Besti maturinn til að taka með heim í faraldrinum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2020 09:01 Eva Ruza, Manúela, Felix og Sóli eru á meðal þeirra sem deila sínum uppáhaldsstöðum með lesendum Vísis. Með hertu samkomubanni undanfarna mánuði hafa veitingastaðir hér á landi þurft að bregða á það ráð að leyfa viðskiptavinum sínum að taka matinn með sér heim. Nú eru nánast allir veitingastaðir að bjóða upp á útrétti eða take away eins og margir þekkja það sem. Fyrir nokkrum árum fór fram kosning um nýyrði um take away og varð orðið útréttur fyrir valinu. Áttu betra orð? Deildu því með okkur í athugasemdakerfinu. Vísir leitaði ráða hjá nokkrum vel völdum matgæðingum sem hafa nýtt sér ástandið og sleppt því að elda nokkrum sinnum í viku jafnvel. En hvaða staðir standa upp úr að mati sérfræðinganna? Eva María Jónsdóttir matmaður segir nokkra staði hafa komið upp í kollinn en fjölskyldan hafi nýtt sér breytta þjónustu veitingastaða töluvert. „Þar er Lamb streetfood efst á lista enda er það úti á Granda og stutt að fara,“ segir Eva María. Eva María Jónsdóttir er reynslumikil fjölmiðlakona.Vísir/Vilhelm „Svo höfum við fengið dálæti á Anapurna, þar er hægt að fá frábært tikka masala bæði kjúkling og tofu. Þetta er sennilega svona gott út af því það er smjör í þessu,“ bætir hún við. „Síðasti staðurinn sem við uppgötvuðum er lengst frá okkar heimili og heitir Bombay Bazar í Ármúla. Þau selja frábæran Indverskan mat sem er að öllu leyti gaman að borða.“ Manuela Ósk Harðadóttir fegurðardrottning tekur matinn oft með sér heim. „Okkur finnst mjög gott að ná í take away hjá Sport og Grill í Smáralind, því ég bý í Hafnarfirði og nenni ómögulega að keyra í miðbæinn eftir mat. Svo er líka eitthvað fyrir alla þar sem er frábært fyrir stóra fjölskyldu með misjafnan smekk.“ Binni Löve þekkir sviðið vel. „Uppáhalds staðurinn minn er Hipstur í Mathöll höfða. Þeir eru með fisk vikunnar sem er á pari við Michelin veitingastað öllu gríni slepptu. Svo svona á föstudögum tek ég hjá þeim Ribeye brauðið. Þeir eru með hollan mat, gæðahráefni og geggjaða þjónustu.“ Binni Löve er mikill matgæðingur.Mynd/instagram. Eva Ruza Miljevic útvarpskona er hrifin af góðri steik. „Reykjavik Meat eru að koma sterkir inn í take away. Litla veislan sem kom heim með mér frá þeim um síðustu helgi. Ég gaf upp hvenær ég vildi sækja, mætti , allt klárt og svo brunaði ég heim með gossið. Kertaljós og kósíheit biðu heima og þetta var i raun eins og að vera úti að borða, nema heima i náttbuxum. Þurftum ekkert að hneppa frá efstu tölunni, bara standa á blístri í náttbuxunum. Ferlega næs líka að ég var ekki að elda, sem gerði allt betra....á bragðið,“ segir Eva létt. Allt upp á tíu „Tókum heim frá Minigarðinum líka um daginn og þar var allt öðruvísi stemmari. Mikill partýfílingur í þeirri máltíð og krakkarnir að elska það. Báðir staðirnir fá 5 stjörnur frá mér, góð þjónustu, metnaður og brosandi starfsmenn með allt upp á 10.“ Björn Teitsson kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins og matarskríbent þekkir bransann vel. „Í fyrsta lagi ber að hrósa íslensku veitingafólki sem hefur sýnt ótrúlega hæfni í að laga sig að aðstæðum og gera allt til að halda sér á floti án þess að slá af gæðum. Það er afrek út af fyrir sig, hvernig sem fer. Vonandi fær þessi atvinnugrein stuðning sem henni ber. En að því sögðu, þá langar mig að nefna nokkra staði sem eru í sérstöku uppáhaldi. Ban Thai er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í öllum heiminum. Þar var, er og verður take away í boði, sem er ávallt á góðu verði og óþarfi að minnast á gæðin. Geri það samt, þau eru framúrskarandi.“ Björn þekkir veitingastaðina í borginni mjög vel. mynd/aðsend Björn segist einnig vera hrifinn af pítsuúrvalinu. „Síðan er það Plútó Pizza, nýr staður þar sem Úlfarsfell var og hét í Vesturbænum. Sko, þetta er rugl. Ein 18 tommu pizza er svo stór að það líkist helst atriði úr sketsaþætti. Nóg fyrir fjóra fullvaxta, án djóks. Á 3200 kall. Ekki neitt,“ segir Björn og heldur áfram. Nýja stjarnan í bransanum „Vínstúkan er með lúxuspakka sem eru fullkomnir í kósýkvöld, á mjög samkeppnishæfu verði. Dragon Dim Sum er nýja stjarnan í bransanum, 5000 kall fyrir dumplingsaveislu fyrir tvo er eiginlega gefins. Að lokum er sjálfsagt að færa sig í klassíkina. Jómfrúin, eða Jomman, er frábær fyrir einstaklinga, fjölskyldur og vinnustaði sem vilja og geta gert sér glaðan dag. Fyrir 10 eða færri, ekkert mál. Jomman er nefnilega dálítið eins og Levi’s 501 gallabuxur, JBS-rúllukragabolur eða KitchenAid-hrærivélar, quality never goes out of style.“ Hlédís Sveinsdóttir, sjónvarpskona og frumkvöðull, býr á Akranesi og kann vel að meta Gamla Kaupfélagið í bænum. Hlédís Sveinsdóttir hefur verið með sjónvarpsþættina Að vestan undanfarin ár. „Ég gekk nú bara svo langt að kaupa mér „take away“ klippikort á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi,“ segir Hlédís. „Staðurinn er nýbúinn að breyta rekstrinum og er með metnaðarfullt hádegisverðarhlaðborð þar sem hægt er að velja fisk-, kjöt- eða grænmetisrétt með haug af allskonar salötum og meðlæti.“ Klippikortið er úr pappír og viðskiptavinurinn sér um að geyma það. „Sem er ekki gott, hvorki fyrir mig né pappírskortið og svo er alveg nóg að þurfa að muna eftir grímunni áður en maður fer inn í búðir eða veitingastaði. Ég skora á Gamla kaupfélagið að setja þetta kort í rafheima. Annars bætir maturinn þar algjörlega upp fyrir þetta klippikortavesen. Myndi halda þessu áfram þó kortið væri úr gleri.“ Mandí, Vitabar og Flatey Felix Bergsson, fjölmiðlamaður, var ekki lengi að svara. „Tveir uppáhalds staðirnir hjá mér er kóreski staðurinn í Granda mathöll og Vitabar fyrir bestu hamborgara bæjarins. Svo elskum við Pho víetnamska og Flatey.“ Skemmtikrafturinn Sóli Hólm er einnig hrifinn af pítsu. „Plútó pizza er kærkomin viðbót í Vesturbæinn. Bragðið af pizzunum er einstakt, eitthvað sem ég hef aldrei fundið áður og þær eru líka 18 tommu. Það er eitthvað betra við stórar sneiðar. Hafandi sagt það þá auðvitað leyfi ég mér þetta ekki mjög oft þar sem ég er með línurnar á heilanum.“ Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. saman á góðri stundu.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er hrifinn af Mandi. „Ég er að juggla Joe & Juice, Lemon og mandi. Lemmon er beisik, góðar lokur, en fer á Joe & Juice ef mig langar í jarðaberja-powershake sem er í raun eins og bragðarefur. Svo fer ég á mandi ef ég vil fá smá sósu og subb. En ef við erum í tökum að þá förum við á Ask, algjört iðnaðarmanna-eldhús og algjört bernaise bað.“ Stormsveipur í íslensku götubitasenuna Kjartan Atli Kjartansson nefnir þrjá staði til sögunnar. „Alla í sitthvorum flokknum. Fyrst ber að nefna Mathús Garðabæjar. Við fjölskyldan höfum keypt take away þaðan og verið mjög ánægð með það. Virkilega ljúffengur og góður matur þar,“ segir Kjartan Atli og heldur áfram. Kjartan Atli er með þrjá staði sem hann fer reglulega á. „Næst ber að nefna Vængjavagninn sem hefur komið eins og stormsveipur í íslensku götubitasenuna. Allskonar tegundir af vængjum, eitthvað fyrir alla. Að lokum vil ég nefna BK Kjúkling. Upplærin þar eru sérstaklega góð. Ég hef staðið mig að því nokkrum sinnum að keyra úr Garðabæ á Grensásveg, fyrir nokkur góð upplæri.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landslæknis, er einnig í pítsunum. „Devito‘s Pizza. Ég hef verið tryggur viðskiptavinur Devito‘s árum saman. Geggjaðar pizzur sem hægt er að grípa á hlaupum áður en maður hoppar upp í strætó.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm Kjartan er einnig hrifinn af taílenskum mat. „Ban Kúnn er einhver albesti skyndibiti Hafnarfjarðar og einn besti taílenski veitingastaður landsins. Mæli með kjúklinga Pad krapraw með extra chilli. Vinnur á bæði kvefi og farsóttarþreytu.“ Fanney Birna Jónsdóttir, umsjónarmaður Silfursins í Ríkissjónvarpinu, kann símanúmerið hjá sínum uppáhaldsstað. „Dominos. Númer eitt tvö og þrjú. Ekkert endilega af því það er málið heldur af því brimrótið. Gott app og vani. Aldrei vonbrigði af því maður veit að hverju maður gengur,“ segir Fanney Birna sem kann að meta góða pizzu. Fanney Birna Jónsdóttir „Plútó pizza. Nýja geitin í pizzunum. Nær að vera eitthvað napólitanskt extra án þess að verða tilgerðarlegt. 18 tommurnar eru síðan comebackið sem við þurftum í covid þegar allir eru búnir að gefast upp fyrir kósíjogginggöllunum hvort sem er.“ Þá nefnir hún Chidos á Ægissíðunni. „Ljómandi fínn mexíkanskur í minni „heimabyggð“. Snögg þjónusta og alltaf nóg af sósu og guac.“ Búllan hans Tomma er líka á lista. „Þarfnast ekki frekari skýringa.“ Daníel Rúnarsson, ljósmyndari og stafrænn vörustjóri hjá Bláa Lóninu, hefur síðan skoðun á málinu. „Einn af mínum uppáhalds take away stöðum í þessu Covid ástandi hefur verið Bragginn í Nauthólsvík. Þau eru með taco á matseðli sem eru að mínu mati þau bestu í bænum og þar að auki vel útilátinn og alls ekki dýr,“ segir Daníel og nefnir til sögunnar nokkra kosti við staðinn. Daníel Rúnarsson er hrifinn af Bragganum. „En einn af stærstu kostunum við Braggann að mínu mati er þægilegt aðgengi sem er mikilvægt fyrir úthverfafólk eins og mig. Alltaf laus bílastæði beint fyrir utan staðinn og lítil umferð um kvöldmatarleytið. Mæli svo líka með beinlausu vængjunum hjá þeim.“ Tónlistar- og athafnakonan Steinunn Camilla Stones er fljót að svara aðspurð um bestu staðina. „Sushi Social og Apótekið,“ segir Steinunn Camilla. „Báðir staðirnir hafa verið uppáhaldsstaðirnir mínir í langan tíma. Þegar Covid skall á hef ég ekkert verið að fara neitt. Þegar þeir urðu að Take-Away stöðum varð ég brjálæðislega hamingjusöm.“ Steinunn Camilla fyrir miðju með Eurovision-hópnum 2017 þegar Svala Björgvins keppti fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Vísir/Stefán Árni „Sushi Social er með skemmtilegustu atmosfíre stemmninguna. Það er fyndi að segja það um take-away stað en maturinn er svo geggjaður að þú færð næstum stemmninguna með heim,“ segir Steinunn. „Apótekið er svo bara með sturlaðan mat. Hands down, fokking geggjað!“ Hún bætir við að þjónustan á þessum stöðum sé frábær. Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Með hertu samkomubanni undanfarna mánuði hafa veitingastaðir hér á landi þurft að bregða á það ráð að leyfa viðskiptavinum sínum að taka matinn með sér heim. Nú eru nánast allir veitingastaðir að bjóða upp á útrétti eða take away eins og margir þekkja það sem. Fyrir nokkrum árum fór fram kosning um nýyrði um take away og varð orðið útréttur fyrir valinu. Áttu betra orð? Deildu því með okkur í athugasemdakerfinu. Vísir leitaði ráða hjá nokkrum vel völdum matgæðingum sem hafa nýtt sér ástandið og sleppt því að elda nokkrum sinnum í viku jafnvel. En hvaða staðir standa upp úr að mati sérfræðinganna? Eva María Jónsdóttir matmaður segir nokkra staði hafa komið upp í kollinn en fjölskyldan hafi nýtt sér breytta þjónustu veitingastaða töluvert. „Þar er Lamb streetfood efst á lista enda er það úti á Granda og stutt að fara,“ segir Eva María. Eva María Jónsdóttir er reynslumikil fjölmiðlakona.Vísir/Vilhelm „Svo höfum við fengið dálæti á Anapurna, þar er hægt að fá frábært tikka masala bæði kjúkling og tofu. Þetta er sennilega svona gott út af því það er smjör í þessu,“ bætir hún við. „Síðasti staðurinn sem við uppgötvuðum er lengst frá okkar heimili og heitir Bombay Bazar í Ármúla. Þau selja frábæran Indverskan mat sem er að öllu leyti gaman að borða.“ Manuela Ósk Harðadóttir fegurðardrottning tekur matinn oft með sér heim. „Okkur finnst mjög gott að ná í take away hjá Sport og Grill í Smáralind, því ég bý í Hafnarfirði og nenni ómögulega að keyra í miðbæinn eftir mat. Svo er líka eitthvað fyrir alla þar sem er frábært fyrir stóra fjölskyldu með misjafnan smekk.“ Binni Löve þekkir sviðið vel. „Uppáhalds staðurinn minn er Hipstur í Mathöll höfða. Þeir eru með fisk vikunnar sem er á pari við Michelin veitingastað öllu gríni slepptu. Svo svona á föstudögum tek ég hjá þeim Ribeye brauðið. Þeir eru með hollan mat, gæðahráefni og geggjaða þjónustu.“ Binni Löve er mikill matgæðingur.Mynd/instagram. Eva Ruza Miljevic útvarpskona er hrifin af góðri steik. „Reykjavik Meat eru að koma sterkir inn í take away. Litla veislan sem kom heim með mér frá þeim um síðustu helgi. Ég gaf upp hvenær ég vildi sækja, mætti , allt klárt og svo brunaði ég heim með gossið. Kertaljós og kósíheit biðu heima og þetta var i raun eins og að vera úti að borða, nema heima i náttbuxum. Þurftum ekkert að hneppa frá efstu tölunni, bara standa á blístri í náttbuxunum. Ferlega næs líka að ég var ekki að elda, sem gerði allt betra....á bragðið,“ segir Eva létt. Allt upp á tíu „Tókum heim frá Minigarðinum líka um daginn og þar var allt öðruvísi stemmari. Mikill partýfílingur í þeirri máltíð og krakkarnir að elska það. Báðir staðirnir fá 5 stjörnur frá mér, góð þjónustu, metnaður og brosandi starfsmenn með allt upp á 10.“ Björn Teitsson kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins og matarskríbent þekkir bransann vel. „Í fyrsta lagi ber að hrósa íslensku veitingafólki sem hefur sýnt ótrúlega hæfni í að laga sig að aðstæðum og gera allt til að halda sér á floti án þess að slá af gæðum. Það er afrek út af fyrir sig, hvernig sem fer. Vonandi fær þessi atvinnugrein stuðning sem henni ber. En að því sögðu, þá langar mig að nefna nokkra staði sem eru í sérstöku uppáhaldi. Ban Thai er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í öllum heiminum. Þar var, er og verður take away í boði, sem er ávallt á góðu verði og óþarfi að minnast á gæðin. Geri það samt, þau eru framúrskarandi.“ Björn þekkir veitingastaðina í borginni mjög vel. mynd/aðsend Björn segist einnig vera hrifinn af pítsuúrvalinu. „Síðan er það Plútó Pizza, nýr staður þar sem Úlfarsfell var og hét í Vesturbænum. Sko, þetta er rugl. Ein 18 tommu pizza er svo stór að það líkist helst atriði úr sketsaþætti. Nóg fyrir fjóra fullvaxta, án djóks. Á 3200 kall. Ekki neitt,“ segir Björn og heldur áfram. Nýja stjarnan í bransanum „Vínstúkan er með lúxuspakka sem eru fullkomnir í kósýkvöld, á mjög samkeppnishæfu verði. Dragon Dim Sum er nýja stjarnan í bransanum, 5000 kall fyrir dumplingsaveislu fyrir tvo er eiginlega gefins. Að lokum er sjálfsagt að færa sig í klassíkina. Jómfrúin, eða Jomman, er frábær fyrir einstaklinga, fjölskyldur og vinnustaði sem vilja og geta gert sér glaðan dag. Fyrir 10 eða færri, ekkert mál. Jomman er nefnilega dálítið eins og Levi’s 501 gallabuxur, JBS-rúllukragabolur eða KitchenAid-hrærivélar, quality never goes out of style.“ Hlédís Sveinsdóttir, sjónvarpskona og frumkvöðull, býr á Akranesi og kann vel að meta Gamla Kaupfélagið í bænum. Hlédís Sveinsdóttir hefur verið með sjónvarpsþættina Að vestan undanfarin ár. „Ég gekk nú bara svo langt að kaupa mér „take away“ klippikort á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi,“ segir Hlédís. „Staðurinn er nýbúinn að breyta rekstrinum og er með metnaðarfullt hádegisverðarhlaðborð þar sem hægt er að velja fisk-, kjöt- eða grænmetisrétt með haug af allskonar salötum og meðlæti.“ Klippikortið er úr pappír og viðskiptavinurinn sér um að geyma það. „Sem er ekki gott, hvorki fyrir mig né pappírskortið og svo er alveg nóg að þurfa að muna eftir grímunni áður en maður fer inn í búðir eða veitingastaði. Ég skora á Gamla kaupfélagið að setja þetta kort í rafheima. Annars bætir maturinn þar algjörlega upp fyrir þetta klippikortavesen. Myndi halda þessu áfram þó kortið væri úr gleri.“ Mandí, Vitabar og Flatey Felix Bergsson, fjölmiðlamaður, var ekki lengi að svara. „Tveir uppáhalds staðirnir hjá mér er kóreski staðurinn í Granda mathöll og Vitabar fyrir bestu hamborgara bæjarins. Svo elskum við Pho víetnamska og Flatey.“ Skemmtikrafturinn Sóli Hólm er einnig hrifinn af pítsu. „Plútó pizza er kærkomin viðbót í Vesturbæinn. Bragðið af pizzunum er einstakt, eitthvað sem ég hef aldrei fundið áður og þær eru líka 18 tommu. Það er eitthvað betra við stórar sneiðar. Hafandi sagt það þá auðvitað leyfi ég mér þetta ekki mjög oft þar sem ég er með línurnar á heilanum.“ Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. saman á góðri stundu.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er hrifinn af Mandi. „Ég er að juggla Joe & Juice, Lemon og mandi. Lemmon er beisik, góðar lokur, en fer á Joe & Juice ef mig langar í jarðaberja-powershake sem er í raun eins og bragðarefur. Svo fer ég á mandi ef ég vil fá smá sósu og subb. En ef við erum í tökum að þá förum við á Ask, algjört iðnaðarmanna-eldhús og algjört bernaise bað.“ Stormsveipur í íslensku götubitasenuna Kjartan Atli Kjartansson nefnir þrjá staði til sögunnar. „Alla í sitthvorum flokknum. Fyrst ber að nefna Mathús Garðabæjar. Við fjölskyldan höfum keypt take away þaðan og verið mjög ánægð með það. Virkilega ljúffengur og góður matur þar,“ segir Kjartan Atli og heldur áfram. Kjartan Atli er með þrjá staði sem hann fer reglulega á. „Næst ber að nefna Vængjavagninn sem hefur komið eins og stormsveipur í íslensku götubitasenuna. Allskonar tegundir af vængjum, eitthvað fyrir alla. Að lokum vil ég nefna BK Kjúkling. Upplærin þar eru sérstaklega góð. Ég hef staðið mig að því nokkrum sinnum að keyra úr Garðabæ á Grensásveg, fyrir nokkur góð upplæri.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landslæknis, er einnig í pítsunum. „Devito‘s Pizza. Ég hef verið tryggur viðskiptavinur Devito‘s árum saman. Geggjaðar pizzur sem hægt er að grípa á hlaupum áður en maður hoppar upp í strætó.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm Kjartan er einnig hrifinn af taílenskum mat. „Ban Kúnn er einhver albesti skyndibiti Hafnarfjarðar og einn besti taílenski veitingastaður landsins. Mæli með kjúklinga Pad krapraw með extra chilli. Vinnur á bæði kvefi og farsóttarþreytu.“ Fanney Birna Jónsdóttir, umsjónarmaður Silfursins í Ríkissjónvarpinu, kann símanúmerið hjá sínum uppáhaldsstað. „Dominos. Númer eitt tvö og þrjú. Ekkert endilega af því það er málið heldur af því brimrótið. Gott app og vani. Aldrei vonbrigði af því maður veit að hverju maður gengur,“ segir Fanney Birna sem kann að meta góða pizzu. Fanney Birna Jónsdóttir „Plútó pizza. Nýja geitin í pizzunum. Nær að vera eitthvað napólitanskt extra án þess að verða tilgerðarlegt. 18 tommurnar eru síðan comebackið sem við þurftum í covid þegar allir eru búnir að gefast upp fyrir kósíjogginggöllunum hvort sem er.“ Þá nefnir hún Chidos á Ægissíðunni. „Ljómandi fínn mexíkanskur í minni „heimabyggð“. Snögg þjónusta og alltaf nóg af sósu og guac.“ Búllan hans Tomma er líka á lista. „Þarfnast ekki frekari skýringa.“ Daníel Rúnarsson, ljósmyndari og stafrænn vörustjóri hjá Bláa Lóninu, hefur síðan skoðun á málinu. „Einn af mínum uppáhalds take away stöðum í þessu Covid ástandi hefur verið Bragginn í Nauthólsvík. Þau eru með taco á matseðli sem eru að mínu mati þau bestu í bænum og þar að auki vel útilátinn og alls ekki dýr,“ segir Daníel og nefnir til sögunnar nokkra kosti við staðinn. Daníel Rúnarsson er hrifinn af Bragganum. „En einn af stærstu kostunum við Braggann að mínu mati er þægilegt aðgengi sem er mikilvægt fyrir úthverfafólk eins og mig. Alltaf laus bílastæði beint fyrir utan staðinn og lítil umferð um kvöldmatarleytið. Mæli svo líka með beinlausu vængjunum hjá þeim.“ Tónlistar- og athafnakonan Steinunn Camilla Stones er fljót að svara aðspurð um bestu staðina. „Sushi Social og Apótekið,“ segir Steinunn Camilla. „Báðir staðirnir hafa verið uppáhaldsstaðirnir mínir í langan tíma. Þegar Covid skall á hef ég ekkert verið að fara neitt. Þegar þeir urðu að Take-Away stöðum varð ég brjálæðislega hamingjusöm.“ Steinunn Camilla fyrir miðju með Eurovision-hópnum 2017 þegar Svala Björgvins keppti fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Vísir/Stefán Árni „Sushi Social er með skemmtilegustu atmosfíre stemmninguna. Það er fyndi að segja það um take-away stað en maturinn er svo geggjaður að þú færð næstum stemmninguna með heim,“ segir Steinunn. „Apótekið er svo bara með sturlaðan mat. Hands down, fokking geggjað!“ Hún bætir við að þjónustan á þessum stöðum sé frábær.
Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira