Fyrsti bóksölulisti ársins 2020: Algjör sprenging í bóksölu Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2020 12:36 Kóngurinn Arnaldur er fastur fyrir. Sá sem helst gerir sig líklegan til að velgja honum undir uggum er Bjarni Fritzson. Þriðja bók hans um Orra óstöðvandi hefur skotist upp lista á ógnarhraða. Glæpasagnahöfundurinn snjalli Arnaldur Indriðason trónir sem fyrr efstur á bóksölulistum Fibut. Vísir birtir nú fyrstu bóksölulista ársins en til stendur að birta slíka lista með reglubundnum hætti fram að jólum. Þetta er sá listi sem allt snýst um, þetta er hitamælirinn sjálfur sem höfundar og þá ekki síður útgefendur rýna sig rauðeyga í. Listinn er unninn út frá sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson, sem af ókunnum ástæðum hefur neitað þátttöku frá árinu 2013. Ótrúleg aukning í bóksölunni Sem fyrr er sérfræðingur Vísis Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda (Fibut). „Algjör sprengja er í bóksölu það sem af er nóvembermánuði, 57 prósenta aukning í fjölda seldra titla, út frá sölutölum þeirra smásala sem taka þátt í gerð listans, miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Bryndís. En þá mældi fyrsti Bóksölulisti í nóvember söluna til og með 24. nóvember í stað 22. nóvember í ár, auk þess sem Bókabúð Máls og menningar var starfandi í fyrra en er lokuð núna. Þetta er í samræmi við það sem Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sagði í samtali við Vísi fyrir um viku um mikla aukningu í bóksölu. „Þetta er alveg með ólíkindum!“ segir Bryndís sem þekkir bóksölu á Íslandi betur en flestir, ef ekki allir. Þetta er vitaskuld gleðiefni fyrir þjóð sem hingað til hefur viljað tala um sig og skilgreina sem bókaþjóð. „Ég stóðst ekki freistinguna og kíkti líka á sölutölur glæpasagnarisanna okkar þriggja, Arnaldar, Yrsu og Ragnars. Samanlögð söluaukning þeirra bóka í eintakafjölda, frá fyrsta söludegi er 79 prósent. Þar hefur nýjasta bók Ragnars Jónassonar, Vetrarmein, aukið sölu sína mest miðað við bók sama höfundar fyrir ári síðan. Glæpasagnaáhugi landsmanna er í miklum vexti.“ Bryndís Loftsdóttir leiðir lesendur Vísis í gegnum refilstigu bóksölunnar. Svo virðist sem tryggð íslenskra bókakaupenda við sína glæpasagnahöfunda sé óbilandi. Glæpasagan hefur ráðið lögum og lofum á íslenskum bókamarkaði nú í um tveggja áratuga skeið. En almennt varðandi bóksöluna segir Bryndís ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvað veldur: „Hvort jólaverslunin sé farin svona miklu fyrr af stað en áður eða hvort þessar lygnu og stjörnubjörtu nætur nóvember mánaðar, hafi veitt okkur einhvern sérstakan lestrarmátt? Og svo kann auðvitað að vera að breytt heimsmynd í kjölfar farsóttar og aukin heimavera, snúi fólki í ríkari mæli að lestri bóka. Það gerðist kjölfar fjármálakreppunnar 2008 en sú aukning hvarf um leið og gjaldeyrir fór að streyma inn í landið á ný. Þannig gæti bóluefnið líka dregið úr lestri,“ segir Bryndís sem lítur til allra þátta og veðrabrigða þegar bóksalan á í hlut. Bjarni „óstöðvandi“ Fritzson mættur með látum En sé litið nánar á þennan fyrsta lista ársins þá hefur vinsælasti höfundur landsins, Arnaldur Indriðason, hefur komið sér fyrir á toppi Bóksölulistans, líkt og oft áður, á þessum árstíma. „Þessi mikla tryggð lesenda við Arnald er verðskulduð. Hann kann ekki að klikka, er löngu orðinn órjúfanlegur hluti aðventu og jóla, líkt og hangikjöt og kertaljós,“ segir Bryndís. Hin heilaga þrenning, glæpasagnaþríeykið þau Ragnar, Yrsa og Arnaldur, gefur ekki þumlung eftir. Og það sem meira er, þau sækja í sig veðrið, heldur betur. Samanlögð söluaukning þeirra bóka í eintakafjölda, frá fyrsta söludegi er 79 prósent sé miðað við í fyrra. Undanfarin árin hefur það verið svo að