Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. desember 2020 19:51 Einhleypa Makamála er mikill húmoristi, ævintýramaður og fyrrverandi flugþjónn hjá Icelandair. Hann segir draumastefnumótið vera eitthvað einfalt eins og göngutúr og gott sófaspjall og rauðvínsglas. Aðsend mynd Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar eru orð sem vinir Einhleypu vikunnar myndu nota til að lýsa honum. Sjálfur segist hann fyrst og fremst titla sig sem Ólafsfirðing sem elskar að fara í sjósund, ferðast og ganga á fjöll. Kynnumst Vilhjálmi Þór Davíðssyni aðeins betur. „Í byrjun þessa árs var ég flugþjónn hjá Icelandair, þar sem ég var búinn að starfa síðustu átta ár. Covid faraldurinn hefur haft áhrif á líf mitt eins og svo margra annarra en ég var svo heppinn að finna mér nýtt starf sem aðstoðarverslunarstjóri Herragarðsins í Smáralind.“ Vilhjálmur segist ekkert hafa farið á stefnumót á árinu vegna Covid-faraldursins. „Mér hefur þótt tilhugsunin við það hálf ómöguleg á þessum Covid tímum. Vonandi fer þetta bóluefni að skila sér til landsins þannig að ég og allir aðrir getum farið að skella okkur á stefnumót.“ Villi starfaði sem flugþjónn hjá Icelandair en er nú aðstoðarverslunarstjóri Herragarðsins í Smáralind.Aðsend mynd Nafn? Vilhjálmur Þór Davíðsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er kallaður Villi af vinum og fjölskyldu en mamma á það til að kalla mig Vilhjálm þegar mikið liggur við. Villi er ævintýramaður og segist ennþá vera að ákveða hvað hann ætli að vera þegar hann verður stór. Aðsend mynd Aldur í árum? 33 ára gamall. Aldur í anda? 37 ára en fer eftir því hvað ég sef vel. Menntun? Eftir öll þessi ár sem flugþjónn, finnst mér að ég ætti að geta titlað mig sem hjúkrunarfræðing og sálfræðing. Ég er samt ennþá að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Guilty pleasure kvikmynd? The Proposal með Sandra Bullock og Ryan Renolds. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Kynvilla og kampavín. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég held mögulega að ég hafi áttað mig á því að ég væri samkynhneigður þegar ég sá Leonardo Dicaprio í The Beach. Var reyndar alltaf skotinn í Siggu Beinteins líka, en því var ekki ætlað að verða, af augljósum ástæðum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei alls ekki. Syngur þú í sturtu? Ég syng ekki mikið í sturtu en ég verð hins vegar að hafa tónlist í gangi á meðan ég er í sturtu. Uppáhaldsappið þitt? Er mjög basic og verð að segja Instagram. Ertu á Tinder? Já, ég er á Tinder ásamt hinum sjö einhleypu hommunum á Íslandi. HÆ STRÁKAR! Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Í fljótu bragði myndi ég halda ég væri hress, opinn og umhyggjusamur. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég lagði þessa spurningu fyrir vinahópinn og þau sögðu að ég væri hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Lykilatriði er góður húmor og að viðkomandi sé góð og traust manneskja. Húmor og traust er það sem heillar Villa en hroki og yfirlæti segir hann afar fráhrindandi eiginleika. Aðsend mynd Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki og yfirlæti er mesta turn off sem ég veit um. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Væri örugglega hákarl eða hvalur ef ég fengi einhverju um það ráðið. Veit fátt betra enn að komast í sjóinn og finn það að hafið hefur alltaf góð áhrif á sálarlífið. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? JFK, Nelson Mandela og Elísabetu Englandsdrottningu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég æfði TaeKwondo þegar ég var í menntaskóla og gæti mögulega ennþá tekið eins og eitt gott spark ef að til þess kæmi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast, sjósund, ganga á fjöll og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Villi segist vita fátt skemmtilegra en að ferðast og ganga á fjöll. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég veit ekkert leiðinlegra enn að skafa bílinn. Ertu A eða B týpa? A týpa á sumrin og B á veturna. Hvernig viltu eggin þín? Vil þau helst hrærð en á tyllidögum vil ég fá þau Sunny Side up, eins og þeir segja í Ameríku. Hvernig viltu kaffið þitt? Mjög sterkt og heitt. Lífið er of stutt fyrir kallt og vont kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst gaman að kíkja á Kalda eða Veðurbarinn í drykk snemma kvölds og taka síðan snúning á Kiki ef stemningin er þannig í hópnum. Ef einhver kallar þig sjomli? Myndi örugglega bara hlægja, er einhver virkilega að segja þetta? Draumastefnumótið? Góður kaffibolli og hressandi göngutúr sem gæti endað í sófaspjalli yfir rauðvínsglasi. Því einfaldara því betra að mínu mati. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? I’m a Leatherface kemur strax upp í hugann. Hef varla verið einn í því að heyra þetta út úr texta lagsins Torn með Natalie Imbruglia þarna um árið? Hvað horfðir þú á síðast á í sjónvarpinu? Er að horfa á þættina Trial 4 á Netflix, mjög áhugaverðir þættir. Hvaða bók lastu síðast? Las síðast bókina All the Light We Cannot See eftir Anthony Doerr. Virkilega vel skrifuð bók sem situr í manni eftir lesturinn. Hvað er Ást? Ást er þessi djúpa tenging sem myndast á milli tveggja einstaklinga sem eru ástfangnir. Þessi fallega virðing og umhyggja sem maður upplifir gagnvart viðkomandi. Því einfaldara því betra segir Villi þegar hann er spurður út í draumastefnumótið. Aðsend mynd Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Vilhjálmi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Einstaklega krefjandi að búa ein á þessum skrýtnu tímum“ Vinir hennar myndu kalla hana gula partý-viðvörun og hrók alls fagnaðar en sjálf titlar hún sig sem landsbyggðarkonu, ástríðufullan kökubakara og stemmningskonu með hússtjórnarpróf uppá vasann. Jóhanna Stefánsdóttir er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 1. desember 2020 21:14 Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Þúsundþjalasmiðurinn, ævintýramaðurinn og hlaðvarpskóngurinn Helgi Jean er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sjálfur lýsir hann sér sem hógværum, brilljant snilling en vinir hans segja hann besta vin heimsins. 25. nóvember 2020 21:02 Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Í byrjun þessa árs var ég flugþjónn hjá Icelandair, þar sem ég var búinn að starfa síðustu átta ár. Covid faraldurinn hefur haft áhrif á líf mitt eins og svo margra annarra en ég var svo heppinn að finna mér nýtt starf sem aðstoðarverslunarstjóri Herragarðsins í Smáralind.“ Vilhjálmur segist ekkert hafa farið á stefnumót á árinu vegna Covid-faraldursins. „Mér hefur þótt tilhugsunin við það hálf ómöguleg á þessum Covid tímum. Vonandi fer þetta bóluefni að skila sér til landsins þannig að ég og allir aðrir getum farið að skella okkur á stefnumót.“ Villi starfaði sem flugþjónn hjá Icelandair en er nú aðstoðarverslunarstjóri Herragarðsins í Smáralind.Aðsend mynd Nafn? Vilhjálmur Þór Davíðsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er kallaður Villi af vinum og fjölskyldu en mamma á það til að kalla mig Vilhjálm þegar mikið liggur við. Villi er ævintýramaður og segist ennþá vera að ákveða hvað hann ætli að vera þegar hann verður stór. Aðsend mynd Aldur í árum? 33 ára gamall. Aldur í anda? 37 ára en fer eftir því hvað ég sef vel. Menntun? Eftir öll þessi ár sem flugþjónn, finnst mér að ég ætti að geta titlað mig sem hjúkrunarfræðing og sálfræðing. Ég er samt ennþá að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Guilty pleasure kvikmynd? The Proposal með Sandra Bullock og Ryan Renolds. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Kynvilla og kampavín. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég held mögulega að ég hafi áttað mig á því að ég væri samkynhneigður þegar ég sá Leonardo Dicaprio í The Beach. Var reyndar alltaf skotinn í Siggu Beinteins líka, en því var ekki ætlað að verða, af augljósum ástæðum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei alls ekki. Syngur þú í sturtu? Ég syng ekki mikið í sturtu en ég verð hins vegar að hafa tónlist í gangi á meðan ég er í sturtu. Uppáhaldsappið þitt? Er mjög basic og verð að segja Instagram. Ertu á Tinder? Já, ég er á Tinder ásamt hinum sjö einhleypu hommunum á Íslandi. HÆ STRÁKAR! Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Í fljótu bragði myndi ég halda ég væri hress, opinn og umhyggjusamur. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég lagði þessa spurningu fyrir vinahópinn og þau sögðu að ég væri hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Lykilatriði er góður húmor og að viðkomandi sé góð og traust manneskja. Húmor og traust er það sem heillar Villa en hroki og yfirlæti segir hann afar fráhrindandi eiginleika. Aðsend mynd Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki og yfirlæti er mesta turn off sem ég veit um. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Væri örugglega hákarl eða hvalur ef ég fengi einhverju um það ráðið. Veit fátt betra enn að komast í sjóinn og finn það að hafið hefur alltaf góð áhrif á sálarlífið. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? JFK, Nelson Mandela og Elísabetu Englandsdrottningu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég æfði TaeKwondo þegar ég var í menntaskóla og gæti mögulega ennþá tekið eins og eitt gott spark ef að til þess kæmi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast, sjósund, ganga á fjöll og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Villi segist vita fátt skemmtilegra en að ferðast og ganga á fjöll. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég veit ekkert leiðinlegra enn að skafa bílinn. Ertu A eða B týpa? A týpa á sumrin og B á veturna. Hvernig viltu eggin þín? Vil þau helst hrærð en á tyllidögum vil ég fá þau Sunny Side up, eins og þeir segja í Ameríku. Hvernig viltu kaffið þitt? Mjög sterkt og heitt. Lífið er of stutt fyrir kallt og vont kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst gaman að kíkja á Kalda eða Veðurbarinn í drykk snemma kvölds og taka síðan snúning á Kiki ef stemningin er þannig í hópnum. Ef einhver kallar þig sjomli? Myndi örugglega bara hlægja, er einhver virkilega að segja þetta? Draumastefnumótið? Góður kaffibolli og hressandi göngutúr sem gæti endað í sófaspjalli yfir rauðvínsglasi. Því einfaldara því betra að mínu mati. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? I’m a Leatherface kemur strax upp í hugann. Hef varla verið einn í því að heyra þetta út úr texta lagsins Torn með Natalie Imbruglia þarna um árið? Hvað horfðir þú á síðast á í sjónvarpinu? Er að horfa á þættina Trial 4 á Netflix, mjög áhugaverðir þættir. Hvaða bók lastu síðast? Las síðast bókina All the Light We Cannot See eftir Anthony Doerr. Virkilega vel skrifuð bók sem situr í manni eftir lesturinn. Hvað er Ást? Ást er þessi djúpa tenging sem myndast á milli tveggja einstaklinga sem eru ástfangnir. Þessi fallega virðing og umhyggja sem maður upplifir gagnvart viðkomandi. Því einfaldara því betra segir Villi þegar hann er spurður út í draumastefnumótið. Aðsend mynd Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Vilhjálmi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Einstaklega krefjandi að búa ein á þessum skrýtnu tímum“ Vinir hennar myndu kalla hana gula partý-viðvörun og hrók alls fagnaðar en sjálf titlar hún sig sem landsbyggðarkonu, ástríðufullan kökubakara og stemmningskonu með hússtjórnarpróf uppá vasann. Jóhanna Stefánsdóttir er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 1. desember 2020 21:14 Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Þúsundþjalasmiðurinn, ævintýramaðurinn og hlaðvarpskóngurinn Helgi Jean er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sjálfur lýsir hann sér sem hógværum, brilljant snilling en vinir hans segja hann besta vin heimsins. 25. nóvember 2020 21:02 Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: „Einstaklega krefjandi að búa ein á þessum skrýtnu tímum“ Vinir hennar myndu kalla hana gula partý-viðvörun og hrók alls fagnaðar en sjálf titlar hún sig sem landsbyggðarkonu, ástríðufullan kökubakara og stemmningskonu með hússtjórnarpróf uppá vasann. Jóhanna Stefánsdóttir er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 1. desember 2020 21:14
Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Þúsundþjalasmiðurinn, ævintýramaðurinn og hlaðvarpskóngurinn Helgi Jean er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sjálfur lýsir hann sér sem hógværum, brilljant snilling en vinir hans segja hann besta vin heimsins. 25. nóvember 2020 21:02
Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57