Biden vill konu sem varaforsetaefni Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 07:30 Joe Biden og Bernie Sanders slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. EPA Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21