Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:46 Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, reiknar með erfiðum leik á morgun. vísir/getty Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30