barnabækurnar hafa veitt glæpasagnagerðinni keppni á toppnum og svo er nú. En það er spútnikkinn frá því í fyrra sem gerir sig líklegan til að velgja Arnaldi og hinu heilaga glæpasagnaþríeyki, honum Ragnari og Yrsu undir uggum. „Þriðja bókin um Orra óstöðvandi, eftir Bjarna Fritzson þeytist beint upp í annað sæti listans og fer fram úr ekki minni nöfnum en Ólafi Jóhanni Ólafssyni og Yrsu Sigurðardóttur. Það er gaman að sjá íslenskar barnabækur berjast um efstu sæti Bóksölulistans sem endurspeglar auðvitað þá miklu breidd sem finna má í íslenskri bókaútgáfu í ár.“ Glæsilegar ungar konur mæta sterkar til leiks Mánuður er til jóla og enn eru bækur að berast til landsins, að sögn Bryndísar. Listinn á örugglega eftir að taka nokkrum breytingum á næstu vikum og það verður spennandi að fylgjast með þróuninni. Nýja bók Ólafs Jóhanns hefur hlotið afar góða dóma sem svo rímar við gott gengi á sölulistum. Ólafur Jóhann er til alls líklegur nú sem svo oft áður.Getty/Jemal Countess Útgáfa íslenskra skáldverka hefur sjaldan verið jafn öflug. En er eitthvað sem gæti sett strik í reikninginn, komið óvænt með látum í keppnina? „Já, „Svarta foladeildin“ virðist þetta árið samanstanda að stórum hluta af einstaklega glæsilegum ungum konum. Sólrún Diego hefur áður brugðið sér í líki folans með bókinni Heima, en í ár sendir hún frá sér bókina Skipulag þar sem hún heldur áfram að gefa góð ráð fyrir heimili landsmanna. Sólborg Guðbrandsdóttir hins vegar alveg ný í bransanum, með titil sem seint gleymist. Í bókinni Fávitar svarar hún spurningum unglinga um meðal annars kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika,“ segir Bryndís: Þær Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld hafa svo sett saman prjónabók sem virðist vera að slá rækilega í gegn. Þessar tvær síðast töldu eru báðar á meðal 10 mest seldu bóka listans að þessu sinni. Hin vinsæla söngkona Salka Sól hefur í félagi við Sjöfn Kristjánsdóttur sett saman prjónabók og hún er að slá rækilega í gegn. Og til að krydda þennan hóp, telur Bryndís vert að nefna Gísla Rúnar Björgvinsson heitinn og bókina hans, Gervilimrur. „Ég held að margir eigi eftir að kaupa þá bók, bæði vegna væntumþykju og þakklætis til Gísla heitins og ekki síður vegna hönnunar bókarinnar sem skipar henni á alveg sérstakan stall. Svo eiga limrubækur líka tryggan kaupendahóp sem hefur ekki verið ofalinn á liðnum árum. Það er rúmt pláss fyrir góða limruhöfunda á íslenskum bókamarkaði.“ Topplistinn 1.-22. nóvember 2020 Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Silfurvængir - Camilla Läckberg Jólaföndur : engin skæri, bara gaman – Unga ástin mín Kóngsríkið - Jo Nesbø Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Ísskrímslið - David Walliams Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir Verstu kennarar í heimi - David Walliams Íslensk skáldverk Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Ein - Ásdís Halla Bragadóttir Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Bróðir - Halldór Armand Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Jólaföndur : engin skæri, bara gaman – Unga ástin mín Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Ísskrímslið - David Walliams Verstu kennarar í heimi - David Walliams Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Hetja - Björk Jakobsdóttir 13 þrautir jólasveinanna : Í gamla daga - Huginn Þór Grétarsson Vertu þú! - Ingileif Friðriksdóttir Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Ding! dong! Komum að leika! - Peppa Pig / Gurra Grís Barnaræninginn - Gunnar Helgason Jól í Múmíndal - Tove Jansson Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný Fræði og almennt efni UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir Skipulag - Sólrún Diego Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Samskipti - Pálmar Ragnarsson Dýralíf - John Maxwell Coetzee Fimmaurabrandararnir 2 - Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson Prjónað af ást - Lene Holme Sansøe Saumaklúbburinn - Berglind Hreiðarsdóttir Draumaland : Frá fæðingu til sex ára aldurs - Arna Skúladóttir Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Spegill fyrir skuggabaldur : Atvinnubann og misbeiting valds - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Morgunblaðið : Krossgátur 5 Tíminn minn 2021 - Björg Þórhallsdóttir Þýdd skáldverk Silfurvængir - Camilla Läckberg Kóngsríkið - Jo Nesbø Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark Silkiormurinn - Robert Galbraith Strákurinn í röndóttu náttfötunum - John Boyne Menntuð - Tara Westover Sögur frá Sovétríkjunum - Ýmsir Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir 90 sýni úr minni mínu - innbundin - Halldóra Thoroddsen Árhringur - Björg Björnsdóttir 1900 og eitthvað - Ragnheiður Lárusdóttir Draumstol - Gyrðir Elíasson Handbók um ómerktar undankomuleiðir - Anton Helgi Jónsson Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Dóttir - leið mín til tveggja heimsmeistaratitla - Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Sigríður á Tjörn - Sigríður Hafstað Siddi gull : Æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs - Guðjón Ingi Eiríksson Uppsafnað frá áramótum Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Vegahandbókin - Ýmsir Fórnarlamb 2117 - Jussi Adler Olsen Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Vetrarmein - Ragnar Jónasson Ketóflex 3-3-1 mataræðið - Þorbjörg Hafsteinsdóttir Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Í vondum félagsskap - Viveca Sten Bókaútgáfa Verslun Bókmenntir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Glæpasagnahöfundurinn snjalli Arnaldur Indriðason trónir sem fyrr efstur á bóksölulistum Fibut. Vísir birtir nú fyrstu bóksölulista ársins en til stendur að birta slíka lista með reglubundnum hætti fram að jólum. Þetta er sá listi sem allt snýst um, þetta er hitamælirinn sjálfur sem höfundar og þá ekki síður útgefendur rýna sig rauðeyga í. Listinn er unninn út frá sölutölum frá eftirfarandi útsölustöðum bóka; A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaup, Samkaup verslana, Heimkaup, Forlagsverslunarinnar og Kaupfélags Skagfirðinga – það er í raun frá öllum helstu útsölustöðum bóka á landinu nema frá Eymundsson, sem af ókunnum ástæðum hefur neitað þátttöku frá árinu 2013. Ótrúleg aukning í bóksölunni Sem fyrr er sérfræðingur Vísis Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda (Fibut). „Algjör sprengja er í bóksölu það sem af er nóvembermánuði, 57 prósenta aukning í fjölda seldra titla, út frá sölutölum þeirra smásala sem taka þátt í gerð listans, miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Bryndís. En þá mældi fyrsti Bóksölulisti í nóvember söluna til og með 24. nóvember í stað 22. nóvember í ár, auk þess sem Bókabúð Máls og menningar var starfandi í fyrra en er lokuð núna. Þetta er í samræmi við það sem Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sagði í samtali við Vísi fyrir um viku um mikla aukningu í bóksölu. „Þetta er alveg með ólíkindum!“ segir Bryndís sem þekkir bóksölu á Íslandi betur en flestir, ef ekki allir. Þetta er vitaskuld gleðiefni fyrir þjóð sem hingað til hefur viljað tala um sig og skilgreina sem bókaþjóð. „Ég stóðst ekki freistinguna og kíkti líka á sölutölur glæpasagnarisanna okkar þriggja, Arnaldar, Yrsu og Ragnars. Samanlögð söluaukning þeirra bóka í eintakafjölda, frá fyrsta söludegi er 79 prósent. Þar hefur nýjasta bók Ragnars Jónassonar, Vetrarmein, aukið sölu sína mest miðað við bók sama höfundar fyrir ári síðan. Glæpasagnaáhugi landsmanna er í miklum vexti.“ Bryndís Loftsdóttir leiðir lesendur Vísis í gegnum refilstigu bóksölunnar. Svo virðist sem tryggð íslenskra bókakaupenda við sína glæpasagnahöfunda sé óbilandi. Glæpasagan hefur ráðið lögum og lofum á íslenskum bókamarkaði nú í um tveggja áratuga skeið. En almennt varðandi bóksöluna segir Bryndís ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvað veldur: „Hvort jólaverslunin sé farin svona miklu fyrr af stað en áður eða hvort þessar lygnu og stjörnubjörtu nætur nóvember mánaðar, hafi veitt okkur einhvern sérstakan lestrarmátt? Og svo kann auðvitað að vera að breytt heimsmynd í kjölfar farsóttar og aukin heimavera, snúi fólki í ríkari mæli að lestri bóka. Það gerðist kjölfar fjármálakreppunnar 2008 en sú aukning hvarf um leið og gjaldeyrir fór að streyma inn í landið á ný. Þannig gæti bóluefnið líka dregið úr lestri,“ segir Bryndís sem lítur til allra þátta og veðrabrigða þegar bóksalan á í hlut. Bjarni „óstöðvandi“ Fritzson mættur með látum En sé litið nánar á þennan fyrsta lista ársins þá hefur vinsælasti höfundur landsins, Arnaldur Indriðason, hefur komið sér fyrir á toppi Bóksölulistans, líkt og oft áður, á þessum árstíma. „Þessi mikla tryggð lesenda við Arnald er verðskulduð. Hann kann ekki að klikka, er löngu orðinn órjúfanlegur hluti aðventu og jóla, líkt og hangikjöt og kertaljós,“ segir Bryndís. Hin heilaga þrenning, glæpasagnaþríeykið þau Ragnar, Yrsa og Arnaldur, gefur ekki þumlung eftir. Og það sem meira er, þau sækja í sig veðrið, heldur betur. Samanlögð söluaukning þeirra bóka í eintakafjölda, frá fyrsta söludegi er 79 prósent sé miðað við í fyrra. Undanfarin árin hefur það verið svo að barnabækurnar hafa veitt glæpasagnagerðinni keppni á toppnum og svo er nú. En það er spútnikkinn frá því í fyrra sem gerir sig líklegan til að velgja Arnaldi og hinu heilaga glæpasagnaþríeyki, honum Ragnari og Yrsu undir uggum. „Þriðja bókin um Orra óstöðvandi, eftir Bjarna Fritzson þeytist beint upp í annað sæti listans og fer fram úr ekki minni nöfnum en Ólafi Jóhanni Ólafssyni og Yrsu Sigurðardóttur. Það er gaman að sjá íslenskar barnabækur berjast um efstu sæti Bóksölulistans sem endurspeglar auðvitað þá miklu breidd sem finna má í íslenskri bókaútgáfu í ár.“ Glæsilegar ungar konur mæta sterkar til leiks Mánuður er til jóla og enn eru bækur að berast til landsins, að sögn Bryndísar. Listinn á örugglega eftir að taka nokkrum breytingum á næstu vikum og það verður spennandi að fylgjast með þróuninni. Nýja bók Ólafs Jóhanns hefur hlotið afar góða dóma sem svo rímar við gott gengi á sölulistum. Ólafur Jóhann er til alls líklegur nú sem svo oft áður.Getty/Jemal Countess Útgáfa íslenskra skáldverka hefur sjaldan verið jafn öflug. En er eitthvað sem gæti sett strik í reikninginn, komið óvænt með látum í keppnina? „Já, „Svarta foladeildin“ virðist þetta árið samanstanda að stórum hluta af einstaklega glæsilegum ungum konum. Sólrún Diego hefur áður brugðið sér í líki folans með bókinni Heima, en í ár sendir hún frá sér bókina Skipulag þar sem hún heldur áfram að gefa góð ráð fyrir heimili landsmanna. Sólborg Guðbrandsdóttir hins vegar alveg ný í bransanum, með titil sem seint gleymist. Í bókinni Fávitar svarar hún spurningum unglinga um meðal annars kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika,“ segir Bryndís: Þær Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld hafa svo sett saman prjónabók sem virðist vera að slá rækilega í gegn. Þessar tvær síðast töldu eru báðar á meðal 10 mest seldu bóka listans að þessu sinni. Hin vinsæla söngkona Salka Sól hefur í félagi við Sjöfn Kristjánsdóttur sett saman prjónabók og hún er að slá rækilega í gegn. Og til að krydda þennan hóp, telur Bryndís vert að nefna Gísla Rúnar Björgvinsson heitinn og bókina hans, Gervilimrur. „Ég held að margir eigi eftir að kaupa þá bók, bæði vegna væntumþykju og þakklætis til Gísla heitins og ekki síður vegna hönnunar bókarinnar sem skipar henni á alveg sérstakan stall. Svo eiga limrubækur líka tryggan kaupendahóp sem hefur ekki verið ofalinn á liðnum árum. Það er rúmt pláss fyrir góða limruhöfunda á íslenskum bókamarkaði.“ Topplistinn 1.-22. nóvember 2020 Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Silfurvængir - Camilla Läckberg Jólaföndur : engin skæri, bara gaman – Unga ástin mín Kóngsríkið - Jo Nesbø Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Ísskrímslið - David Walliams Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir Verstu kennarar í heimi - David Walliams Íslensk skáldverk Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Ein - Ásdís Halla Bragadóttir Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Bróðir - Halldór Armand Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Jólaföndur : engin skæri, bara gaman – Unga ástin mín Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson og Úlfur Logason Ísskrímslið - David Walliams Verstu kennarar í heimi - David Walliams Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Hetja - Björk Jakobsdóttir 13 þrautir jólasveinanna : Í gamla daga - Huginn Þór Grétarsson Vertu þú! - Ingileif Friðriksdóttir Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Ding! dong! Komum að leika! - Peppa Pig / Gurra Grís Barnaræninginn - Gunnar Helgason Jól í Múmíndal - Tove Jansson Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný Fræði og almennt efni UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Bakað með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgsdóttir Skipulag - Sólrún Diego Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Samskipti - Pálmar Ragnarsson Dýralíf - John Maxwell Coetzee Fimmaurabrandararnir 2 - Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson Prjónað af ást - Lene Holme Sansøe Saumaklúbburinn - Berglind Hreiðarsdóttir Draumaland : Frá fæðingu til sex ára aldurs - Arna Skúladóttir Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Spegill fyrir skuggabaldur : Atvinnubann og misbeiting valds - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Morgunblaðið : Krossgátur 5 Tíminn minn 2021 - Björg Þórhallsdóttir Þýdd skáldverk Silfurvængir - Camilla Läckberg Kóngsríkið - Jo Nesbø Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Þeir sem græta góðu stúlkurnar - Mary Higgins Clark Silkiormurinn - Robert Galbraith Strákurinn í röndóttu náttfötunum - John Boyne Menntuð - Tara Westover Sögur frá Sovétríkjunum - Ýmsir Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir 90 sýni úr minni mínu - innbundin - Halldóra Thoroddsen Árhringur - Björg Björnsdóttir 1900 og eitthvað - Ragnheiður Lárusdóttir Draumstol - Gyrðir Elíasson Handbók um ómerktar undankomuleiðir - Anton Helgi Jónsson Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Dóttir - leið mín til tveggja heimsmeistaratitla - Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Sigríður á Tjörn - Sigríður Hafstað Siddi gull : Æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs - Guðjón Ingi Eiríksson Uppsafnað frá áramótum Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Vegahandbókin - Ýmsir Fórnarlamb 2117 - Jussi Adler Olsen Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Vetrarmein - Ragnar Jónasson Ketóflex 3-3-1 mataræðið - Þorbjörg Hafsteinsdóttir Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Í vondum félagsskap - Viveca Sten
Bókaútgáfa Verslun Bókmenntir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira