Hvernig erum við búin undir þessa kreppu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2020 08:01 Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar