Óvissa varðandi hópamyndanir utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2020 15:41 Frá gluggatónleikum Auðar á laugardaginn. Prikið/Twitch Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum. Tónlistarmaðurinn Auður lék tónlist sína fyrir vegfarendur á Laugavegi síðdegis á laugardag. Margir stöldruðu við fyrir utan gluggann en fyrir innan hann var Auður í litlu rými og söng sín þekktustu lög. Hópamyndunin varð umtalsverð en samkvæmt reglum um um fjöldatakmarkanir er hámarksfjöldi í sama rými tíu. Þeir sem gerast sekir um að skipuleggja samkomu sem brýtur gegn reglum um fjöldatakmörkun geta átt fyrir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt. Reglurnar eins og þær líta út í dag.covid.is Hvorki lögregla, almannavarnir, sóttvarnalæknir eða heilbrigðisráðuneytið hafa enn sem komið er treyst sér til að leggja mat á hvort þessi hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi á laugardag geti talist sem brot við reglum um fjöldatakmarkanir. Ekki einfalt mat „Það er lögreglan sem metur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað fyrirspurninni til þeirra sem setja reglurnar. Fréttastofa er með útistandandi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið um málið. Þórólfur segir þetta ekki einfalt mat. „Það eru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þessu að meta hvernig á að skilgreina rými utandyra,“ segir Þórólfur. Þá þurfi að meta hvort fólk hafi staldrað stutt við. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Almannavarnir „Við vitum að það þarf ákveðinn tíma í ákveðinni nánd til að smithætta sé til staðar. Ef fólk er á hreyfingu fram hjá hvert öðru er smithætta ekki mikil. Þetta er mat sem lögreglan verður að leggja á þetta. Ég treysti mér ekki til þess, ég var ekki þarna, hef bara skoðað myndir af þessu sem er ekki nægjanlegt til að leggja mat á þetta,“ Útitónleikar ekki í anda reglna Spurður hvort þetta gæti opnað möguleika á útitónleikum segir Þórólfur að það yrði ekki anda reglnanna. „Og ég hef rætt við borgarstjóra um það að þetta væri ekki í anda sóttvarnarreglna. Ég held að hann ætli að skoða það frekar með sínu fólki að það yrði mælst til að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Prikið hefur tilkynnt að það muni ekki halda fleiri gluggatónleika. Verða þeir framvegis einungis aðgengilegir í streymi. Hins vegar hélt Þjóðleikhúsið um liðna helgi útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Þórólfur segir Þjóðleikhúsið hafa fengið leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir slíkri uppákomu. „Það er líka vert að minnast á að þetta var gjörningur fyrir börn sem eru undanþegin þessum sóttvarnarreglum. Nákvæmlega hvernig þetta var svo framkvæmt veit ég ekki,“ segir Þórólfur. Hann biður alla sem skipuleggja viðburði utandyra að hugsa grunninn í sóttvarnatilmælum. „Þetta á að vera tiltölulega einfalt hvað má og hvað ekki og hvað er varhugavert og hvað ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður lék tónlist sína fyrir vegfarendur á Laugavegi síðdegis á laugardag. Margir stöldruðu við fyrir utan gluggann en fyrir innan hann var Auður í litlu rými og söng sín þekktustu lög. Hópamyndunin varð umtalsverð en samkvæmt reglum um um fjöldatakmarkanir er hámarksfjöldi í sama rými tíu. Þeir sem gerast sekir um að skipuleggja samkomu sem brýtur gegn reglum um fjöldatakmörkun geta átt fyrir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt. Reglurnar eins og þær líta út í dag.covid.is Hvorki lögregla, almannavarnir, sóttvarnalæknir eða heilbrigðisráðuneytið hafa enn sem komið er treyst sér til að leggja mat á hvort þessi hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi á laugardag geti talist sem brot við reglum um fjöldatakmarkanir. Ekki einfalt mat „Það er lögreglan sem metur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað fyrirspurninni til þeirra sem setja reglurnar. Fréttastofa er með útistandandi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið um málið. Þórólfur segir þetta ekki einfalt mat. „Það eru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þessu að meta hvernig á að skilgreina rými utandyra,“ segir Þórólfur. Þá þurfi að meta hvort fólk hafi staldrað stutt við. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Almannavarnir „Við vitum að það þarf ákveðinn tíma í ákveðinni nánd til að smithætta sé til staðar. Ef fólk er á hreyfingu fram hjá hvert öðru er smithætta ekki mikil. Þetta er mat sem lögreglan verður að leggja á þetta. Ég treysti mér ekki til þess, ég var ekki þarna, hef bara skoðað myndir af þessu sem er ekki nægjanlegt til að leggja mat á þetta,“ Útitónleikar ekki í anda reglna Spurður hvort þetta gæti opnað möguleika á útitónleikum segir Þórólfur að það yrði ekki anda reglnanna. „Og ég hef rætt við borgarstjóra um það að þetta væri ekki í anda sóttvarnarreglna. Ég held að hann ætli að skoða það frekar með sínu fólki að það yrði mælst til að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Prikið hefur tilkynnt að það muni ekki halda fleiri gluggatónleika. Verða þeir framvegis einungis aðgengilegir í streymi. Hins vegar hélt Þjóðleikhúsið um liðna helgi útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Þórólfur segir Þjóðleikhúsið hafa fengið leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir slíkri uppákomu. „Það er líka vert að minnast á að þetta var gjörningur fyrir börn sem eru undanþegin þessum sóttvarnarreglum. Nákvæmlega hvernig þetta var svo framkvæmt veit ég ekki,“ segir Þórólfur. Hann biður alla sem skipuleggja viðburði utandyra að hugsa grunninn í sóttvarnatilmælum. „Þetta á að vera tiltölulega einfalt hvað má og hvað ekki og hvað er varhugavert og hvað ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21