Gullbjörninn hvetur fólk til að kjósa Trump Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 17:00 Donald Trump á hauk í horni í Jack Nicklaus. getty/Manny Hernandez Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann. Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann.
Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira