og hver einn og einasti fór að grafa upp eitthvað gamalt um Mourinho,“ sagði Rikki G. „Ég held að Mourinho sé fyrstur að viðurkenna það að hann sé hræsnari. Hann segir bara það sem þarf að segja á hverjum tíma,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Henry Birgir spáði leiknum 1-0 fyrir Tottenham, Rikki G. bjóst við jafntefli en Kjartan Atli var sá eini sem hafði rétt fyrir sér með því að spá Liverpool sigri. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan eða allar þættina með því að smella hér fyrir neðan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 17. desember 2020 09:01 Stuðningsmenn Liverpool fengu fleiri góðar fréttir í gær Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. 17. desember 2020 07:00 Mourinho sagði úrslitin ósanngjörn og skaut á hegðun Klopp Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að liðið hefði átt að taka stigin þrjú með frá Anfield í kvöld er Tottenham og Liverpool mættust. 16. desember 2020 22:34 Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool og Tottenham, eigast við á Anfield. 16. desember 2020 21:53 Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 17. desember 2020 09:01
Stuðningsmenn Liverpool fengu fleiri góðar fréttir í gær Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. 17. desember 2020 07:00
Mourinho sagði úrslitin ósanngjörn og skaut á hegðun Klopp Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að liðið hefði átt að taka stigin þrjú með frá Anfield í kvöld er Tottenham og Liverpool mættust. 16. desember 2020 22:34
Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool og Tottenham, eigast við á Anfield. 16. desember 2020 21:53