Ósannindi á bæði borð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. október 2020 22:00 Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Fiskeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun