Niðurstöður úttektar á Tryggingastofnun öllum áfall Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 21:03 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Vísir Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins. Í ljós koma að 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 í úttekt Ríkisendurskoðunar sem greint var frá í gær. Bent var á að bæta þyrfti málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), segir niðurstöður Ríkisendurskoðunar vekja sterk viðbrögð í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. „Stofnun sem hefur verið talin vinna vel og vilja gera sem allra best fyrir þá sem þangað leita. Því er þessi úttekt áfall fyrir allra aðila málsins,“ segir þar. Athugasemdir við að núgildandi lög um lífeyri séu ógagnsæ og erfitt sé að vinna eftir þeim segir Þórunn að séu í anda þess sem LEB hafi bent á. Lögin sem voru sett árið 2017 hafi átt að einfalda kerfið en þau hafi þvert á móti verið til vandræða. „Lögin kveða á um að endurreikna þurfi greiðslur til fólks ef tekjuáætlanir þess eru ekki í fullkomnu samræmi við rauntekjur ársins. Að það þurfi að endurreikna um 90% af árstekjum þeirra sem fá greiðslur frá TR er grafalvarlegt mál og býður heim hættu á mistökum,“ segir Þórunn í yfirlýsingunni. Þá segir hún að kanna þurfi hvers vegna margir láti hjá líða að tilkynna stofnuninni um breyttar tekjur. Gagnrýnir hún að starf umboðsmanns lífeyrisþega sé enn ekki orðið að veruleika þrátt fyrir að TR hafi fengið fjárveitingu til þess undanfarin fjögur ár. „Nú þarf að bregðast hratt við og vinna að úrbótum svo að TR hljóti aftur fullt traust þeirra sem þangað sækja sína framfærslu,“ segir Þórunn. Tryggingar Stjórnsýsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48 90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins. Í ljós koma að 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 í úttekt Ríkisendurskoðunar sem greint var frá í gær. Bent var á að bæta þyrfti málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), segir niðurstöður Ríkisendurskoðunar vekja sterk viðbrögð í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. „Stofnun sem hefur verið talin vinna vel og vilja gera sem allra best fyrir þá sem þangað leita. Því er þessi úttekt áfall fyrir allra aðila málsins,“ segir þar. Athugasemdir við að núgildandi lög um lífeyri séu ógagnsæ og erfitt sé að vinna eftir þeim segir Þórunn að séu í anda þess sem LEB hafi bent á. Lögin sem voru sett árið 2017 hafi átt að einfalda kerfið en þau hafi þvert á móti verið til vandræða. „Lögin kveða á um að endurreikna þurfi greiðslur til fólks ef tekjuáætlanir þess eru ekki í fullkomnu samræmi við rauntekjur ársins. Að það þurfi að endurreikna um 90% af árstekjum þeirra sem fá greiðslur frá TR er grafalvarlegt mál og býður heim hættu á mistökum,“ segir Þórunn í yfirlýsingunni. Þá segir hún að kanna þurfi hvers vegna margir láti hjá líða að tilkynna stofnuninni um breyttar tekjur. Gagnrýnir hún að starf umboðsmanns lífeyrisþega sé enn ekki orðið að veruleika þrátt fyrir að TR hafi fengið fjárveitingu til þess undanfarin fjögur ár. „Nú þarf að bregðast hratt við og vinna að úrbótum svo að TR hljóti aftur fullt traust þeirra sem þangað sækja sína framfærslu,“ segir Þórunn.
Tryggingar Stjórnsýsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48 90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48
90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53