Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Íþróttadeild Vísis skrifar 18. nóvember 2020 21:54 Ögmundur Kristinsson stóð sig vel í marki Íslands í kvöld. Getty/Carl Recine Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Sjá meira
Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36