Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 18:01 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. „Ég er í skýjunum með sigurinn og sigrana tvo,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 1-0 sigurinn gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins í síðari hálfleik en sigurinn fleytir Íslandi svo gott sem á EM. Ísland vann því báða leiki sína í þessari ferð og við það var stjórinn ánægður. „Við gátum ekki fengið neitt meira út úr ferðinni. Virkilega vel gert. Við höfum áður talað um það að „double header“ hafi ekki alltaf skilað okkur sex stigum en þeir gerðu það núna. Þetta er frábær árangur og nítján stig í þessum riðli er frábær árangur.“ Hann var næst spurður út í leik dagsins sem var ansi erfiður og voru Ungverjarnir ansi þéttir fyrir. „Þessi leikur var erfiður. Ungverjarnir voru virkilega þéttir og lágu þétt til baka og voru agaðir í sínum varnarleik. Okkur gekk illa að finna glufur á þeim varnarleik en það var stórkostlegt mark hjá Berglindi sem tryggði þessi frábæru þrjú stig og árangurinn. Við þurftum eitthvað sérstakt og það kom frá Berglindi.“ „Stíga út varnarmanninn og afgreiðslan góð. Mark sem tryggði okkur þennan frábæra árangur. Við hefðum viljað gera betur í sóknarleiknum og við fengum stöðurnar en þetta eina mark dugði okkur til þess að tryggja stigin þrjú.“ Berglind hefur heldur betur gripið tækifærin að undanförnu en hún hefur skorað í báðum leikjum liðsins í þessari ferð eftir að hafa setið mest á bekknum það sem af er undankeppninni. „Berglind hefur verið algjörlega frábær fyrir okkur. Elín byrjaði þessa undankeppni og skoraði í öllum leikjum. Samkeppnin er mikil og Berglind hefur verið virkilega til fyrirmyndar; hennar hugarfar og er tilbúin að hjálpa liðinu. Kemur inn í byrjunarliðin og skorað í báðum leikjunum. Við höfum alltaf vitað af henni og við höfum rætt það saman að hún hefur traust. Hún hefur traust frá okkur og þegar tækifærið kemur þá er hún frábær leikmaður. Hún hefur nýtt tækifærin frábærlega.“ Því miður fyrir íslenska liðið kláruðust allir leikirnir í undankeppninni ekki í kvöld og því þarf liðið að bíða mögulega fram í febrúar til þess að vita hvort að þær séu komnar á EM beint eða þurfi í umspil. „Það er hvimleitt að þessir leikir klárist ekki á sama tíma. Það er ekki í okkar höndum og það var leiðinlegt. Allt sem var í okkar valdi stóð og við getum ekki gert neitt meira. Nú er að bíða og sjá hvernig þetta endar. Við erum búin að gera okkar og ef að við förum í umspil þá gerum við það. Við erum með frábært lið,“ sagði Jón Þór. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjá meira
„Ég er í skýjunum með sigurinn og sigrana tvo,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 1-0 sigurinn gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins í síðari hálfleik en sigurinn fleytir Íslandi svo gott sem á EM. Ísland vann því báða leiki sína í þessari ferð og við það var stjórinn ánægður. „Við gátum ekki fengið neitt meira út úr ferðinni. Virkilega vel gert. Við höfum áður talað um það að „double header“ hafi ekki alltaf skilað okkur sex stigum en þeir gerðu það núna. Þetta er frábær árangur og nítján stig í þessum riðli er frábær árangur.“ Hann var næst spurður út í leik dagsins sem var ansi erfiður og voru Ungverjarnir ansi þéttir fyrir. „Þessi leikur var erfiður. Ungverjarnir voru virkilega þéttir og lágu þétt til baka og voru agaðir í sínum varnarleik. Okkur gekk illa að finna glufur á þeim varnarleik en það var stórkostlegt mark hjá Berglindi sem tryggði þessi frábæru þrjú stig og árangurinn. Við þurftum eitthvað sérstakt og það kom frá Berglindi.“ „Stíga út varnarmanninn og afgreiðslan góð. Mark sem tryggði okkur þennan frábæra árangur. Við hefðum viljað gera betur í sóknarleiknum og við fengum stöðurnar en þetta eina mark dugði okkur til þess að tryggja stigin þrjú.“ Berglind hefur heldur betur gripið tækifærin að undanförnu en hún hefur skorað í báðum leikjum liðsins í þessari ferð eftir að hafa setið mest á bekknum það sem af er undankeppninni. „Berglind hefur verið algjörlega frábær fyrir okkur. Elín byrjaði þessa undankeppni og skoraði í öllum leikjum. Samkeppnin er mikil og Berglind hefur verið virkilega til fyrirmyndar; hennar hugarfar og er tilbúin að hjálpa liðinu. Kemur inn í byrjunarliðin og skorað í báðum leikjunum. Við höfum alltaf vitað af henni og við höfum rætt það saman að hún hefur traust. Hún hefur traust frá okkur og þegar tækifærið kemur þá er hún frábær leikmaður. Hún hefur nýtt tækifærin frábærlega.“ Því miður fyrir íslenska liðið kláruðust allir leikirnir í undankeppninni ekki í kvöld og því þarf liðið að bíða mögulega fram í febrúar til þess að vita hvort að þær séu komnar á EM beint eða þurfi í umspil. „Það er hvimleitt að þessir leikir klárist ekki á sama tíma. Það er ekki í okkar höndum og það var leiðinlegt. Allt sem var í okkar valdi stóð og við getum ekki gert neitt meira. Nú er að bíða og sjá hvernig þetta endar. Við erum búin að gera okkar og ef að við förum í umspil þá gerum við það. Við erum með frábært lið,“ sagði Jón Þór.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjá meira
Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40