„Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 22:45 Það er hætt við því að sætin í stóra sal Háskólabíós verði tóm í desember. Bragi Valdimar og félagar í Baggalúti ætla þó ekki að deyja ráðalausir. Brandenburg/Háskólabíó Á meðan kórónuveiran varir og smit halda áfram að greinast hér á landi liggur tónslitarbransinn í dvala, tekjulaus til að tala um. Hjá mörgum tónlistarmönnum, og öðrum í bransanum, hefur desember verið einn mikilvægasti mánuðurinn þegar kemur að tekjum. Þá fara jólatónleikar og annað slíkt á fulla ferð, við mikinn fögnuð tónelskra Íslendinga. Það gæti þó farið svo lítið verði um jólatónleikahald þessi jólin. Einn þeirra sem hefur áhyggjur af stöðunni er Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum í hinni sívinsælu hljómsveit Baggalút, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Vel og mikið hefur selst á fjölda jólatónleika með sveitinni. Bragi segir stöðuna tengda samkomutakmörkunum vegna faraldursins setja stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin Allur bransinn í dvala Bragi segir þó að staðan í tónlistariðnaðinum hér á landi sé heilt yfir vond um þessar mundir. „Stemningin er nú svona frekar döpur, þá bara heilt yfir í bransanum,“ segir Bragi Valdimar, sem er bæði formaður Félags tónskálda og textahöfunda og STEFs. Bransinn sé frosinn og desember hafi verið síðasta hálmstrá þeirra sem vinna við tónlist og tónleikahald. Bragi Valdimar segir þá að eins og staðan sé núna líti út fyrir að ekkert tónleikahald verði um jólin, nema í mýflugumynd. „Þetta hefur verið stærsti mánuður ársins í tónleikahaldi hjá mörgum.“ Ætla að gera eitthvað Bragi segir að Baggalútur hafi og sé að skoða ýmsa möguleika, komi til þess að ómögulegt verði að halda jólatónleika sökum samkomutakmarkana. „Við gerum örugglega eitthvað. Hvort sem það verður einhver sjónvarps- eða vídeóviðburður, eða streymi. En það verður aldrei í þeirri mynd sem við erum með tónleikana í, það þyrftu ansi margir að borga sig inn á streymi til að það svaraði kostnaði. En við gerum eitthvað, það er alveg á hreinu sko.“ Bragi segir að sveitin hafi verið orðin mjög bjartsýn á stöðuna í upphafi hausts, áður en hin svokallaða þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hóf að rísa hér á landi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Ákveðið hafi verið að selja miða á sex tónleika, sem á undanförnum árum hafa verið heldur fleiri, eða átján. „Við ákváðum að prófa þarna tvær helgar. Þær eru í sölu, og svo er það bara endurgreitt ef það verður ekki, eðlilega. En eins og ég segi, bransinn bara bíður allur. Hvort sem það er tónlistarfólk, tæknimenn, ljósafólk eða bara tónleikastaðirnir,“ segir Bragi og bendir á hversu stórt hagkerfið í kring um tónleikahald er. Tónlist Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Á meðan kórónuveiran varir og smit halda áfram að greinast hér á landi liggur tónslitarbransinn í dvala, tekjulaus til að tala um. Hjá mörgum tónlistarmönnum, og öðrum í bransanum, hefur desember verið einn mikilvægasti mánuðurinn þegar kemur að tekjum. Þá fara jólatónleikar og annað slíkt á fulla ferð, við mikinn fögnuð tónelskra Íslendinga. Það gæti þó farið svo lítið verði um jólatónleikahald þessi jólin. Einn þeirra sem hefur áhyggjur af stöðunni er Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum í hinni sívinsælu hljómsveit Baggalút, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Vel og mikið hefur selst á fjölda jólatónleika með sveitinni. Bragi segir stöðuna tengda samkomutakmörkunum vegna faraldursins setja stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin Allur bransinn í dvala Bragi segir þó að staðan í tónlistariðnaðinum hér á landi sé heilt yfir vond um þessar mundir. „Stemningin er nú svona frekar döpur, þá bara heilt yfir í bransanum,“ segir Bragi Valdimar, sem er bæði formaður Félags tónskálda og textahöfunda og STEFs. Bransinn sé frosinn og desember hafi verið síðasta hálmstrá þeirra sem vinna við tónlist og tónleikahald. Bragi Valdimar segir þá að eins og staðan sé núna líti út fyrir að ekkert tónleikahald verði um jólin, nema í mýflugumynd. „Þetta hefur verið stærsti mánuður ársins í tónleikahaldi hjá mörgum.“ Ætla að gera eitthvað Bragi segir að Baggalútur hafi og sé að skoða ýmsa möguleika, komi til þess að ómögulegt verði að halda jólatónleika sökum samkomutakmarkana. „Við gerum örugglega eitthvað. Hvort sem það verður einhver sjónvarps- eða vídeóviðburður, eða streymi. En það verður aldrei í þeirri mynd sem við erum með tónleikana í, það þyrftu ansi margir að borga sig inn á streymi til að það svaraði kostnaði. En við gerum eitthvað, það er alveg á hreinu sko.“ Bragi segir að sveitin hafi verið orðin mjög bjartsýn á stöðuna í upphafi hausts, áður en hin svokallaða þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hóf að rísa hér á landi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Ákveðið hafi verið að selja miða á sex tónleika, sem á undanförnum árum hafa verið heldur fleiri, eða átján. „Við ákváðum að prófa þarna tvær helgar. Þær eru í sölu, og svo er það bara endurgreitt ef það verður ekki, eðlilega. En eins og ég segi, bransinn bara bíður allur. Hvort sem það er tónlistarfólk, tæknimenn, ljósafólk eða bara tónleikastaðirnir,“ segir Bragi og bendir á hversu stórt hagkerfið í kring um tónleikahald er.
Tónlist Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira