Dagskráin í dag: Martin, Messi, Ronaldo og nóg af golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 06:01 Martin er í beinni dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Juan Navarro/Getty Images Það er nóg um að vera í dag. Við bjóðum upp á þrjá leiki í spænska fótboltanum og einn í spænska körfuboltanum. Þá eru þrír leikir í ítalsak boltanum, einn í ensku B-deildinni og nóg af golfi. Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsækja Urbas Fuenlabrada í spænska körfuboltanum í kvöld. Valencia hefur ekki leikið vel heima fyrir og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma tímabilinu af stað heima fyrir. Útsending hefst 19.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn nokkuð snemma á leik Reading og Nottingham Forest. Tvö gömul Íslendingalið að kljást í ensku B-deildinni. Reading hefur byrjað tímabilið vel á meðan það er aldrei ljóst hvaða Forest-lið mætir til leiks. Eigum þó vona á hörkuleik og hefst útsending 12.25. Klukkan 15.05 er svo komið að leik Sevilla og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, var auðvitað rekinn frá Real Madrid á síðustu leiktíð. Sum mun ef til vill að hann var rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins á HM 2018 er það fréttist að hann væri búinn að samþykkja tilboð Real. Real þarf nauðsynlega á sigri að halda en félagið er út á þekju þessa dagana. Gengið er skelfilegt á Spáni sem og í Meistaradeildinni. Þaðan færum við okkur til Madrídar en Atlético tekur á móti Real Valladolid. Heimamenn hafa byrjað tímabilið af krafti og sjá fyrir sér alvöru titilbaráttu á meðan Real og Barcelona eru ekki upp á sitt besta. Útsendingin frá Madríd hefst 17.20. Talandi um Barcelona þá er leikur Cádiz og Börsunga á dagskrá 19.50. Stöð 2 Sport 4 Það eru þrír leikir á dagskrá ítalska boltans í dag. Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Lazio á dagskrá og klukkan 16.50 er slagurinn um Tórínó. Juventus fær þá nágranna sína í Torino í heimsókn. Lærisveinar Andrea Pirlo VERÐA einfaldlega að vinna leikinn ef þeir ætla að eiga möguleika á 10. Ítalíumeistaratitlinum í röð. Svo er komið að Inter Milan en þeir taka á móti Bologna klukkan 19.35. Golfstöðin Við hefjum leik verulega snemma en klukkan 06.30 er sýnt frá lokadegi Golf in Dubai Championship-mótsins á Evrópumótaröðinni. Klukkan 11.00 er svo South African Open en það er einnig hluti af Evróumótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo Mayakoba Golf Classic á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Hér má sjá hvað er framundan í beinni. Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Spænski körfuboltinn Golf Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsækja Urbas Fuenlabrada í spænska körfuboltanum í kvöld. Valencia hefur ekki leikið vel heima fyrir og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma tímabilinu af stað heima fyrir. Útsending hefst 19.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn nokkuð snemma á leik Reading og Nottingham Forest. Tvö gömul Íslendingalið að kljást í ensku B-deildinni. Reading hefur byrjað tímabilið vel á meðan það er aldrei ljóst hvaða Forest-lið mætir til leiks. Eigum þó vona á hörkuleik og hefst útsending 12.25. Klukkan 15.05 er svo komið að leik Sevilla og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, var auðvitað rekinn frá Real Madrid á síðustu leiktíð. Sum mun ef til vill að hann var rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins á HM 2018 er það fréttist að hann væri búinn að samþykkja tilboð Real. Real þarf nauðsynlega á sigri að halda en félagið er út á þekju þessa dagana. Gengið er skelfilegt á Spáni sem og í Meistaradeildinni. Þaðan færum við okkur til Madrídar en Atlético tekur á móti Real Valladolid. Heimamenn hafa byrjað tímabilið af krafti og sjá fyrir sér alvöru titilbaráttu á meðan Real og Barcelona eru ekki upp á sitt besta. Útsendingin frá Madríd hefst 17.20. Talandi um Barcelona þá er leikur Cádiz og Börsunga á dagskrá 19.50. Stöð 2 Sport 4 Það eru þrír leikir á dagskrá ítalska boltans í dag. Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Lazio á dagskrá og klukkan 16.50 er slagurinn um Tórínó. Juventus fær þá nágranna sína í Torino í heimsókn. Lærisveinar Andrea Pirlo VERÐA einfaldlega að vinna leikinn ef þeir ætla að eiga möguleika á 10. Ítalíumeistaratitlinum í röð. Svo er komið að Inter Milan en þeir taka á móti Bologna klukkan 19.35. Golfstöðin Við hefjum leik verulega snemma en klukkan 06.30 er sýnt frá lokadegi Golf in Dubai Championship-mótsins á Evrópumótaröðinni. Klukkan 11.00 er svo South African Open en það er einnig hluti af Evróumótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo Mayakoba Golf Classic á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Hér má sjá hvað er framundan í beinni.
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Spænski körfuboltinn Golf Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira