Hefur greitt skatta og gjöld um árabil en hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 21:00 Fjölskyldan á sér þá ósk heitasta að geta búið áfram á Íslandi eins og undanfarin sjö ár. Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. SIGURJÓN ÓLASON Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni. Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni.
Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira