„Ráð sem duga“ Erna Bjarnadóttir skrifar 15. desember 2020 13:16 Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. En hvað getur að líta við nánari skoðun á löggjöf og framkvæmd þessara mála í nágrannalöndum okkar sem líkt og við, eru aðilar að EES-samningnum. Samkeppnisaðstæður í nágrannalöndum - Noregur Nýverið kom út skýrsla frá Lagastofnun Háskóla Íslands um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar. Í henni er fjallað ítarlega um undanþágureglu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Í stuttu máli er niðurstaða hennar sú að EES-samningurinn gildir aðeins um afmörkuð svið landbúnaðar og af því leiðir að samkeppnisreglur EES-samningsins gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um landbúnað. Norsku samkeppnislögin veita stjórnvöldum heimild til að ákveða með reglugerð að ákveðin starfsemi í landbúnaði (og sjávarútvegi) sé undanþegin banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Um þetta er fjallað ítarlega í fyrrnefndri skýrslu. Þessu til viðbótar má nefna að í greinargerð, sem norsk stjórnvöld (þ.m.t. norska samkeppniseftirlitið) sendu til nefndar um samkeppnismál á vegum OECD, er að finna umfjöllun um markaði fyrir landbúnaðarafurðir í Noregi (sjá málsgrein 43 í skýrslu OECD sem er aðgengileg hér. Þar segir, lauslega þýtt á íslensku: „Landbúnaðarmarkaðir í Noregi hafa víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum. Í 3. gr. samkeppnislaga er undanþága frá 10. og 11. gr. laganna (sem samsvarar greinum 101. og 102. ESB sáttmálans) um fiskveiðar og landbúnað. Markmiðið er að bæta og koma á stöðugleika í tekjum fyrir bændur. Undanþágan hefur víðtækt gildissvið þar sem hún gerir bændum kleift að gera hvers konar samninga, t.d. til að laga verð og magn og misnota markaðsráðandi stöðu. Markaðshegðun verður að vera í samræmi við lög, reglugerðir eða árlegan samning milli bændasamtakanna og stjórnvalda. Undanþágan er þó takmörkuð þar sem samkeppnishamlandi aðgerðir verða að vera í samræmi við landbúnaðarstefnu eða landbúnaðarreglur. Það eru aðallega samvinnufélög bænda sem hafa leyfi til að stjórna magni og verði en þeim er ekki heimilt að vinna með samkeppnisaðilum sínum.“ Samkeppnisreglur fyrir landbúnað í ESB Landbúnaðarstefna ESB byggir á Lissabon sáttmálanum (sjá 38. gr.-44. gr.) þar sem grunnurinn er lagður að heimildum til víðtæks markaðsskipulags og samstarfs framleiðenda. Í löggjöf ESB er þannig að finna víðtækar undanþágureglur frá samkeppnisreglum ESB sem taka sérstaklega til landbúnaðar. Þær taka til bænda, bændasamtaka eða annarra samtaka þeirra þ.á.m. samtaka framleiðenda og félagasamtaka samtaka framleiðenda. Þessar reglur eru varanlegar og byggja á því að koma skal á sameiginlegu markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir til að ná markmiðum landbúnaðarstefnunnar (sjá 1. tl. 40 gr.). Þá má nefna að í löggjöf ESB er að finna undanþágu frá samkeppnisreglum vegna samninga og ákvarðana á tímabilum þegar mikið ójafnvægi er á mörkuðum. Þegar slík aðstaða er fyrir hendi getur framkvæmdastjórnin samþykkt að bann við ólögmætu samráði gildi ekki um vissa samninga og ákvarðanir viðurkenndra samtaka framleiðenda, félaga þeirra og viðurkenndra fjölgreinasamtaka. Auk þess eru sérsakar undanþágureglur fyrir tiltekna geira landbúnaðar samkvæmt reglugerðinni. Á undanförnum misserum hefur framkvæmdastjórn ESB beitt þessum valdheimildum vegna heimsfaraldursins, auk þess að samþykkja sérstakar stuðningsaðgerðir vegna alvarlegs ástands í evrópskum landbúnaði. Framkvæmd EES-samningsins er snýr að landbúnaðarvörum Norsk stjórnvöld hafa farið sér mun hægar í samningum við ESB en Ísland, bæði á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og Bókunar 3 við samninginn. Stjórnvöld í Noregi virðast leggja mikla áherslu á að ávinningur af auknum tollfrjálsum markaðsaðgangi samkvæmt samningnum sé gagnkvæmur – m.ö.o. gagnist bæði norskum aðilum og aðilum innan ESB. Meðan Noregur nýti ekki að fullu sína kvóta fyrir markaðsaðgang til ESB virðist ekki á dagskrá að auka markaðsaðgang ESB til Noregs. Mikið vantar á að tollkvótar Íslands inn á markaði ESB séu fullnýttir og sumir þeirra hafa sennilega aldrei verið notaðir eins og t.d. fyrir svínakjöt. Gagnkvæmir samningar um viðskipti eiga að sjálfsögðu að vera báðum aðilum til hagsbóta en ekki bara öðrum eins og undirstrikað er í málsgreininni hér að ofan. Ætla má að allir kvótar sem ESB hefur fyrir markaðsaðgang hingað til lands séu fullnýttir, tölur um innflutning benda eindregið til þess. Úthlutun tollfrjálsra kvóta Því hefur þráfaldlega verið haldið fram að nærri stappi að Ísland brjóti alþjóðasamninga með því að bjóða kvóta fyrir tollfrjálsan markaðsaðgang til sölu. Þetta er víðs fjarri að vera satt. Sjálft ESB selur slíka kvóta og er þar nærtækast að nefna að greiða þarf fyrir tollfrjálsa kvóta fyrir skyr, inn á markað ESB. Auk þess þarf að greiða sekt sé kvótinn ekki nýttur. Auk þess má benda á að WTO hefur enga tilraun gert, svo vitað sé, til að hnekkja þessu fyrirkomulagi hér á landi. Þá hefur ESB ekki gert athugasemdir við slíkt fyrirkomulag enda notar það sjálft sambærilegar leiðir. Lokaorð Íslenskur landbúnaður á nú í vök að verjast. Fyrir liggur að misbrestir hafa verið í tollaframkvæmd landbúnaðarvara undanfarin misseri. Því má með fullri sanngirni halda því fram að þegar sé búið að flytja inn mikið af því magni t.d. osta sem samið var um tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir. Sé vilji til að grípa inn í má vísa bæði til 112. gr. EES-samningsins sem veitir samningsaðilum heimildir til að grípa til einhliða ráðstafana ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í ákveðnum atvinnugreinum. Eins eru ákvæði í Vínarsamningnum um þjóðréttarsamninga sem hægt er að vísa til í samskiptum íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn ESB. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Erna Bjarnadóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. En hvað getur að líta við nánari skoðun á löggjöf og framkvæmd þessara mála í nágrannalöndum okkar sem líkt og við, eru aðilar að EES-samningnum. Samkeppnisaðstæður í nágrannalöndum - Noregur Nýverið kom út skýrsla frá Lagastofnun Háskóla Íslands um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar. Í henni er fjallað ítarlega um undanþágureglu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Í stuttu máli er niðurstaða hennar sú að EES-samningurinn gildir aðeins um afmörkuð svið landbúnaðar og af því leiðir að samkeppnisreglur EES-samningsins gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um landbúnað. Norsku samkeppnislögin veita stjórnvöldum heimild til að ákveða með reglugerð að ákveðin starfsemi í landbúnaði (og sjávarútvegi) sé undanþegin banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Um þetta er fjallað ítarlega í fyrrnefndri skýrslu. Þessu til viðbótar má nefna að í greinargerð, sem norsk stjórnvöld (þ.m.t. norska samkeppniseftirlitið) sendu til nefndar um samkeppnismál á vegum OECD, er að finna umfjöllun um markaði fyrir landbúnaðarafurðir í Noregi (sjá málsgrein 43 í skýrslu OECD sem er aðgengileg hér. Þar segir, lauslega þýtt á íslensku: „Landbúnaðarmarkaðir í Noregi hafa víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum. Í 3. gr. samkeppnislaga er undanþága frá 10. og 11. gr. laganna (sem samsvarar greinum 101. og 102. ESB sáttmálans) um fiskveiðar og landbúnað. Markmiðið er að bæta og koma á stöðugleika í tekjum fyrir bændur. Undanþágan hefur víðtækt gildissvið þar sem hún gerir bændum kleift að gera hvers konar samninga, t.d. til að laga verð og magn og misnota markaðsráðandi stöðu. Markaðshegðun verður að vera í samræmi við lög, reglugerðir eða árlegan samning milli bændasamtakanna og stjórnvalda. Undanþágan er þó takmörkuð þar sem samkeppnishamlandi aðgerðir verða að vera í samræmi við landbúnaðarstefnu eða landbúnaðarreglur. Það eru aðallega samvinnufélög bænda sem hafa leyfi til að stjórna magni og verði en þeim er ekki heimilt að vinna með samkeppnisaðilum sínum.“ Samkeppnisreglur fyrir landbúnað í ESB Landbúnaðarstefna ESB byggir á Lissabon sáttmálanum (sjá 38. gr.-44. gr.) þar sem grunnurinn er lagður að heimildum til víðtæks markaðsskipulags og samstarfs framleiðenda. Í löggjöf ESB er þannig að finna víðtækar undanþágureglur frá samkeppnisreglum ESB sem taka sérstaklega til landbúnaðar. Þær taka til bænda, bændasamtaka eða annarra samtaka þeirra þ.á.m. samtaka framleiðenda og félagasamtaka samtaka framleiðenda. Þessar reglur eru varanlegar og byggja á því að koma skal á sameiginlegu markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir til að ná markmiðum landbúnaðarstefnunnar (sjá 1. tl. 40 gr.). Þá má nefna að í löggjöf ESB er að finna undanþágu frá samkeppnisreglum vegna samninga og ákvarðana á tímabilum þegar mikið ójafnvægi er á mörkuðum. Þegar slík aðstaða er fyrir hendi getur framkvæmdastjórnin samþykkt að bann við ólögmætu samráði gildi ekki um vissa samninga og ákvarðanir viðurkenndra samtaka framleiðenda, félaga þeirra og viðurkenndra fjölgreinasamtaka. Auk þess eru sérsakar undanþágureglur fyrir tiltekna geira landbúnaðar samkvæmt reglugerðinni. Á undanförnum misserum hefur framkvæmdastjórn ESB beitt þessum valdheimildum vegna heimsfaraldursins, auk þess að samþykkja sérstakar stuðningsaðgerðir vegna alvarlegs ástands í evrópskum landbúnaði. Framkvæmd EES-samningsins er snýr að landbúnaðarvörum Norsk stjórnvöld hafa farið sér mun hægar í samningum við ESB en Ísland, bæði á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og Bókunar 3 við samninginn. Stjórnvöld í Noregi virðast leggja mikla áherslu á að ávinningur af auknum tollfrjálsum markaðsaðgangi samkvæmt samningnum sé gagnkvæmur – m.ö.o. gagnist bæði norskum aðilum og aðilum innan ESB. Meðan Noregur nýti ekki að fullu sína kvóta fyrir markaðsaðgang til ESB virðist ekki á dagskrá að auka markaðsaðgang ESB til Noregs. Mikið vantar á að tollkvótar Íslands inn á markaði ESB séu fullnýttir og sumir þeirra hafa sennilega aldrei verið notaðir eins og t.d. fyrir svínakjöt. Gagnkvæmir samningar um viðskipti eiga að sjálfsögðu að vera báðum aðilum til hagsbóta en ekki bara öðrum eins og undirstrikað er í málsgreininni hér að ofan. Ætla má að allir kvótar sem ESB hefur fyrir markaðsaðgang hingað til lands séu fullnýttir, tölur um innflutning benda eindregið til þess. Úthlutun tollfrjálsra kvóta Því hefur þráfaldlega verið haldið fram að nærri stappi að Ísland brjóti alþjóðasamninga með því að bjóða kvóta fyrir tollfrjálsan markaðsaðgang til sölu. Þetta er víðs fjarri að vera satt. Sjálft ESB selur slíka kvóta og er þar nærtækast að nefna að greiða þarf fyrir tollfrjálsa kvóta fyrir skyr, inn á markað ESB. Auk þess þarf að greiða sekt sé kvótinn ekki nýttur. Auk þess má benda á að WTO hefur enga tilraun gert, svo vitað sé, til að hnekkja þessu fyrirkomulagi hér á landi. Þá hefur ESB ekki gert athugasemdir við slíkt fyrirkomulag enda notar það sjálft sambærilegar leiðir. Lokaorð Íslenskur landbúnaður á nú í vök að verjast. Fyrir liggur að misbrestir hafa verið í tollaframkvæmd landbúnaðarvara undanfarin misseri. Því má með fullri sanngirni halda því fram að þegar sé búið að flytja inn mikið af því magni t.d. osta sem samið var um tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir. Sé vilji til að grípa inn í má vísa bæði til 112. gr. EES-samningsins sem veitir samningsaðilum heimildir til að grípa til einhliða ráðstafana ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í ákveðnum atvinnugreinum. Eins eru ákvæði í Vínarsamningnum um þjóðréttarsamninga sem hægt er að vísa til í samskiptum íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn ESB. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar