Fjögur hundruð prósenta aukning í netsölu hjá Forlaginu Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2020 12:26 Egill Örn, framkvæmdastjóri Forlagsins, er hæstánægður með ganginn í bóksölunni. Hann merkir gríðarlega aukingu í netsölu og segir þar um að ræða alvöru tölur. visir/jakob „Það er deginum ljósara að mikill fjöldi Íslendingar er heima við að lesa. Að fólk vilji kannski aðeins flýja tilveruna í annan heim bókmenntanna kemur mér kannski ekkert á óvart,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hörmungarárið 2020, sem kennt verður við Covid í annálum, er ekki alslæmt. Ekki í hugum bókelskra því það stefnir í mikil bókajól. Bókin hefur verið sígild jólagjöf og þegar kreppir að þá eykst vegur hennar enn. Egill Örn merkir þetta í sínu bókhaldi. „Ég er með 400 prósenta aukningu á netinu síðustu 18 daga. og næstum 200 prósenta í bókabúðinni,“ segir Egill Örn og bætir því við að þangað inn megi hann ekki taka fleiri en tíu í senn. Vegna sóttvarnarráðstafanna. Prósentutala ein og sér segir ekki alla söguna. Ef ein bók var seld í fyrra en fimm núna er það 400 prósentu aukning. En trauðla hægt að tala um einhver þáttaskil. Egill Örn segist aðspurður ekki geta gefið upp krónur og aura í þessu sambandi, frekar en nokkurn tíma er vaninn en hann segir að um sé að ræða alvöru tölur. Þannig berast hundruðir pantana á hverjum sólarhring. Hafa vart undan við að koma bókunum út „Það er brjálað að gera, ég hef aldrei á mínum langa ferli séð annað eins. Við höfum bókstaflega ekki undan,“ segir Egill Örn sem telur þetta tíðindum sæta. Þá ekki síst með bókabúðina sem bókaútgáfan rekur á Fiskislóð úti á Granda. „Strax í kjölfar herts samkomubanns „fylltist“ hún af fólki og það hafa verið biðraðir á hverjum degi. Við erum búin að lengja opnunartímann til þess að koma til móts við fólk.“ Reyndar er það svo að innanlandsverslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Vísir ræddi við Andrés Magnússon framkvæmdastjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu í byrjun septembermánaðar og þá sagði hann íslenska verslun blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er meðal annars vegna þess að fyrir Covid-19 eyddu sem ferðamenn 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla er að einhverju leyti að skila sér inn í íslenska verslun. Forlagið er stærsta bókaforlag landsins, með flesta höfunda á sínum snærum, rekur eina stærstu bókabúð landsins þar sem þeir selja bækur annarra útgefenda einnig auk öflugrar netsölu, eins og áður segir. Eruð þið að stórgræða á Covid-inu? „Nei, við erum alls ekki að stórgræða á Covid en við erum vonandi að vinna góðan varnarsigur. Við finnum auðvitað fyrir því eins og margir í rekstri að engir erlendir ferðamenn eru á landinu og bókabúðin í Leifsstöð hefur meira og minna verið lokuð undanfarna mánuði.“ Leifsstöð með fjórðung allrar kiljusölu Þar munar um minna en Leifsstöð er með um fjórðungs hlutdeild í allri kiljusölu. „Já, ég held að það sé nærri lagi. Sú sala færðist ekki nema að afar litlu leyti eitthvert annað held ég. Þetta er bara töpuð sala,“ segir Egill Örn og heldur áfram: Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Nú stefnir í mikil og góð bókajól, á því annars hörmungarári 2020. „Íslendingar hafa vanist því að lesa bækur á ferðalögum, í flugi og á sólbekk, sem ekki hefur verið á boðstólnum á þessu ári. Eitthvað er þó að færast heim í sófa, þar sem fólk kemst lítið á meðal fólks og er kannski löngu búið með allt sem því finnst áhugavert á Netflix.“ Egill Örn, sem er fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að honum heyrist afar gott hljóðið í útgefendum almennt. Og þá hafa höfundar verið duglegri en nokkru sinni fyrr að vekja athygli á bókum sínum og jafnvel selja áritaðar á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjórinn segir ekki um að ræða skipulagða herferð forlaganna. Nei, ég held miklu frekar að þetta sé partur eða afleiðing af samkomubanni. Áður gátu þeir haldið mannmörg útgáfuboð, farið milli fyrirtækja og stofnana og lesið upp úr verkum sínum, en núna eru þeir að miklu leyti fastir heima hjá sér. Þannig nota þeir sér þá samfélagsmiðla í meiri mæli en áður. Bókaútgáfa Verslun Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókmenntir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
„Það er deginum ljósara að mikill fjöldi Íslendingar er heima við að lesa. Að fólk vilji kannski aðeins flýja tilveruna í annan heim bókmenntanna kemur mér kannski ekkert á óvart,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hörmungarárið 2020, sem kennt verður við Covid í annálum, er ekki alslæmt. Ekki í hugum bókelskra því það stefnir í mikil bókajól. Bókin hefur verið sígild jólagjöf og þegar kreppir að þá eykst vegur hennar enn. Egill Örn merkir þetta í sínu bókhaldi. „Ég er með 400 prósenta aukningu á netinu síðustu 18 daga. og næstum 200 prósenta í bókabúðinni,“ segir Egill Örn og bætir því við að þangað inn megi hann ekki taka fleiri en tíu í senn. Vegna sóttvarnarráðstafanna. Prósentutala ein og sér segir ekki alla söguna. Ef ein bók var seld í fyrra en fimm núna er það 400 prósentu aukning. En trauðla hægt að tala um einhver þáttaskil. Egill Örn segist aðspurður ekki geta gefið upp krónur og aura í þessu sambandi, frekar en nokkurn tíma er vaninn en hann segir að um sé að ræða alvöru tölur. Þannig berast hundruðir pantana á hverjum sólarhring. Hafa vart undan við að koma bókunum út „Það er brjálað að gera, ég hef aldrei á mínum langa ferli séð annað eins. Við höfum bókstaflega ekki undan,“ segir Egill Örn sem telur þetta tíðindum sæta. Þá ekki síst með bókabúðina sem bókaútgáfan rekur á Fiskislóð úti á Granda. „Strax í kjölfar herts samkomubanns „fylltist“ hún af fólki og það hafa verið biðraðir á hverjum degi. Við erum búin að lengja opnunartímann til þess að koma til móts við fólk.“ Reyndar er það svo að innanlandsverslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Vísir ræddi við Andrés Magnússon framkvæmdastjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu í byrjun septembermánaðar og þá sagði hann íslenska verslun blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er meðal annars vegna þess að fyrir Covid-19 eyddu sem ferðamenn 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla er að einhverju leyti að skila sér inn í íslenska verslun. Forlagið er stærsta bókaforlag landsins, með flesta höfunda á sínum snærum, rekur eina stærstu bókabúð landsins þar sem þeir selja bækur annarra útgefenda einnig auk öflugrar netsölu, eins og áður segir. Eruð þið að stórgræða á Covid-inu? „Nei, við erum alls ekki að stórgræða á Covid en við erum vonandi að vinna góðan varnarsigur. Við finnum auðvitað fyrir því eins og margir í rekstri að engir erlendir ferðamenn eru á landinu og bókabúðin í Leifsstöð hefur meira og minna verið lokuð undanfarna mánuði.“ Leifsstöð með fjórðung allrar kiljusölu Þar munar um minna en Leifsstöð er með um fjórðungs hlutdeild í allri kiljusölu. „Já, ég held að það sé nærri lagi. Sú sala færðist ekki nema að afar litlu leyti eitthvert annað held ég. Þetta er bara töpuð sala,“ segir Egill Örn og heldur áfram: Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Nú stefnir í mikil og góð bókajól, á því annars hörmungarári 2020. „Íslendingar hafa vanist því að lesa bækur á ferðalögum, í flugi og á sólbekk, sem ekki hefur verið á boðstólnum á þessu ári. Eitthvað er þó að færast heim í sófa, þar sem fólk kemst lítið á meðal fólks og er kannski löngu búið með allt sem því finnst áhugavert á Netflix.“ Egill Örn, sem er fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að honum heyrist afar gott hljóðið í útgefendum almennt. Og þá hafa höfundar verið duglegri en nokkru sinni fyrr að vekja athygli á bókum sínum og jafnvel selja áritaðar á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjórinn segir ekki um að ræða skipulagða herferð forlaganna. Nei, ég held miklu frekar að þetta sé partur eða afleiðing af samkomubanni. Áður gátu þeir haldið mannmörg útgáfuboð, farið milli fyrirtækja og stofnana og lesið upp úr verkum sínum, en núna eru þeir að miklu leyti fastir heima hjá sér. Þannig nota þeir sér þá samfélagsmiðla í meiri mæli en áður.
Bókaútgáfa Verslun Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókmenntir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira