Kennir faraldrinum um frekar en UEFA Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 15:31 Ef allt gengur að óskum gætu Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í landsliðinu fagnað EM-sæti einhvern tímann á morgun. vísir/vilhelm „Það yrði algjör draumastaða ef við gætum beðið hérna saman og fengið góðar fréttir. Við myndum fagna því almennilega,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir daginn fyrir leikinn sem gæti ráðið því hvort Ísland fer á EM í Englandi. Eftir 3-1 sigurinn gegn Slóvakíu síðasta fimmtudag á Ísland góða möguleika á að komast beint á EM með því að vinna Ungverjaland í Búdapest á morgun. Ísland er öruggt um sæti í umspili en þrjár þjóðir með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast beint á EM og þar stendur Ísland vel að vígi. Staðan mun skýrast eftir því sem líður á morgundaginn en Ungverjaland og Ísland mætast snemma, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Vinni Ísland á morgun munu Glódís og vinkonur hennar í landsliðinu því sjálfsagt bíða spenntar saman eftir úrslitum í öðrum riðlum, en þær halda svo heimleiðis á miðvikudag. „Þetta er svolítið flókin staða upp á það að gera að þótt við vinnum leikinn þá vitum við ekki hvort við erum komnar á EM eða ekki. Við þurfum kannski svolítið að treysta á aðra. En við förum bara í þennan leik með klárt markmið um að klára okkar og svo kemur bara í ljós hvað aðrir gera, og hvort við förum beint á EM eða ekki,“ segir Glódís við Vísi. Reynum að skora eins mörg og við getum en aðalmarkmiðið að vinna Ísland er til að mynda í baráttu við Austurríki sem er í 2. sæti G-riðils, með jafnmörg stig og Ísland og aðeins einu marki færra. Því gæti hvert mark gegn Ungverjalandi skipt sköpum: „Við þurfum bara að fara í leikinn til að vinna hann, fyrst og fremst, en við erum samt meðvitaðar um að markatala getur skipt máli. Ef við erum komnar í þannig stöðu þá reynum við náttúrulega að skora eins mikið og við getum og koma okkur í sem besta stöðu, en fyrst og fremst eru þrjú stig markmiðið.“ Staðan í tveimur riðlum sem skipta Ísland miklu máli verður ekki endanlega ljós fyrr en í febrúar. Lið þar gætu því farið í sína lokaleiki meðvituð um hvaða úrslit duga þeim til að komast á EM. Aðspurð hvort slík staða sé ekki óréttlát, og hvort hún telji að UEFA myndi leyfa þessu að gerast í undankeppni karla, svarar Glódís: Klippa: Glódís um leikjaniðurröðun UEFA „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið erfitt út af Covid og frestuðum leikjum. Og það getur verið að við vitum ekki einu sinni í lok dags hvort við komumst á EM því það eru leikir eftir í öðrum riðlum sem klárast ekki fyrr en í febrúar. Hvort að þetta myndi gerast hjá karlalandsliðinu veit ég ekki en ég ætla að kenna Covid um frekar.“ Ungverjar án Þýskalandsmeistara Svo virðist sem að Ungverjar verði án margra af sínum bestu leikmönnum, meðal annars vegna faraldursins. Sjö leikmenn sem byrjuðu í 4-1 tapinu gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan eru ekki í leikmannahópnum. Þar á meðal er Zsanett Jakabfi, markaskorari úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg og fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún gaf ekki kost á sér. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þær verða alltaf með fínt lið, burtséð frá því hvort það eru komnar einhverjar nýjar inn. Þær voru líka svolítið laskaðar þegar þær spiluðu við Svíþjóð en ég held að það séu fínustu leikmenn sem koma inn,“ segir Glódís, og bætir við: „Eins og við sáum í leiknum á móti Slóvakíu þá er það þannig að ef að við erum ekki með kveikt á okkur þá getum við lent í brasi á móti öllum. Það þýðir ekkert að fara í þennan leik með lélegt hugarfar. Við þurfum að fara í þennan leik með það í huga að þetta sé hörkuleikur, og þær munu gera allt til að koma í veg fyrir að við vinnum.“ Klippa: Glódís Perla um leikinn við Ungverja EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Sjá meira
Eftir 3-1 sigurinn gegn Slóvakíu síðasta fimmtudag á Ísland góða möguleika á að komast beint á EM með því að vinna Ungverjaland í Búdapest á morgun. Ísland er öruggt um sæti í umspili en þrjár þjóðir með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast beint á EM og þar stendur Ísland vel að vígi. Staðan mun skýrast eftir því sem líður á morgundaginn en Ungverjaland og Ísland mætast snemma, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Vinni Ísland á morgun munu Glódís og vinkonur hennar í landsliðinu því sjálfsagt bíða spenntar saman eftir úrslitum í öðrum riðlum, en þær halda svo heimleiðis á miðvikudag. „Þetta er svolítið flókin staða upp á það að gera að þótt við vinnum leikinn þá vitum við ekki hvort við erum komnar á EM eða ekki. Við þurfum kannski svolítið að treysta á aðra. En við förum bara í þennan leik með klárt markmið um að klára okkar og svo kemur bara í ljós hvað aðrir gera, og hvort við förum beint á EM eða ekki,“ segir Glódís við Vísi. Reynum að skora eins mörg og við getum en aðalmarkmiðið að vinna Ísland er til að mynda í baráttu við Austurríki sem er í 2. sæti G-riðils, með jafnmörg stig og Ísland og aðeins einu marki færra. Því gæti hvert mark gegn Ungverjalandi skipt sköpum: „Við þurfum bara að fara í leikinn til að vinna hann, fyrst og fremst, en við erum samt meðvitaðar um að markatala getur skipt máli. Ef við erum komnar í þannig stöðu þá reynum við náttúrulega að skora eins mikið og við getum og koma okkur í sem besta stöðu, en fyrst og fremst eru þrjú stig markmiðið.“ Staðan í tveimur riðlum sem skipta Ísland miklu máli verður ekki endanlega ljós fyrr en í febrúar. Lið þar gætu því farið í sína lokaleiki meðvituð um hvaða úrslit duga þeim til að komast á EM. Aðspurð hvort slík staða sé ekki óréttlát, og hvort hún telji að UEFA myndi leyfa þessu að gerast í undankeppni karla, svarar Glódís: Klippa: Glódís um leikjaniðurröðun UEFA „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið erfitt út af Covid og frestuðum leikjum. Og það getur verið að við vitum ekki einu sinni í lok dags hvort við komumst á EM því það eru leikir eftir í öðrum riðlum sem klárast ekki fyrr en í febrúar. Hvort að þetta myndi gerast hjá karlalandsliðinu veit ég ekki en ég ætla að kenna Covid um frekar.“ Ungverjar án Þýskalandsmeistara Svo virðist sem að Ungverjar verði án margra af sínum bestu leikmönnum, meðal annars vegna faraldursins. Sjö leikmenn sem byrjuðu í 4-1 tapinu gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan eru ekki í leikmannahópnum. Þar á meðal er Zsanett Jakabfi, markaskorari úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg og fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún gaf ekki kost á sér. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þær verða alltaf með fínt lið, burtséð frá því hvort það eru komnar einhverjar nýjar inn. Þær voru líka svolítið laskaðar þegar þær spiluðu við Svíþjóð en ég held að það séu fínustu leikmenn sem koma inn,“ segir Glódís, og bætir við: „Eins og við sáum í leiknum á móti Slóvakíu þá er það þannig að ef að við erum ekki með kveikt á okkur þá getum við lent í brasi á móti öllum. Það þýðir ekkert að fara í þennan leik með lélegt hugarfar. Við þurfum að fara í þennan leik með það í huga að þetta sé hörkuleikur, og þær munu gera allt til að koma í veg fyrir að við vinnum.“ Klippa: Glódís Perla um leikinn við Ungverja
EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Sjá meira