Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 12:39 Til vinstri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Til hægri er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur. Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur.
Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira