Lamdi á trommurnar í nokkrar vikur til að koma sér aftur í gang Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2020 20:01 Baldvini Z er margt til lista lagt. Vísir/Vilhelm „Við áttum svo mikið af fötum merkt hjólabretta merkinu Toymachine á þessum tíma, okkur fannst það eitthvað fyndið að heita það bara, þá þyrftum við ekki að gera hljómsveitar boli,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um nafnavalið á hljómsveitinni Toymachine. Eftir tveggja áratuga ára dvala fór hljómsveitin í hljóðver og gáfu þeir út plötuna Royal Inbreed í gær. Toymachine var stofnuð á Akureyri síðla árs 1996. Í fyrstu hét bandið Gimp en meðlimir breyttu nafninu í Toymachine árið 1998. Baldvin segir að þeir hafi verið fimm vinnir sem hittust á hverjum degi í fjögur ár, þetta hafi verið ómetanlegur tími. Toymachine kom fram á fyrstu Iceland Airwaves hátíðinni í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli árið 1999 og var í kjölfarið boðið til í nóvember sama ár. „Við fórum í ferð til New York, þar sem við spiluðum á CBGB´s. Það var upphafið á endinum. Við reyndum í heilt ár eftir að það að halda bandinu saman, með því að undirbúa upptökur á þessari plötu sem varð síðan aldrei úr,“ segir Baldvin. Meðlimir Toymachine Jens Ólafsson - Söngur Kristján Elí Örnólfsson - Gítar Atli Hergeirsson - Bassi Baldvin Z - Trommur Árni Elliott Swinford - DJ/söngur (1999-2001) Hljómsveitin var á leiðinni í stúdío árið 2000 þegar hún leystist upp. „Það var mjög erfitt í fyrstu en ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn fljótlega eftir það. Sem breytti öllu og setti allt í nýtt samhengi.“ Mikill léttir Baldvin segist ekkert hafa haldið í tónlistardrauminn enda verið á fullu í gerð kvikmynda og sjónvarpsþátta síðustu ár. „En mig hefur alltaf langað til þess að gefa út þessa plötu. Við vorum búnir að leggja mikið á okkur á sínum tíma, þannig að léttirinn er mikill að koma þessu frá sér.“ Toymachine kom aftur fram á Iceland Airwaves árið 2018 á 20 ára afmæli hátíðarinnar en Royal Inbreed er fyrsta plata hljómsveitarinnar og geymir hún 10 lög sem samin voru á árunum 1998 til 2001 í nýjum upptökum. Atli bassaleikari sveitarinnar ákvað svo að taka af skarið sem varð til þess að þeir enduðu loksins í upptökuverinu eftir að hafa safnað fyrir verkefninu. „Við höfðum talað um það í nokkur ár, hann reið svo á vaðið og safnaði fyrir henni á Karolina fund. Það gerðist allt fyrir Covid. Svo hentaði það fínt að gera þetta á Covid tímum. Við höfðum allir smá tíma til þess að gera þetta. Svo var Einar Vilberg bara 10 ára þegar við ætluðum í studío fyrst, við þurftum að bíða í 20 ár eftir honum,“ segir Baldvin stríðinn. „Nei en við erum hrikalega ánægðir að hafa beðið og fengið hann til þess að taka okkur upp. Hæfileikaríkur og góð mannvera.“ 13 klukkutíma æfing fyrir tökur Hljómsveitin hefur lítið sem ekkert spilað í þessi 20 ár, að undanskilnum einhverjum þremum tónleikum eða opinberum framkomum ásamt afmælisveislum og brúðkaupum í vinahópnum. Það var samt ekkert mál fyrir hljómsveitina að stilla sig saman fyrir tökurnar. „Það gengur alltaf mjög vel. Við æfðum í 13 klukkutíma yfir eina helgi. Ég reyndar þurfti að lemja á trommurnar í nokkrar vikur til þess að koma mér aftur í gang. En þetta er eins og að hjóla. Þú kannt hreyfingarnar, vöfðaminni. Svo þarf bara að gera það aftur og aftur þangað til að þetta fer að „groova“ og þá verður allt gott.“ Það sem heillar Baldvin mest við tónlistina er að þetta er algjör útrás. Toymachine á sviði. Baldvin má sjá á sínum stað á trommunum.Karolinafund „Að gleyma sér og fá að fara í óheflaður í þessa innlifun sem fylgir því að flytja lag. Þetta er töfrandi. Engar áhyggjur í þrjár til fjórar mínútur, nema þá að missa kjuðana. Ég hreinlega dýrka þetta móment.“ Baldvin segir að þeir ætli svo að fylgja plötuútgáfunni eftir með tónleikum þegar veður leyfir. En er hljómsveitin Toymachine formlega byrjuð aftur? „Nei og já. Við erum alveg opnir fyrir því að spila, en það verður að vera þess virði. Við búum úti um allt. Til þess að koma okkur saman þá þurfum við góða ástæðu til. En það er ekki túr coming up.“ Baldvin ZFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Engir stælar Lög frá hljómsveitinni hafa heyrst í verkefnum Baldvins eins og Lof mér að falla. Hann segir að það verði engin breyting þar á. Baldvin er með mörg önnur járn í eldinum fyrir utan tónlistina. „Núna eftir áramót verður sjónvarps serían Vegferð frumsýn á Stöð 2 og ég er að fara í tökur á seríunni Svörtu Sandar sem er spennu tryllir. Svo er dagskráin mjög þétt eftir það og næstu árin. Bæði bíómyndir og seríur. Hef ekki raðað tónleika ferðalagi þarna inn í.“ Vínyllinn er nú fáanlegur í plötubúðum og Baldvin segir að hún muni einnig koma út aðeins seinna á Spotify. „Þetta er rokk, ekkert meira og ekkert minna. Engir stælar. Ég hvet alla rokkara að kynna sér Royal Inbreed, svo fæst hún einnig á www.plotubudin.is“ Hægt er að hlusta á eina smáskífu af plötunni á Spotify en platan er öll væntanleg þangað inn síðar. Tónlist Svörtu sandar Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Eftir tveggja áratuga ára dvala fór hljómsveitin í hljóðver og gáfu þeir út plötuna Royal Inbreed í gær. Toymachine var stofnuð á Akureyri síðla árs 1996. Í fyrstu hét bandið Gimp en meðlimir breyttu nafninu í Toymachine árið 1998. Baldvin segir að þeir hafi verið fimm vinnir sem hittust á hverjum degi í fjögur ár, þetta hafi verið ómetanlegur tími. Toymachine kom fram á fyrstu Iceland Airwaves hátíðinni í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli árið 1999 og var í kjölfarið boðið til í nóvember sama ár. „Við fórum í ferð til New York, þar sem við spiluðum á CBGB´s. Það var upphafið á endinum. Við reyndum í heilt ár eftir að það að halda bandinu saman, með því að undirbúa upptökur á þessari plötu sem varð síðan aldrei úr,“ segir Baldvin. Meðlimir Toymachine Jens Ólafsson - Söngur Kristján Elí Örnólfsson - Gítar Atli Hergeirsson - Bassi Baldvin Z - Trommur Árni Elliott Swinford - DJ/söngur (1999-2001) Hljómsveitin var á leiðinni í stúdío árið 2000 þegar hún leystist upp. „Það var mjög erfitt í fyrstu en ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn fljótlega eftir það. Sem breytti öllu og setti allt í nýtt samhengi.“ Mikill léttir Baldvin segist ekkert hafa haldið í tónlistardrauminn enda verið á fullu í gerð kvikmynda og sjónvarpsþátta síðustu ár. „En mig hefur alltaf langað til þess að gefa út þessa plötu. Við vorum búnir að leggja mikið á okkur á sínum tíma, þannig að léttirinn er mikill að koma þessu frá sér.“ Toymachine kom aftur fram á Iceland Airwaves árið 2018 á 20 ára afmæli hátíðarinnar en Royal Inbreed er fyrsta plata hljómsveitarinnar og geymir hún 10 lög sem samin voru á árunum 1998 til 2001 í nýjum upptökum. Atli bassaleikari sveitarinnar ákvað svo að taka af skarið sem varð til þess að þeir enduðu loksins í upptökuverinu eftir að hafa safnað fyrir verkefninu. „Við höfðum talað um það í nokkur ár, hann reið svo á vaðið og safnaði fyrir henni á Karolina fund. Það gerðist allt fyrir Covid. Svo hentaði það fínt að gera þetta á Covid tímum. Við höfðum allir smá tíma til þess að gera þetta. Svo var Einar Vilberg bara 10 ára þegar við ætluðum í studío fyrst, við þurftum að bíða í 20 ár eftir honum,“ segir Baldvin stríðinn. „Nei en við erum hrikalega ánægðir að hafa beðið og fengið hann til þess að taka okkur upp. Hæfileikaríkur og góð mannvera.“ 13 klukkutíma æfing fyrir tökur Hljómsveitin hefur lítið sem ekkert spilað í þessi 20 ár, að undanskilnum einhverjum þremum tónleikum eða opinberum framkomum ásamt afmælisveislum og brúðkaupum í vinahópnum. Það var samt ekkert mál fyrir hljómsveitina að stilla sig saman fyrir tökurnar. „Það gengur alltaf mjög vel. Við æfðum í 13 klukkutíma yfir eina helgi. Ég reyndar þurfti að lemja á trommurnar í nokkrar vikur til þess að koma mér aftur í gang. En þetta er eins og að hjóla. Þú kannt hreyfingarnar, vöfðaminni. Svo þarf bara að gera það aftur og aftur þangað til að þetta fer að „groova“ og þá verður allt gott.“ Það sem heillar Baldvin mest við tónlistina er að þetta er algjör útrás. Toymachine á sviði. Baldvin má sjá á sínum stað á trommunum.Karolinafund „Að gleyma sér og fá að fara í óheflaður í þessa innlifun sem fylgir því að flytja lag. Þetta er töfrandi. Engar áhyggjur í þrjár til fjórar mínútur, nema þá að missa kjuðana. Ég hreinlega dýrka þetta móment.“ Baldvin segir að þeir ætli svo að fylgja plötuútgáfunni eftir með tónleikum þegar veður leyfir. En er hljómsveitin Toymachine formlega byrjuð aftur? „Nei og já. Við erum alveg opnir fyrir því að spila, en það verður að vera þess virði. Við búum úti um allt. Til þess að koma okkur saman þá þurfum við góða ástæðu til. En það er ekki túr coming up.“ Baldvin ZFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Engir stælar Lög frá hljómsveitinni hafa heyrst í verkefnum Baldvins eins og Lof mér að falla. Hann segir að það verði engin breyting þar á. Baldvin er með mörg önnur járn í eldinum fyrir utan tónlistina. „Núna eftir áramót verður sjónvarps serían Vegferð frumsýn á Stöð 2 og ég er að fara í tökur á seríunni Svörtu Sandar sem er spennu tryllir. Svo er dagskráin mjög þétt eftir það og næstu árin. Bæði bíómyndir og seríur. Hef ekki raðað tónleika ferðalagi þarna inn í.“ Vínyllinn er nú fáanlegur í plötubúðum og Baldvin segir að hún muni einnig koma út aðeins seinna á Spotify. „Þetta er rokk, ekkert meira og ekkert minna. Engir stælar. Ég hvet alla rokkara að kynna sér Royal Inbreed, svo fæst hún einnig á www.plotubudin.is“ Hægt er að hlusta á eina smáskífu af plötunni á Spotify en platan er öll væntanleg þangað inn síðar.
Tónlist Svörtu sandar Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira